Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1958, Page 34

Frjáls verslun - 01.12.1958, Page 34
Fríverzlun Evrópu Framh. af bls. 11 Þetta á ekki sízt við aðstöðu okkar íslend- inga. Við erum þarna dregnir inn í rás atburða, sem við ráðum ekki við, en geta neytt okk- ur til þess fyrr en varir að endurskoða efna- hagsmál okkar frá rótum og byggja upp heil- brigðara kerfi innan ramma gevsilega stórs, hag- kvæms og frjáls markaðssvæðis. Ekkert tæki- færi gæti orðið heppilegra til þess að lagfæra það stórkostlega misræmi, sem allir sjá, að skap- azt hefur í verðlags- og framleiðslumálum hér á landi, og sem fyrr eða síðar hlýtur að draga stórkostlega úr vexti þjóðarteknanna. Hins vegar er þess að gæta, að vandamál okkar varðandi þátttöku í fríverzluninni eru vafalaust að ýmsu leyti meiri og erfiðari en flestra annarra ríkja, sem þar verða þátttakend- ur, jafnvel þótt við undanskiljum þá óvissu, hvort fiskafurðir verði með eða ekki, sem er að sjálfsögðu fyrsta og langmikilvægasta atriðið varðandi þátttöku okkar. Aðild íslands Helztu vandamálin þar fyrir utan eru fjögur, þ. e. samræming verðlagsins innanlands og utan, (svo að ég noti hið kurteislega orðalag hagfræðinga um það, að gengið sé of hátt skráð), afkoma iðnaðarins, landbúnaðarvandamálið og vöruskiptaviðskiptin. Um hið fyrsta, gengið, ætla ég sem minnst að ræða. Allir vita, að í þeim málum verður fyrr eða síðar að gera eitthvað, sem nær þeim tilgangi, er nauðsynlegur er. Hins vegar verð- um við einnig að gera okkur grein fyrir því, að innan fríverzlunarsvæðisins verða hendur okkar bundnari í þeim efnum en nú er. Við komumst aldrei hjá því, eftir að slíkur samningur hefur náð fram að ganga, að halda réttri gengisskrán- ingu, hvað sem á gengur. Annað vandamálið, iðnaðurinn, er að mörgu leyti í óvissu. Nokkur hluti iðnaðarins hefur notið mikillar vemdar á undanförnum árum, og það er hætta á því, að hann geti ekki allur staðizt samkeppni, þegar þeim skildi er svipt burtu. Samt verð ég að segja, að ég er alls ekki eins svartsýnn í þessu efni eins og margir aðrir. Iðnaðurinn á íslandi er sterkari, ef á heildina er litið, en virðast kann við fyrstu sýn. í fyrsta lagi verður að muna það, að mikill hluti iðnaðarins, miklu meiri hluti heldur en mann grunar að óathuguðu máli, nýtur náttúru- legrar verndar, þ. e. stundar alls konar þjónustu eða framleiðir vörur, sem í raun og veru er ómögulegt að kaupa frá útlöndum. Mestu máli skiptir þar byggingariðnaðurinn og allar frain- kvæmdir honum skyldar. Einnig má nefna við- gerðariðnaðinn, sem er geysilega umfangsmikill. t öðru lagi verður að hafa í huga, að hin háa skráning krónunnar hefur ekki aðeins áhrif á þá atvinnuvegi, sem framleiða til útflutnings, heldur hefur hún einnig áhrif á samkeppnisað- stöðu þeirra atvinnuvega, sem framleiða fyrir innanlandsmarkaðinn, þar sem hún veldur því, að innfluttar vörur er tiltölulega ódýrari heldur en ella mundi vera. Þetta vegur að sjálfsögðu verulega upp á móti þeirri háu tollvernd, sem ýmsar greinar iðnaðarins hafa notið nú um skeið. Þar að auki hefur mikill hluti iðnaðar- ins, þ. e. a. s. sá hlutinn, sem framleiðir fyrir út- gerðina, umbúðagerð, skipasmíðar, veiðarfæra- gerðir og þjónustuiðnaður alls konar, miklu erf- iðari aðstæður núna heldur en hann mundi hafa, ef samræmt væri verðlag innanlands og utan, þar sem þær vörur, sem við hann keppa, eru fluttar inn tolla- og álagalítið eða álagalaust. Og það er áreiðanlegt, að þetta er einmitt iðn- aður, sem við ættum að leggja mikla áherzlu á. Hins vegar er því ekki að leyna, að það lítur út fyrir, að óhjákvæmilegt sé fyrir Islendinga að fara fram á undanþágu frá lækkun verndar- tolla, a. m. k. um skeið, vegna iðngreina, sem hætt er við, að fríverzlun hafi óhagstæðust áhrif á. Þessar undanþágur væru til þess ætl- aðar að gefa þessum iðngreinum tækifæri til þess að gera framleiðsluna hagkvæmari. Eins og þið vitið, eiga að líða 12—15 ár eftir til- lögum, sem nú liggja fyrir, þar til tollalækkan- irnar verða fullkomlega komnar til fram- kvæmda, svo að þegar er gert ráð fyrir, að gefin verði góður tími til aðlögunar. En ef undanþág- ur eru gefnar, svo að sumar iðngreinar fái ef til vill tvöfalt lengri tíma til aðlögunar, má telja víst, að flestir mundu annaðhvort geta afskrif- að til fulls það fjármagn, sem í þessum atvinnu- greinum liggur, eða styrkt þær á þann veg, að þær geti staðizt samkeppni. Jafnframt verður að stefna að því að koma upp nýjum iðngrein- um, sem geta tekið við því fjármagni og þeim mannafla, sem losnar við það, að aðrar grein- 34 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.