Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1958, Síða 28

Frjáls verslun - 01.12.1958, Síða 28
Jarðhiti á íslandi Framh. aí bls. 4 hefur. Athugun þessa máls er þó enn á t'rum- stigi, og skal því að svo stödclu ekkert um þetta fullyrt. Á þessari iðngrein er þó sá galli, að Tslendingar einir munu ekki hafa bolmagn til þess að koma henni á fót. Unnið er að því að kanna möguleika hinna iðngreinanna, einkum þó saltvinnslu í Krýsu- vík eða á Reykjanesi, en sem stendur er með öllu óvíst, hvort hún kemur til greina. Mögu- leikar á vinnslu klórs, vítissóda og brennisteins virðast því miður ekki miklir. ísland er ekki heppilegur vettvangur fyrir þennan iðnað. Tslendingar munu því óhjákvæmilega beina athygli sinni fyrst og fremst að notkun jarð- hitans til híbýlahitunar og vinnslu raforku. Þegar rætt er um virkjun jarðhita í stórum stíl er skylt að hafa þjóðhagsleg sjónarmið í huga, og verður þá að meta þjóðhagslega þýð- ingu hinna einstöku möguleika, og haga fram- kvæmdum þannig, að heildararður þjóðarbúsins verði sem mestur. Hér er ekki rúm til þess að gefa þessum mál- um verulegan gaum, heldur skal aðeins drepið á örfá grundvallaratriði. T’jóðhagslega og tæknilega hagkvæmni fyrir- tækja af þessu tagi má á grófan hátt meta út frá nýtingu (1) stofnfjár, (2) vinnuafls og (3) þess varma, sem fyrirtækið vinnur úr jörðu. F.yrri tvö atriðin eru hagfræðilegs en það þriðja tæknilegs eðlis. Ekki er með öllu auðveit að meta tölulega umrædda nýtingu í einstökum tilfellum. Hér skal farin sú leið að meta nýtingu stofnfjár með svokölluðum stofnfjárstuðli, þ. e. hlutfalli stofn- fjár og árlegrar nettó vinnslu. Með nettó vinnslu er átt við brúttó vinnslu að frádregnum aðkeypt- um rekstrarvörum. Að öðru jöfnu er fyrirtækiþví hagstæðara sem stofnfjárstuðullinn er lægri, þ. e. stofnfé lágt í samanburði við vinnslu. Nýting vinnuafls skal metin með nettó vinnslu á ár og mann, sem vinnur í fyrirtækinu. Loks skal nýt- ing þess varma, sem fyrirtækið vinnur úr jörðu metin með þeirri notkun eldsneytisolíu, sem f.yrirtækið soarar. Til grundvallar skal lögð ein- ing, sem skilgreind er olíunotkun í stað hverrar Gcal (gigacaloria. = ein milljón kílókaloríur), sem unnin er úr jörðu. Það er tómt mál að ræða nýtingu stofnfjár og vinnuafls nema gerður sé samanburður við aðrar atvinnugreinar hér á landi. Hér verður reynt að gera samanburð á jarðhitafyrirtækjum og tveim öðrum höfuðatvinnugreinum landsins, þ. e. útgerð botnvörpuskipa og landbúnaði. Til grundvallar skal annars vegar lagður rekst- ur skipa Bæjarútgerðar Revkjavíkur ásamt. fisk- vinnslu í landi og hins vegar rekstur tiltölulega stórs nýbýlis í góðri sveit á Islandi. Tekið skal fram, að nýbýlið er talsvert hagstæðara en með- albú í íslenzkum landbúnaði, en þó er rétt að miða við það, þar sem einnig er miðað við rekst- ur nýrra skipa. Til þess, að umræddur samanburður sé not- hæfur verður að samræma það verðlag, sem nettó afköst og stofnkostnaður eru metin á. ITitaveita, gufurafstöð og landbúnaður vinna fyrir markað innanlands, en sjávarútvegur og meiri háttar efnaiðja fyrir erlendan markað. Hér verður tekinn upp sá háttur að meta öll afköst á erlendu markaðsverði á eftirfarandi hátt. Reiknað er með erlendu verði innfluttrar olíu og landbúnaðarafurða að viðbættum flutn- ingskostnaði til landsins og 55% álagi til út- flutningssjóðs. Utflutt vara er reiknuð á f.o.b. verði að viðbættum 55% frá útflutningssjóði. Erlendur hluti stofnkostnaðar fyrirtækja er að sjálfsögðu hækkaður um 55% til útílutnings- sjóðs. Samanburður framangreindra fyrirtækja verð- ur gerður í töflu hér á eftir og nær hann eins og frá hefur verið greint til (1) nýbýlis í íslenzk- um landbúnaði, (2) útgerðar botnvörpuskipa í Reykjavík, (3) hitaveitu til Reykjavíkur frá Krýsuvík eða Hengli, (4) gufurafstöðvar í Krýsuvík eða Hengli, (5) vinnslu þungs vatns í Hengli og auk þess (6) Aburðarverksmiðj- unnar í Gufunesi. Taflan er byggð á gögnum, sem höfundur safnaði á árinu 1957. Tekið skal fram, að taflan gefur aðeins grófar tölur, þar sem ekki hefur verið hægt, að gera þessum málum æskileg skil. Þetta stafar sumpart af því, að hagskýrslur um atvinnuvegi á Tslandi eru ófullkomnar og því óhægt um vik. Um grundvöll útreikninganna í einstökum atriðum skal þetta sagt. Reiknað er með því, að bústofn nýbýlisins sé 16 nautgripir og 180 kindur. Það hafi nútíma vélakost og sé tengt héraðsrafveitu. Nokkur hluti kostnaðar við raflögn er talinn með í stofn- kostnaði býlisins. Reiknað er, að bóndi vinni venjulegan vinnutíma og þurfi því aðstoð, sem 28 FRJÁLS VERZLTTN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.