Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1958, Qupperneq 36

Frjáls verslun - 01.12.1958, Qupperneq 36
Fiskurinn mikli fyrr en á háflæðinu, ])á fékk ég fleiri. Og það fór sem mig grunaði: lognið var komið. Um lágnætti sá engan gára á vatninu nokkurs staðar, en það lyftist og hné, eins og fvrir andardrætti í djúpinu, varla eins og vatn lengur, heldur er sem blágul málmþvnna þeki ósinn gervallan og undir henni bifist lifandi vera, blíðlát og voldug í senn. Eg er löngu hættur að renna fyrir fisk núna, en sit við ána, einsamall með henni úti í nóttinni, sem er nærri því björt. Síðan líður og bíður, kannski heilt sumar, og veiðitími þcss sumars er liðinn hjá og ég aftur maður kyrrlátrar hugsunar yfir blaði og bók, unz nýtt suinar fer að syngja í taugum mínum og æð og fiskurinn mikli tekur að vaka í flji'iti drauma minna, hvort sem ég vaki eða sef. Og ég er enn við ána, niðri við ós, uppi við Álftavik, einhvers staðar þar sem vatn glitrar og skín, með veiðistöngina og pokann. Og þó það sé ekki alltaf veiði, þá er það eitthvað samt. Einn daginn rekst ég á selkóp úti á sandinum vestur með sjó, nokkurra vikna gamlan kóp. Hann grætur og grætur af því hann hefur týnt móður sinni og þorstinn kvelur hann hræðilega. Ég tek hann upp og fleygi honum í sjóinn, en hann grætur því ákafar og flýtir sér í dauðans ofboði upp í sandinn á ný og bröltir til mín, leggur sönd- ugan munninn á fót mér og lokar augunum. „Ég get ekki yfirgefið þig svona,“ segi ég og tek hann upp og ber hann heim til mín, set fvrir hann mjólk og nýjan fisk. En hann vill þá einskis neyta, hann er víst ekki vanur öðru en spenum móður sinnar, og ])á hef ég ekki við hendina. Nei, ég verð að bera hann niður í fjöruna á nýjan leik og biðja hann vel að lifa. Ilann grét þá meira en nokkru sinni fyrr, og reyndi að elta mig þegar ég yfirgaf hann. Ég veit ekki hvað um hann varð, hef ekki séð hann síðan, en ég gizka á að veiðibjallan hafi fundið hann. Já, veiðibjallan, vel á minnzt. Þegar hún sér rauðmagann í skerjaþanginu, þá bítur hún í bak- uggann á honum og stýrir honum á grunn, þar stórir? Verðum við ekki að taka þessa áhættu og ganga út í þetta ævintýri með þeim þjóð- um, sem við eigum mesta samleið með? Þess- ari spurningu þurfum við að vera viðbúnir að svara áður en langt um líður. rífur hún úr honum lungu og lifur og skilur svo hræið eftir hamla börnunum til að bera það heim og gefa mömmu sinni í soðið. Þetta og margt fleira gerir veiðibjallan, sem hún amma mín sagði að hefði himneskan anda og helvízka rödd, í mótsetningu við álftina, sem hefði helvízkan anda og himneska rödd. Eg hef aldrei getað sannprófað þessa kenn- ingu, enda þó ég fyndi eitt sinn kornungan álftar- unga við ána, móðurlausan, og sonur minn ellefu ára tæki hann í barm sinn og bæri hann heim. Við skírðum hann Hnoðra og byrjuðum að ala hann upp. Það var frábær dægrastytting að sjá liann lifa, livað hann stækkaði með degi hverjum, og sló gulum lit á nef hans og tær. En þetta endaði jafnsorglega og upphaf þess var gleðilegt: Hundurinn Frakkur deyddi Iínoðra eina nóttina og við fundum hann kaldan og stirðn- aðan þegar dagur rann. Og rödd hans og andi þá enn óráðin gáta sem leið burt í himininn með morgundögginni, en börnin sátu eftir á jörðinni í sorgum. Þetta og ekki fleira um svaninn. Um veiðibjölluna hef ég hins vegar enn þetta að segja: Þegar hún kemur svífandi hátt í lofti utan úr eyjunum, björt í fangi en á bakinu svört, þá skilst mér það æ betur og betur, hún er yfirvald annarra fugla við þessa á, jafnvel fiskanna líka. Ekki bcint drottning, heldur yfirvald, og flýgur í umboði ein- hverra máttarvalda, sem fáir vita deili á. Ég hcld hún sé tilfinningalítil og ástríðulaus og hati ekki þá sem hún eyðileggur, en hún gengur vægðarlaust eftir því sem henni ber. Fuglarnir óttast hana og virða, nema hvað lómurinn sendir henni tóninn, og krían sem er í verkakvennafélagi og demokrat og hcggur rauðu nefi sínu í allt. Þessu og mörgu fleiru hefur mér gefizt tóm til að kynnast á sumarför minni um strendur vatnanna og á langdvölum mínum þar, — á hnotskógi eftir fiskinum mikla. En hér kemur annars sagan um hann, það er þarflaust að fresta henni lengur: Eg hafði um fertugs-aldur ])egið að gjöf veiði- stöng eina, níu feta langa, af norskri gerð, létta sem fis og fjaðurmagnaða, og tók upp frá því að renna fyrir fisk í ám og vötnum mér til skemmt- unar, þó aldrei þaulsætinn við þá iðju fyrstu árin, en lét önnur störf jafnan sitja í fyrirrúmi. Þangað til kvöldið 9. júlí 195(i. Ég er þar staddur við ána, sem heitir í Álfta- viki, klukkan er átta að kvöldi, engin veiði. Ég lnifði kastað færi mínu þrásinnis og ekki orðið var, nú lagði ég stöngina frá mér á bakkann, lagðist * _rv -f : - . - '5 . * 36 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.