Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 1

Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 1
PKJÁLS VERZLUN Út'j.: Frjúls N'crzlun Uli;áfufélag h/f liiltlió.i: s N'uUiintur Kristinsson Ititnejnd: ljirgir Kjaran, forniaður (’iisli Kinarsson Gunuar Magnússon í ÞESSU HEFTI: VALDIMAR KRISTINSSON: Frelsi og lramfarir öllum til handa ★ SVEINN ÁSGEIRSSON: Um verðlagshöft og frjálsa álagningu ★ SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON: Framkvæmdir Björgvinjarmanna á ísafirði ★ JÓNAS H. HARALZ: Framvinda án verðbólgu ★ ÞÓR GUÐJÓNSSON: Fiskeldi — ný atvinnugrein ★ MAGNÚS KJARAN: Islenzk tímarit til síðustu aldamóta ★ ÞÓRIR BERGSSON: Stefnumót ★ GUÐMUNDUR G. HAGALÍN: Hundar og menn o. m. fl. Stjóm útgáfujélagi FRJÁLSRAR VERZLUNAR Birgir Kjaran, fonnaður • Gunnar Magnússon Helgi Ólafsson Sigurliði Kristjánsson Þorvarður J. Júlíusson Skrijstofa: Vonarstrseti 4, 1. hæð Simi 1-60-85 — Póithólf 1103 VJKINGSPRENT H.F. PHKNTMÓT HF FRJÁLS VERZLUN 21. ÁRGANGUR — 6. HEFTI — 1961 Sr. Bjarni Sigurðsson, Mosfelli: Jól Eg þelcki mann, greindan og rökvísan, sem skýrgreina vill alla hluti. Ilann er dálítið hreykinn af því, hve hleypidómadaus hann sé, óháður allri tilfinningasemi. Og ég býst við, að lianh virði fœðingar- hátíð frelsarans fyrir sér köldum, rannsalcandi augum raun- hyggjumannsins. Vissulega er varúð og gagnrýni góðra gjalda verð, en ef þatmig finnst allur sannleikunnn, live snauð og Utilsigld verður tilveran þá ekki? Við höfum séð Gidlfoss í fegursta sumarskarti, þegar úði hans baðar sig í litrófi regnbogans. Nú hefir lcunningi minn rétt fyrir sér um það, að við getum sagt fyrir um efnafræði- legt gildi vatnsins, og sú samsetning sýnist harla einföld. Víst eru þar veigamikil sannindi. En þegar við tölum urn kon- ung fossanna, höfum við annað í huga, sem óslimögun skýr- greiningarinnar nær eklci til með rökvísi sinni. Til að njóta þess þarf að veita því viðtöku, sem verður aldrei kveðið að í orði. Sannindi trúarinnar eru eklci meðfœri mannlegrar rökvísi, cn áhrif liennar leynast ekki án vitnisburðar. Veglegar við- tökur hins góða, frjóa og mannbœtandi er mikil dyggð. Sá hugur og það hjarta, sem tekur við, viðurkennir og býður velkomið hið jákvœða og fagra, er það birtist, er mikil náðar- gjöf. Næst snillinni og veglyndinu er getan til að þekkja það og veita því viðtöku. Það er dásamlegt að eiga sér skapandi kraft, en þótt oss sé áfátt í því efni, býr í oss hœfileiki til að viðurkenna gildi hans, er hann birtist, en úthýsa honum ekki. Hún er eklci auðveld lcrafa jólanna, að veita boðskap mann- lcynsfrelsarans viðtöku, en sú krafa er vegleg. Og ég get hugs- að mér, að þegar lífssólin gengur til viðar, muni Ijúfustu minningar okkar bundnar fullnægju þeirrar kröfu í lífi og starfi. — Líf okkar er eitt, það skyldi vera heilt. Og það má elcki henda okkur að hafna því, sem dregur hœst, varir lengst °(1 gjörir œvina þess verða að lifa liana umfram aðra hluti. Gleðileg jól.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.