Frjáls verslun - 01.04.1961, Side 22
suma, en þarna fór allt fram samkvæmt fyrirfram-
gerðri áætlun.
Daginn eftir var svo nágrennið skoðað. íslend-
ingarnir voru mikið búnir að vonast eftir góðu
veðri þennan dag, til þess að Mývatnssveit nyti
sín í allri sinni dýrð, en það gekk á með skúrum
og var heldur þungbúið, þó að þurrt væri á milli.
Byrjað var á hverunum í Námaskarði, og munaði
minnstu, að sumir gengju í þá af áhuga einum
saman. Því næst var gengið á Námafjall og kom
þá sólin fram úr skýjaþykkninu rétt sem snöggvast.
Var sú „tillitssemi" mjög lofuð.
„Kirkjan“ í Dimmuborgum var skoðuð, og sið-
an var siglt út í Geitey. Var hópurinn ferjaður
þangað í tveimur ferðum, í sama bátnum og haldið
hafði uppi ferðum yfir Mývatn áður en vegur var
lagður að Reykjahlíð. Tiltölulega fáir ferðamenn
liafa komið út í Geitey, en hún er hið merkilegasta
fyrirbæri og vakti óskipti athygli. Eyjan er mynduð
af mörgum smáum gígum, heilum og hálfum, því að
suma hefur vatnið sorfið, og er hún þakin mjög
ríkulegum gróðri.
Að „sjóferðinni“ lokinni var ekið í kringum Mý-
vatn. Vildu sumir í hópnum ekki almennilega trúa
kenningum Sigurðar Þórarinssonar, að allt væru
gervigígar, sem hann sagði vera það — þóttu þeir
furðu stórir. Þó nrunu flestir hafa sannfærzt að lok-
um.
Þorski og kjötsúpu gerð góð skil
A fiinmta degi var löng leið fyrir höndum. Ekið
var yfir Jökulsárbrú hjá Grímsstöðum og síðan
að Dettifossi. Þar var dumbungsveður, og jók það
enn á hrikaleik náttúrunnar. Fossinn virtist orka
mjög á hugi ferðamannanna, og einn þeirra, sem
var frá Bandaríkjunum, sagðist hafa séð alla helztu
fossa í sínu landi, en aldrei hefði hann séð neinn,
sem væri jafnmikilúðlegur og tröllslegur og Detti-
foss. — Síðan var ekið að Hafragilsfossi og hann
skoðaður úr nokkurri fjarlægð; einnig hann þótti
tilkomumikil sjón.
Var nú ekið í norður og síðan farið aftur yfir
Jökulsá og inn í Ásbyrgi. Þar var þurrt en heldur
kaldranalegt veður. Þó voru brauðpakkarnir, sem
teknir voru með frá Reynihlíð, borðaðir úti. Þetta
var í eina skiptið í ferðinni, að nesti var tekið með.
Matur var alls staðar góður, og yfirleitt mjög
góður, og virtust allir sammála um að svo væri.
Að vísu er íslenzkur matur ekki fjölbreyttur á borð
við það, sem víða gerist erlendis, en reynt var að
haga pöntunum þannig, að sem mest fjölbreytni
yrði. Gúrkur og tómatar virtust bornir fram með
öllum mat og héldu sumir, að þetta væru þjóðar-
réttir, en sannleikurinn var sá, að þeir innfæddu
í hópnum héldu sig mest að kartöflunum.
Engum skal þakkað, þótt hann geti borðað lax
og vel valið nautakjöt, en þorski og kjötsúpu voru
einnig gerð góð skil. Jafnvel alvanir rauðvíns-
drykkjumenn virtust kunna vel við að drekka blá-
vatn með matnum, en smám saman vandist mann-
skapurinn á pilsnerinn okkar. Annar Rússanna vildi
þó alltaf drekka kóka kóla.
Hellirigning var á Tjörnesi, en þar var farið um,
og fengu því hin fornu jarðlög að hvíla í friði. Síð-
an var ekið um Húsavík og aftur til Akureyrar.
Var nú ástandið sýnu verra á Ilótel KEA en
fyrr í ferðinni, og þurftu enn fleiri að gista úti í
bæ. En nú var líka þremur dögum lengra liðið frá
hinni upphaflegu pöntun á herbergjunum en fyrra
sinnið, svo að ekki var óeðlilegt þó að ruglingurinn
hefði aukizt!
Daginn eftir var fyrst skoðuð Krossanesverk-
smiðjan, en síðan haldið vestur og suður á bóginn
á ný. Helzt þótti það sumum að, að ekki skyldi
hægt að eyða heilum degi á Oxnadalsheiði. Svo að
með sanni má segja, að áhugamálin hafi verið
margvísleg! Skoðað var minjasafnið í Glaumbæ, og
vakti það óskipta athygli ferðamanna. Því næst
var ekið sem leið liggur að Hreðavatni. Á Hótel
Bifröst var skipulag allt hið bezta og viðurgjörn-
ingur góður; var gist þar um nóttina.
Skyr og óvaxtagrautur
Nú átti að halda ferðinni áfram, um Suðurland,
án viðkomu í Reykjavík. Skoðaður var hinn frægi
Deildartunguhver í Reykholtsdal og síðan ekið um
Uxahryggi. Efst í Lundarreykjadal eru mörg ör-
nefni kennd við England, svo sem bær, háls, flói og
foss. Sannast þar hið fornkveðna, að viðar er Eng-
land en í Kaupmannahöfn.
í Valhöll var landfræðingunum boðið til hádegis-
verðar af ríkisstjórninni. Þar var viðskiptamála-
ráðherra gestgjafi og kvað hann íslendingum mik-
ilvægt að fá svo góða gesti og áhugasama um land
og þjóð. Enda háfa margir, sem þarna voru við-
staddir mjög góð tækifæri að koma því á framfæri,
er fyrir augu bar. Má sem dæmi nefna Chabot, einn
frægasta landfræðing Frakka, Leighly, einn þekkt-
asta loftslagsfræðing í Bandaríkjunum, Cressey,
forseta landfræðiþingsins í Washington 1952 og
22
FRJÁLS VERZLUIf