Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 24
lenzkra króna, til klaks og seiðaeldis á rúmlega 25 fisktegundum, og var bróðurparturinn notaður til klaks og eldis laxfiska. Rannsóknir á fiskeldi Þar sem svo miklum fjármunum er varið árlega til fiskeldis, skíptir miklu máli, að þeim sé skyn- samlega varið, og að sem beztur árangur náist í eldinu. Er því unnið að tilraunum og rnnnsóknum á binum ýmsu sviðum fiskeldis, og befur starfsemi af bví tagi mjög verið aukin nú síðustu árin. Ttann- sóknir hafa verið framkvæmdar á bínum ýmsu báttum fiskeldis svo sem á tækni við eldið. á fóðr- unaraðferðum, á næringarþörf fiskanna o<* á gildi einstakra fóðurtegunda og fóðurblandna. á siúk- dómum í fiski og lækningu beirra og á siúkdóms- vörnum. Niðurstöðurnar bafa begar boríð bnn11 árangur. að meðalframleiðsla alifisks á flatarein- ingu befnr aukizt.. kostnaður við eldið befur lækk- að og heilbrigði fisksins befur batnað. ATeiri kröfur eru nú gerðar til undirbúningsmenntunar eldis- manna en áður, enda er fiskeldi margbrotið og verðnr stöðugt umfangsmeira eftir bv1< sem ]iekk- ing á þvi eykst L. R. Donaldson, prófessor, heldur á kynbættum kóngslaxi Fiskeldi í Washingtonháskóla Margar rannsóknarstofnanir hafa risið upp til þess að vinna að verkefnum á bessum sviðum. Bandaríkjastjórn ein rekur nú tólf slíka.r stofn- anir, og tilraunir og rannsóknir eru framkvæmdar á vegum einstakra rikja og í háskólunum. Of langt mál yrði að gera skil bv* helzta, sem unnið hefur verið að rannsóknum í cldismálum í Bandaríkj- unum, og skal látið nægja að skýra lítils báttar frá hluta af starfi, sem unnið hefur verið í Fiski- fræðidcild Washingtonháskóla í Seattle í Washing- tonríki, sem tvímælalaust stendur fremst af háskól- um vestra á þessu sviði. Maðurinn, sem mest hefur hvílt á i Fiskifræði- deildinni á sviði fiskeldis, og sá, sem verið hefur lífið og sálin í starfsemi á jiessu sviði, er dr. Lauren R. Donaldson, prófessor. Dr. Donaldson hefur verið prófessor í fiskifræði í nær b*'já áratugi. Hann hefur unnið mest að tilraunum með fóðrun á laxfiskum, einkum á kóngslaxi og á regnbogasilungi, og að kynbótum á sömu fisktegundum, sem hann hefur orðið frægur fyrir. Hefur m. a. mátt lesa um fisk- kynbótatilraunir hans í íslenzkum dagblöðum. Dr. Donaldson hefur jafnframt prófessorsstarfinu verið forstjóri fyrir rannsóknarstofnun Washingtonhá- skóla á sviði áhrifa geislavirkra efna á lagardýr. Auk þess hefur gætt mikilla áhrifa frá prófessornum á framfarir í veiðimálum í Washingtonríki og reyndar víða, bar a meðal á laxaeldi í sjóblöndu. Þá hafa margir stúdentar víðs vegar að úr heim- inum notið kennslu hans og leiðbeininga, m. a. í sambandi við rannsóknarverkefni, og er greinar- höfundur í hópi þeirra. Við Fiskifræðideildina hefur verið unnið að mörg- um verkefnum á sviði laxfiskaeldis og fiskræktar, en hér verður aðeins vikið að þremur þeirra, sem sé tilraunum með fiskfóður, laxfiskakynbótum og rannsóknum á átthagavísi silfurlax. Fiskfóður Val á hæfu fiskfóðri er eitt erfiðasta vandamál fiskeldis. Þegar fyrir aldamót voru laxfiskaseiði fóðruð stuttan tíma í bandarískum klakhúsum, þegar þau höfðu notað næringuna úr kviðpokanum. Margs konar fóður, bæði soðið og ósoðið, var not- að, svo sem kjöt- og fiskmeti, hænuegg og mjöl- matur, og reyndust innyfli nautpenings og svína vel, einkum var hrá nautalifur gott fóður. Það var fyrst á þriðja tug þessarar aldar að farið var að gefa gaum að næringarþörf laxfiska 24 PRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.