Frjáls verslun - 01.12.1958, Side 24
Verzlunarskólastúdentar 1950 iyrir framan skólahúsið við Grundarstíg
(Derzlunarskóli <Jslands
Fyrir þremur árum varð Verzlunarskóli ís-
lands 50 ára. Var afmælisins þá minnzt með
veglegri hátíð og gefið út myndarlegt minningar-
rit um 50 ára starf skólans.
Skólinn var stofnaður árið 1905. I fyrstu var
hann tveggja vetra skóli auk undirbúningsdeild-
ar og starfaði þannig til ársins 1926, en þá var
3. bekk bætt við. Árið 1935 var skólinn gerður
að fjögurra vetra skóla og hefir haldið því formi
siðan að því er verzlunardeildina snertir. Með
bréfi menntamálaráðherra, dags. 16. október
1942, voru skólanum veitt réttindi til þess að
brautskrá stúdenta. Lærdómsdeildin tók til
starfa haustið 1943 og voru fyrstu stúdentarnir
brautskráðir vorið 1945. Þegar hin almennu
fræðslulög frá 1946 höfðu tekið gildi var undir-
búningsdeild Verzlunarskólans lögð niður. I dag
er skipulag skólans þannig, að honum er skipt
í tvær deildir. Fyrstu fjórir bekkirnir, verzlunar-
deildin, veitir almenna verzlunarmenntun, en
5. og 6. bekkur, lærdómsdeildin, veitir síðan
stúdentsmenntun. Frá því að Verzlunarskólinn
var stofnaður hefir kennsla farið fram í fimm
húsum. Fyrsta árið var skólahaldið í húsinu
„Vinaminni“, Mjóstræti 3, en Iðnskólinn var
þá einnig til húsa þar. Árið 1906—1907 starf-
aði skólinn í „Melsteðshúsi“, en það var þar
sem útbygging Utvegsbankans er nú. 1907—
1912 starfaði hann í „Smithshúsi“, en var
þá fluttur að Vesturgötu 10, þar sem hann
starfaði í 19 ár, til ársins 1931, en það ár var
gert stórt átak í húsnæðismálum skólans með
kaupum á húsinit nr. 24 við Grundarstíg. Haust-
ið 1931 var skólinn fluttur í hin nýju húsakynni
og hefir verið þar síðan.
Vöxtur skólans hefir verið mikill, enda er
hann nú einn af fjölmennustu skólum landsins.
Hins vegar hefir húsnæði það, sem hann hefir til
umráða, valdið ýmissi starfsemi hans miklum
erfiðleikum, enda er það eðlilegt, þegar það
er athugað, að skólinn býr við sama húsnæði
nú, þegar hann er orðinn 6 vetra skóli, eins og
24
FRJÁLS VERZLUN