Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1958, Qupperneq 29

Frjáls verslun - 01.12.1958, Qupperneq 29
að meðaltali nemi hálfum manni. íbúðarhús bónda er að sjálfsögðu ekki talið til stofnkostn- aðar býlisins. Stofnkostnaður botnvörpuskipsins er Iiækk- aður um hluta þess í fiskvinnslustöðvum í landi. Mannafli á skip er talinn 55, en þar er tekið til- lit til fiskvinnslu í landi. lleiknað er með hitaveitu frá Hengli eða Krýsuvík til Reykjavíkur og talið, að hún hiti híbýli fyrir 50.000 manns. Starfslið er talið 30 manns. Afl gufurafstöðvar er reiknað 25.000 kílóvött. Verð orkunnar við stöðvarvegg er metið á vinnsluverði í jafnstórri gufurafstöð í Reykja- vík, sem rekin er með olíu. Er þetta talið nauð- synlegt til að samrýma reikningsgrundvöllinn. Verð orku frá vatnsorkuverum er venjulega reiknað allverulega lægra, en það er hér vart nothæfur reikningsgrundvöllur. Stofnkostnaður og afköst iðjuvers til vinnslu þungs vatns eru reiknuð samkvæmt tölum, sem nú liggja fyrir. Stofnkostnaður Áburðarverksmiðjunnar er reiknaður á verðlagi 1.958 til samræmingar við aðra liði töflunnar. Einn þriðji hluti stofnkostn- aðar Irafossvirkjunarinnar er talinn til stofn- kostnaðar Áburðarverksmiðjunnar, en verk- smiðjan notar sem kunnugt er um helming afls virkjunarinnar. Niðurstöður eru gefnar í eftirfarandi töflu: Meðal Afköst vinnu- Nýting varma stofnfjár- einingar kg olía stuðull kr/maunár Gcal Botnvörpuskip og fiskvinnsla 2,7 170,000 Hitaveita til Reykjavíkur 3,6 1.700.000 65 Gufurafstöð 4,4 1.500.000 30 Vinnsla þungs vatns 5,7 1.000.000 55 Áburðarverksm i ðjan 6,7 500.000 Landbúnaður (nýbýli) 6,7 65.000 Þegar litið er yfir þessa töflu kemur fram, að botnvörpuskipið hefur lægstan, þ. e. hagstæð- astan stofnfjárstuðul, en afköst á vinnueiningu eru hins vegar ekki sambærileg við jarðhitafyrir- tækin. Af jarðhitafyrirtækjum hefur hitaveitan hagstæðastan stofnfjárstuðul og mest afköst á vinnueiningu. Það fer nokkuð eftir aðstæðum á hverjum FORSÍDUMYNDIN á Frjálsri Verzlun, að þessu sinni, er af líkneski Guðmundar Einarssonar af Jóni biskupi Arasyni. Er Ijósmyndin tekin af frummyndinni, en styttan hefur vcrið steypt í kopar, hjá Ib Rathje í Kaup- mannahöfn, og er 2,85 m á hæð. Upphaf- lega var gert ráð fyrir að styttan yrði í minningarlundi Jóns Arasonar að Grýtu í Eyjafirði, en nú hefur verið ákveðið að hún verði sett upp framan við bæinn á Munkaþverá við hlið kirkjunnar; en í Þvcrárklaustri naut Jón biskup sinnar fyrstu menntunar. Að lokum má geta þess, að stöpullinn undir styttunni verður gerð- ur úr rauðsteini úr Ilólabyrðu. I.______________________________________________^ stað, hvort meta beri meira hagstæðan stofnfjár- stuðul eða mikil afköst á vinnueiningu. 1 láus- fjársnauðu landi hljóta menn að keppa að lág- um stofnfjárstuðli, þó með því skilyrði, að af- köst á vinnueiningu séu þolanleg. Af jarðhita- verunum uppfyllir hitaveitan þetta skilyrði bezt. Virðist augljóst, að Islendingar hljóta að keppa að sem mestri híbýlahitun með jarðhita. Vinnslukostnaður orkueiningar í jarðgufu- stöðvum mun vera sambærilegur við vatnsafls- stöðvar, en rekstraröryggi nokkru minna. Þó ber að hafa í huga, að auðveldlega virkjanlegt vatnsafl er tiltölulega lítið hér á landi. Þegar Sogið hefur verið fullvirkjað verður að leita í hinar stóru jökulár, og þá taka við tæknileg og fjárhagsleg vandamál, sem ekki hefur þurft að glíma við áður. Virkjanir hinna stóru jökulfalla kosta mjög mikið fjárhagslegt átak, og er mikið vafamál, að Islendingar geti lagt út í slíkt eins og málum er háttað í dag. Þegar svo stendur á er það mikill fengur að geta virkjað jarðgufu, þar sem haga má virkj- unarstærð eftir vild, og dreifa má stofnkostnaði á lengri tíma en þegar um stórar vatnsvirkjanir er að ræða. Það er skoðun höfundar, að tíma- bil jarðgufunnar í orkuvinnslu hér á landi muni hefjast nú, þegar Sogið hefur verið fullvirkjað. Þar mun gufan hafa mikla hagnýta þýðingu fyrir þjóðarbúið. FRJÁLS VERZLUN 29

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.