Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1958, Qupperneq 42

Frjáls verslun - 01.12.1958, Qupperneq 42
framtaks og í skjóli opinberrar efnahagspólitíkur, sem ekki hefur verið mótuð af sósíalistískum viðhorfum.“ — Og hann heldur áfram: „Ríkið er ekki heppilegur atvinnurekandi. Við val for- stjóra í slíkum fyrirtækjum eru oft höfð önnur sjónarmið en hæfni umsækjendanna. Opinberum fyrirtækjum hættir, frekar en einkafyrirtækjum, til þess að verða þrælar skrifstofumennskunnar. Þeim er gjarnara á að verða ósveigjanlegri og skortir fremur getu til þess að aðhæfa sig breyti- legum aðstæðum, og einkafyrirtækin eiga því auðveldara með að mæta ýmiss konar áhættum. Með töluverðum rétti má fullyrða, að við rekst- ur einkafvrirtækisins sé fvrsta boðorðið að gera eitthvað, sem er snjallt., en við rekstur opinbers fyrirtækis skipti það meginmáli, að mönnum verði engin mistök á.“ Þá hefur Ohlin ýmsu við að bæta um þá efnahagsstefnu, sem hann hefur gefið heitið lýð- ræði í atvinnumálum: „Einn þýðingarmesti þátturinn við að skapa grundvöll fyrir lýðræði í efnahagsmálum er að tryggja mikla og jafna atvinnu ásamt meðvitund borgaranna um ör- yggi fvrir því, að þeir fái atvinnu, sem vinna vilja. Þetta er höfuðviðfangsefni þeirrar stefnu, sem keppir að fullri vinnu, eða vinnu fyrir alla. Kjarni þess viðfangsefnis er að hindra efnahags- kreppur með jákvæðri atvinnupólitík. Þó er viðfangsefnið ekki aðeins að hindra kreppur, heldur einnig og stundum e. t. v. fyrst og fremst að koma í veg fyrir verðbólgu, eða þá ofspennu atvinnulífsins, sem leiðir til vinnuaflsskorts. Of- spenna á vinnumarkaðnum og jafnvægisskortur atvinnulífsins, sem af því leiðir, bjóða nefnilega heim haftabúskapnum og skömmtunarkerfinu, sem rvra kjör borgaranna sökum þess, að afköst þjóðarbúsins og tekjur minnka.“ — „Mikið vandamál í sambandi við framkvæmd stefnunn- ar um fulla vinnu er, hvernig hægt sé án ríkis- afskipta að skapa það kaups- og launaiafnvægi, sem samrýmanlegt sé föstu verðgildi pening- anná.“ Varðandi afskioti hins oninbera af atvinnu- málum fram vfir það. sem greint er, hefur Ohlin sett fram þá skoðun. að ríkið eigi aðeins að beita sér fyrir að marka stóru línurnar á vissum sviðum atvinnumála eða það. sem hann kallar ..ramhushállning“, sem á „í stórum dráttum að takmarka sig við að sníða efnahagsstarfseminni stakk, t. d. með ákveðinni tolla- og skattapólitík, kreppuvarnarpólitík, eftirliti með einkasölum o. fl. Innan þeirra ramma, sem almannavaldið setur, eiga einstaklingarnir að hafa athafna- frelsi. Þess vegna fá markaðslögmálin að njóta sín þar að mestu óskert.“ Félagslegur markaðsbúskapur tryggir rétt neytandans „Það eina frelsi, sem verðskuldar nafnið frelsi, er frelsið til þess að leita eigin lífsliamingju eflir eigin geðþótta, svo lengi sem við sviptum ekki aðra þeirra vel- farnaði eða liindrum þá i að ná honum." John Stuart Mill „Fáir munu verða til þess að andmæla því, að verðmyndunin er ein veigamesta uppistaða þeirra búskaparhátta, sem við þekkjum. Verð- myndunin hvetur til framleiðslu og framboðs á þeim vörum og þjónustu, sem fólk hefur vilja og getu til þess að kaupa og skapar mögu- leika á, að framleiðsluöflin beinist að slíkri starf- semi. Sú frandeiðsla, sem neytendur telja minna virði og vilja því greiða lægra verð fyrir, verður að víkja fyrir framleiðslu þeirra vara, sem þeir sækjast fremur eftir og eru því fúsir að greiða tiltölulega hærra verð fyrir. Samkeppnin hefur tilhneigingu til að stuðla að því, að þeir fram- leiðendur og kaupmenn, sem bezt og við væg- ustu verði geta fullnægt óskum neytendanna, sitji að viðskiptunum og færi út kvíarnar í rekstri sínum, en hinir verða að draga saman seglin. Frjálst neyzluval hefur í för með sér, að hver einstaklingur fær í hendur vald og rétt til þess að taka sjálfur ákvörðun um það, hvernig hann vilji verja tekjum sínum, þ.e.a.s. hvernig hann vilji skipta þeim niður á neyzlu einstakra hluta. Þetta er vissulega í samræmi við frjálslynda lýðstjórnarhugsun. Hins vegar er verðmyndunin ekki án galla. A öllum stjórn- skipunarlögum og efnahagskerfum eru einhverjir misbrestir, og er hinn sósíalistíski áætlunarbú- skapur þar langt í frá að vera annarra eftir- bátur. Verðmyndunin, sem einnig má nefna „markaðsbúskap“, starfar því aðeins snurðu- laust, að þrjár meginforsendur séu fyrir hendi: í fyrsta lagi að lítil brögð séu að einkasölusamn- ingum til takmörkunar á samkeppni eða a. m.k., að af þeim leiði ekki minnkaða framleiðni fyrir- tækjanna eða of hátt söluverð vöru samanborið við framleiðslukostnað. I öðru lagi ber nauðsyn til peninga- og kreppuvarnarpólitíkur, sem tryggi fasta og jafna atvinnu og þar af leiðandi tiltölulega fastar tekjur, ásamt tryggingarlög- 42 PRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.