Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1961, Side 20

Frjáls verslun - 01.04.1961, Side 20
Valdixnar Kristinsson: Á ferð með landfræðingum Það var sundurleitur hópur, sem liittist fyrir ut- an Gamla-Garð laugardagsmorguninn 23. júlí sl. Alls rúmlega 30 manns af 10 þjóðum. Bandaríkja- mennirnir voru átta, og meðal þeirra hin sjötuga Gosið úr stóru borholunni í Hveragerði var stórfengleq og ævin- týraleg sjón, sem vakti geysihrifningu Helen White, sem var aldursforseti hópsins. Svíarnir voru fjórir og jafnmargir Frakkar og Belgir. Þjóð- verjar áttu þrjá fulltrúa og Danir einn, og síðan voru tveir ítalir, tveir Rússar og tveir Japanir. Eru þá aðeins íslendingar ótaldir. Eftir að skipzt hafði verið á kveðjum og gefnar nokkrar upplýsingar, arkaði hópurinn upp í Þjóð- minjasafn. Var það skoðað af miklum áhuga, og einnig Listasafnið. Eftir hádegið var ferðinni fyrst heitið til Ilafnarfjarðar. Koma átti við á Oskju- hlíð, en þegar farið var fram hjá henni, gerði svo svarta skúr, að ekki sást í hitaveitugeymana frá veginum, og var því ekki stanzað þar fyrr en á leiðinni til baka. í Hafnarfirði var fiskiðjuver bæjarútgerðarinnar skoðað. Var þar allt í fullum gangi og vakti óskipta athygli ferðamannanna. Annar ítalanna hafði reyndar greinilega mestan áhuga á starfsstúlkunum, en aðrir létust a. m. k. hafa enn meiri áhuga á fisk- inum og vélunum. Frá fiskiðjuverinu var gengið til Hellisgerðis og garðurinn skoðaður. Eftir að farinn hafði verið hringur um Ilafnarfjörð var ekið sem leið liggur aftur til Reykjavikur. Rjómapönnukökunum, sem sérstaklega höfðu verið pantaðar í Nausti, voru gerð góð skil. Og síðan var enn haldið út úr bænum. Fyrst var stanzað á Blikastöðum og skoðuð fjós og hlöður Sigsteins bónda. Þurfti margs að spyrja urn nytina í kúnum, heyöflun og fóðurblöndur og annað, sem of langt yrði upp að telja. Síðan var ekið að dælu- stöð hitaveitunnar að Reykjum. Þó að þar séu ekki fyrirferðarmikil mannvirki, eru þau mikil undur í augum flestra útlendinga. Niðri í kjallaranum var að venju yfir 40 stiga hiti á Celcius og þótti jafnvel hinum kulvísustu nóg um. Voru nú vasabækurnar mjög á lofti og skrifuðu ýmsir mikið. Um kvöldið bauð bæjarstjórn Reykjavíkur hópn- um til kvöldverðar að Skúlatúni 2. Fararstjórinn, 20 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.