Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1958, Page 35

Frjáls verslun - 01.12.1958, Page 35
ar dragast saman. En til þess þurfum við ekki aðeins aðstöðu til að ílytja út afurðir okkar, heldur vafalaust einnig erlent fjármagn til þess að byggja upp slíkar framleiðslugreinar, og hef- ur verið lögð áherzla á það í samningunum. Þriðja atriði, sem ég drap á, var landbúnaður- inn. Varðandi hann er enn allt í óvissu, en eng- ar líkur eru til, að hann verði látinn falla undir fríverzlunina. Það verða einhver ráð höfð, til þess að þjóðirnar geti verndað landbúnað sinn að meira eða minna leyti. Við eigum eftir að sjá, hvort þau ákvæði, sem í almenna samningn- um koma til að felast, verða talin nægileg til þess að tryggja afkomu íslenzka landbúnaðar- ins, en allt bendir til, að svo verði. Fjórða vandamálið eru vöruskiptaviðskiptin. Undanfarið liefur verið geysilegur halli í gjald- eyrisviðskiptum Tslands við þau lönd, sem verða á fríverzlunarsvæðinu, 150—200 milljón krónur á ári. Fríverzlunin mundi óhjákvæmilega auka þennan halla, án þess að vissa sé fyrir því, að útflutningurinn mundi aukast að sama skapi. Jafnframt er hætt við, ef öll viðskipti ættu að vera frjáls á þann hátt, sem gert er ráð fyrir innan fríverzlunarsamningsins, að aðstaða ís- lendinga til þess að viðhalda viðskiptum við vöruskiptalöndin myndi versna verulega. Þessi viðskipti gætu dregizt mjög saman, ef ekki væri hægt að beina kaupum Tslendinga að einhverju leyti til þessara mikilvægu markaða fyrir ís- lenzkar útflutningsafurðir. Hvað sem öðru líður, þá er víst, að það mundi taka langan tíma, áður en við gætum jafnað hallann gagnvart fríverzl- unarlöndunum með því að auka útflutning þangað. Þar að auki eru sumir markaðir í vöru- skiptalöndunum svo mikilvægir fyrir íslend- inga, að við verðum að halda þeim, og þetta getum við, eins og nú er háttað, því aðeins gert, að við fáum að éinhverju leyti undanþágur frá afnámi hafta, svo að hægt sé að tryggja innflutn- ing frá þessum löndum. Fram á slíka undan- þágu hefur verið farið, eins og iðnaðarmála- ráðherra skýrði frá fvrir nokkru. Jákvæð afstaða nauðsynleg Að lokum vil ég segja þetta: Við íslendingar höfum verið neyddir út í þessar samningavið- ræður nauðugir viljugir. Það er atburðarás okk- ur óviðráðanleg, sem hefur krafið okkur svars við þessum erfiðu spurningum. Vandamálin, sem við er að etja, eru mikil, og það er skylda okkar að gæta hagsmuna okkar í þeim samn- ingum, sem nú fara fram, svo sem frekast má verða. Það verður að reyna að sjá um, að við fáum þá séraðstöðu innan þessa markaðssvæðis, sem nauðsynleg er, til þess að fríverzlunin hafi ekki óhagstæð áhrif á efnahagsþróunina hér á landi. Hættan er sú, að við lítum aðeins á nei- kvæðu hliðina, lítum aðeins á þá nauðsyn að sleppa undan þeim kvöðum, sem lagðar verða á öll þátttökuríkin, en ef svo skyldi takast, þá gæti fríverzlunin aldrei orðið okkur sú lyfti- stöng, sem annars myndi verða. Við verðum að muna, að með fríverzlun opn- ast tækifæri til þess að vinna nýja markaði. Geysilega stór markaður nær S00 milljóna manna, stærsti og ríkasti markaður, sem til hefur verið í veröldinni utan Bandaríkjanna, verður þá opinn fvrir íslenzka framleiðslu.. Möguleik- ar myndu skapast til þess að nýta auðlindir landsins, sem ella væri óhugsandi fyrir þjóð, sem aðeins hefur innanlandsmarkað 160 þús- und manna. Jafnframt krefst þátttaka í frí- verzlun endurskoðunar á þeim hugsunarhætti, sem ríkt hefur liér á landi á mörgum sviðum efnahagsmála að undanförnu. Við getum ekki gengið í fríverzlun án þess að taka á oklcur áhættu; ATið Aærðum að leggja fram fé til sölu íslenzkra afurða erlendis, svo að við getum staðizt samkeppni. Við verðum að hleypa fjár- magni inn í landið til þess að við getum nýtt til fulls þær auðlindir, sem landið býr yfir. Og við verðum að opna hvern kima hagkerfisins fyrir utanaðkomandi áhrifum. Slíkt er ekki áhættulaust. Við verðum að .sýna, að við stöndumst samkeppnina, og við verðum að trúa því, að minnsta kosti þegar við leggjum út í þetta, að auðlindir landsins og sjávarins umhverfis það geti tryggt okkur inn- an þessa kerfis þau kjör, sem við getum vel við unað. En er annarra kosta völ, þegar að er gáð? Getum við einangrað okkur frá umheiminum, getum við staðið sem eitt örlítið efnahagskerfi með Bandaríkin að vestan, 300 millj. manna fríverzlunarsvæði fyrir sunnan og austurblokk- ina að austan? Getum við staðið einir, þegar 50 millj. manna þjóðir, eins og Bretar og Þjóð- verjar, og 40 millj. manna þjóðir, eins og Frakk- ar og Italir, treysta sér ekki til þess? Við erum miklir menn, Tslendingar, en erum við svona FR.TÁLS VERZLUN 35

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.