Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 3
og ein helzta ástæðan fyrir skiptingu þeirra í stjórnmálaflokka byggist á henni. Og þetta er stöðugt umræðuefni manna. En ekki ætti að skaða þó að einni stuttri grein um málefnið sé bætt við þann aragrúa, sem fyrir er. Fyrst og fremst verður miðað við íslenzkar aðstæður, að svo miklu leyti sem þær eru frábrugðnar því, sem gerist í öðrum löndum. Ef öllum dægurmálum er sleppt, en vikið að undirstöðuatriðunum, þá kemur eignarétturinn hvað fyrst í hugann. Er eignaréttur einstakling- anna mikilvægur til að ná þeim markmiðum. sem stefnt er að? — Eignarétturinn er áreiðan- lega mikilvægur til að fá einstaklingana til að leggja sig fram í starfi sínu og verður þannig öllu þjóðfélaginu til góðs. Þetta þarf þó frekari athugunar við, og verður rætt um það síðar. En eignarétturinn hefur öðru lilutverki að gegna, sem er jafnvel enn mikilvægara, og það er að dreifa valdinu. Mikilli eign fylgir að jafnaði mikið vald, sem getur reynzt, frelsinu hættu- legt. Fáir einstaklingar mega ekki verða of vold- ugir á þennan hátt, hvorki í nafni ríkisins, stofn- ana, einstakra fyrirtækja, né vegna mikils per- sónulegs auðs. Reynslan hefur sýnt, að engum er fullkomlega að treysta í þessu sambandi. En þó að eignir verði eðlilega allmisjafnar, þurfa þær að dreifast á sem flestar hendur. Og mikið af því, sem nú er kallað í eigu hins opin- bera, ætti að skiptast á milli borgaranna, enda myndi þá valdinu dreift um leið. T ekjuskiptingin Tekjuskiptingin er næsta atriðið, sem þarf að gera sér grein fyrir. Tekjumismunur þarf að vera töluverður til þess að tryggja framfarir. Um þetta ætti ekki að þurfa að vera ágreiningur, þegar hugsað er til reynshi þjóðanna fyrr og síð- ar, bæði í austri og vestri. En hversu mikill þarf mismunurinn að vera? Hann þarf að vera svo mikill að fullum afköstum sé náð hjá öllum þeim hæfileikamestu — í þjóðfélagi, sem sér fyrir öll- um sínum þegnum, einnig hinum sjúku og öldnu, að svo miklu leyti, sem þeir geta ekki gert það sjálfir. Þetta er að vísu mjög almennt orðað, enda verður aðeins gefin almenn regla í þessu sam- bandi, þar sem vissulega er ekki hægt að dæma nákvæmlega um hæfileika og afköst manna. Einnig þarf tekjumismunur án efa að vera mis- mikill eftir þjóðfélögum, til þess að fullum af- köstum sé náð. I hinu íslenzka þjóðfélagi, sem hér er fyrst og fremst hugsað til, bendir margt til, að hann megi vera minni en víðast annars staðar. Smæð þjóðarinnar og tiltölulega jafn þroski hennar slcipta miklu máli í þessu sam- bandi. Of langt hefur þó verið gengið í jöfnun- aráttina hér á landi og í sumum tilfellum allt of langt. Þegar meira er upp úr því að hafa að vera leigubílstjóri heklur en háskólakennari, þá er það ekki jafnrétti, heldur hefur hlutunum beinlínis verið snúið við. Enginn skyldi ætla, að menntun væri mikils metin í slíku þjóðfélagi og óvarlegt er að treysta á það, að menntunaráhugi verði stöðugt jafnmikill, þegar svo er um hnútana búið. Einnig hefur hvers konar ábyrgð í starfi löng- um verið vanmetin á Islandi. Ríkir hér eins konar oftrú á heiðarleika manna? Eða hefur bara verið ætlazt til, að fríðindi og bitlingar bættu u]>jj launin? Þjóðfélagið liefur áreiðanlega ekki hagnazt á slíkum hugsunarhætti. Nokkrar stéttir hafa gert uppreisn gegn órétt- lætinu og skírskotað til góðrar aðstöðu sinnar til starfa erlendis. Eins og oft vill verða, hafa kröfurnar gengið of langt. Við hvorki getum, viljum né þurfum, afkastanna vegna, að hafa sama launamismun og tíðkast erlendis. Þegar einhver sanngjarn meðalvegur hefur verið fund- inn, og farið er að taka fullt tillit til hæfileika manna, náms, afkasta og ábyrgðar, þá höfum við siðferðilegan rétt til að ætlast til þess, að allir íslendingar vinni landi sínu, en ekki öðrum þjóðum. Að vísu ber að líta með skilningi á að- stöðu örfárra, sérstakra hæfileikamanna, sem ekki fá störf við sitt hæfi í okkar litla þjóð- félagi. En sem betur fer þurfa fæst oklcar að hafa áhyggjur af því, að við séum of gáfuð fyrir Island. Tekjuskcrttar Nátengd tekjuskiptingunni eru skattamálin, og þá fyrst og fremst hinir stighælckandi tekju- skattar. Mikið hefur verið rætt um skattamálin hér á landi að undanförnu, enda var stighækkun skattanna ekki orðin í neinu samræmi við verð- gildi krónunnar. Þetta hefur nú verið leiðrétt að nokkru, og von er á heildarendurskoðun á skattamálum félaga. Fróðustu menn munu vera sammála um, að FRJÁLS VERZLUN 3

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.