Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1958, Qupperneq 21

Frjáls verslun - 01.12.1958, Qupperneq 21
Lúðvík Knstjánsson, rith.: Þorlákur Ó. Johnson — Hmamótamadur í tslenzkri verzlun — Verzlunarírelsið verður lykillinn til framfara íslands Sjálfsagt verður ætíð litið á tilskipunina frá 1787 um að verzlun á Islandi skyldi frjáls við alla þegna Danakonungs, sem merkileg áfangaskil í íslenzkri verzlunarsögu. En tilskipun þessari fylgdi formáli, og þar gægist fram andi, sem í augurn nútíma- manna mun ekki talinn laus við gráglettni. Þar er þess getið, að nú verði konungur að láta gæta íslendinga betur en áður, þar sem verzlunin verði frjálsari, því að það sé margt, sem útlendir geti selt þeim betur og með meira hagræði en þegnar hans konunglegu hátignar sjálfs, og þó gömul tryggð og föðurlandsást kunni að halda þeim við Dani og Norðmenn framar hinum, þá kunni þó aldrei örgrannt að vera, að ábatavonin og liagnaðurinn verði ekki yfirsterkari með tímanum. Þess vegna verði Danir ncerri því neyddir til að fara með Island að þessu leyti eins og nýlendu, þótt þeir unni því annars alls hagræðis, sem kostur sé á. Þannig var boðskapurinn í sama mund og losað var um verzlunarböndin. Hvernig hafði hann þá verið fyrr? í það ætti að vera auðið að ráða. Við að kynnast þessum boðskap í orði og verki tók Jón Sigurðsson að Iíta til átta og ákveða stefnumörk. Enginn skildi fyrr né betur en hann, hvílíka þýð- ingu alfrjáls verzlun gat haft fyrir íslendinga. Ef undan bæri í þeirri baráttu, þótti honum sem óger- legt væri að skapa traustan grundvöll til að standa á í þeirri viðureign við Dani, sem hlaut að vera framundan. Þegar honum þótti sýnt eftir Þjóðfund- inn, að bið mundi verða á því, að nokkru yrði um þokað í stjórnarbótarmálinu, lagði hann sig allan fram um að einbeina hug Islendinga að lausn verzluiiarmálsins. Og hann lét ekkert tækifæri ónot- að til þess að hamra á því, að þjóðin fcngi aldrei pólitískt frelsi fyrr en verzlunin væri orðin laus, eins og hann orðaði það. Honum var það ekki dulin von, að svo mundi verða fyrr en síðar. „Ef verzl- unarfrelsi kæmist á, þá vildi ég helzt komast heim og verða þar, því að þá veit ég pólitískt frelsi kemur á eftir,“ segir hann í bréfi til Jcns bróður síns nokkru eftir Þjóðfundinn. Og þegar hann liafði barizt til þrautar fyrir alfrjálsri verzlun og sigrað, segir hann: „Verzlunarfrelsið er nú komið á — og ég er viss um það verður lykillinn til íslands fram- fara einhvern tíma. þegar tímar líða, hvað aumir og ragir scm við erum nú.“ Að dómi Jóns Sigurðssonar var eitt af frumskil- vrðum þess, að Islendingar gætu fært sér í nyt sig- urinn, sem löggjöfin um frjálsa verzlun vcitti, að ungir og efnilegir mcnn færu utan og næmu verzl- unarfræði í skólum og verzlunarhúsum; ekki ein- ungis í Danmörku, heldur einnig í Þýzkalandi og Englandi. En bið varð á, að úr framkvæmd yrði, svo að orð sé á gerandi. Síðsumars 1858 kemur þó til Hafnar tvítugur maður af Vesturlandi, en hann hafði þá í tvö ár unnið við verzlun norður á Skaga- strönd. Þessi maður var Þorlálcur Ó. Jolinson, er síðar átti eftir að verða einn menntaðasti verzl- unarmaður á tslandi um sína daga, óumdeilanleg- ur brautryðjandi, meðan frjáls verzlun var enn á gelgjuskeiði, og frjálslyndur hugsjónamaður, er lét sér fá verkefni óviðkomandi, sem vörðuðu fram- tíðarhag íslenzkrar þjóðar. Þorlókur Ó. Johnson FRJÁLS VERZLUN 21

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.