Frjáls verslun - 01.12.1958, Síða 44
Árið 1931 var íslenzkum útgerðarmönnum þungt
í skauti, enda hefur það hlotið nafnið kreppuárið
mikla. Fiskbirgðir voru miklar og ársaflinn mcð
meira móti. Þurfti að koma í verð um 85 þús. smál.
af fiski, miðað við fullverkaðan fisk. Þegar við
þetta bættist mikið framboð á fiski frá Noregi og
öðrum fiskframleiðslulöndum, var Ijóst, að óvæn-
lega liorfði um viðunandi verð á fiskframleiðslu
fslendinga. Þessi varð líka raunin. Verðið fór sí-
lækkandi og var svo komið í byrjun desember 1931,
að ekki var greitt nema 45—50 kr. út á stórfisks-
skippundið í umboðssölu.
Hagur útgerðarmanna versnaði stórum og kom-
ust margir þeirra í fjárþrot. Margir í þessum hópi
voru vel bjargálna, en verðfallið sópaði burt á
svipstundu arðinum af margra ára striti þeirra.
Eðlileg afleiðing þessarar þróunar varð sú, að
útgerðarskuldir hækkuðu ískyggilega hjá aðallána-
stofnunum útgerðarinnar, Landsbankanum og Út-
vegsbankanum. Forráðamenn þessara stofnana
sáu, að hér var mikil vá fvrir dvrum og þörf skjótra
aðgerða til úrbóta.
Um þetta leyti var fiskverzlunin að miklu leyti
í höndum útgerðarfélaganna Kveldúlfs og Alliance
í Reykjavík. Auk þess höfðu margar fiskframleið-
endur við Faxaflóa myndað með sér samtök um
fisksölu, sem nefnd voru Fisksölusamlögin við
Faxaflóa. Þótt þessir aðilar hefðu betri aðstöðu til
þess að koma sínum fiski í verð en aðrir fiskfram-
leiðendur, þar sem þeir höfðu reynd og víðtæk
viðskiptasambönd erlendis, töldu þeir svo mikils-
vert. að reynt yrði að koma á allsherjarsamtökum
fiskframleiðenda um sölu á saltfiskinum, að þeir
féllust á, að sambönd þeirra flvttust vfir á hendur
væntanlegs sölusambands.
Niðurstaða þessara umræðna, sem fóru fram
vorið 1932, varð sú, að snemma í júlí 1932 var
stofnað: Sölusamband ísl. fiskframleiðenda.
Fyrstu stjórn sölusambandsins skipuðu: Kristján
Einarssons, Ólafur Proppé og Rich. Thors, sem var
formaður félagsskaparins, þar til hann var endur-
skipulagður, en meðstjórnendur: bankastjórarnir
Magnús Sigðurðsson og Iíelgi Guðmundsson. Aðal-
kjarninn í þessum samtökum voru þeir 3 aðilar,
sem fyrr eru nefndir, en margar útgerðarmenn og
samlög gerðust skjótt þátttakendur í samtökun-
um. Sölusambandið seldi um 90% af þeim fiski,
sem fyrir lá við stofnun þess og aflað var síðar á
árinu.
Árangur þessara samtaka varð sá, að framboð-
um fækkaði og meiri ró færðist yfir fiskverzlunina.
Viðskiptasamningur við Kubu
Þann 29 sept. s.l. var undirritaður í Washington
viðskiptasamningur milli ICúbu og íslands til
tveggja ára.
Fyrsta grein samningsins kveður á um, að þjóð-
irnar tvær veiti hvor annarri „beztu kjör“ á toll-
um, tollaviðbótum og konsular gjöldum, svo og
öðrum gjöldum. Ilin beztu kjör skulu einnig ná til
reglna og framkvæmdaaðferða við leyfisveitingar
og tollaafgreiðslu.
í annarri málsgrein fyrstu greinar fallast báðir
aðilar að veita hvor öðrum engu síðri kjör
en þriðja aðila í gjaldeyrissölu vegna kaupa á
vöruin og sömuleiðis við ákvarðanir á magni, sem
innflutningur verði leyfður á.
Undantekning frá grein eitt er, að þau kjör, sem
Kúba veitir Bandaríkjum Norður-Ameríku, skuli
undantekin, þegar rætt er um beztu kjör, sem
Kúba veitir öðrum þjóðum.
ísland lofar að flytja inn frá ICúbu 75% af innan-
landsneyzlu á hrcinsuðum sykri, þó ekki minna en
4.004 tonn á ári næstu tvö árin.
Sykurinn skal vera fáanlegur á frjálsum mai'k-
aði, og skal verð og kjör miðast við hann. Sykur-
inn greiðist í U.S. dollurum.
fsland lofar að kaupa vindla fyrir $5.000 og
romm fyrir $3.000 hvort ár næstu tvö árin.
Kúba lofar að ísland megi flytja vörur til Kúbu
fyrir allt að $750.000 á ári, og skuli sá útflutningur
njóta þeirra beztu kjara, sem nefnd eru í grein eitt.
Gert er ráð fyrir, að sama gildi um innflutning
á kúbönskum vörum til íslands og fram er tekið
um íslenzkar vörur, sendar til Kúbu. Einnig er
tekið fram að íslenzkar vörur skuli greiðast í
TJ.S. dollurum.
Hækkaði sölusambandið verðið þegar á fiskinum
og fór verðið hækkandi eftir því sem á árið leið.
Á árinu 1932 seldust 71 þús. smálestir, miðað
við verkaðan fisk. Árangur samtakanna varð
þannig strax glæsilegur og langt fram yfir það,
sem mcnn höfðu gert sér vonir um.
Af þessari frásögn má sjá, hve mikil nauðsyn
var á því að hafa saltfisksöluna á sterkri hendi,
þegar erfiðleikarnir voru hvað mestir um söluna.
Stofnun sölusambandsins bar ótrúlega skjótan
árangur til bjargar aðþrengdum framleiðendum,
svo og þjóðinni allri, sem á afkomu sína að miklu
leyti undir því, hvernig til tekst með sölu sjávar-
afurðanna.
44
FRJÁLS VERZLUN