Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 16
vinjarmenn stofnuðu til á ísafirði og í Bolungar- vík árið 1788 og næstu árin þar á eftir og leitazt hefir verið við að gera grein fyrir hér að framan, eru fyrir margra hluta sakir mjög athyglisvert fyrir- bæri í atvinnusögu íslands. Hér var um að ræða stórframkvæmdir á þeirra tíma vísu, ekki hvað sizt miðað við það, sem framkvæmt var á íslandi á þessum árum og lengi síðan. A þetta jafnt við, hvort sem Iitið er á framtak einkaaðila eða stjórn- arvalda. Eins og áður hefir verið sýnt fram á, eru hinar miklu byggingarframkvæmdir augljós vottur þess, að hér átti upphaflega að tjalda til meira en einnar nætur. Skal nú bent á meginorsakir þess, að Janson og félagar hans réðust með slíkum krafti í þetta fyrirtæki, sem síðan hlaut svo skjótan endi. En um sömu orsakir er að ræða að því er varðar aðra kaupsýslumenn úr ríkjum konungs, sem settu upp útibú á íslandi á fyrstu árum fríhöndlunarinnar. Þegar ákveðið hafði verið að gefa verzlunina við ísland frjálsa öllum þegnum Danakonungs, var ný- afstaðið mikið blómaskeið í siglingum og verzlun Danaveldis. Stafaði þetta blómaskeið af frelsisstríði Norðurameríkumanna gegn Bretum og styrjöld þeirri sem af því hlauzt í Evrópu, en inn í hana drógust gegn Bretum aðrar helztu siglingaþjóðir álf- unnar, Frakkar, Spánverjar og Hollendingar. Afleið- ingin varð sú, að verzlunarflotar þessara þjóða urðu meira eða minna óvirkir meðan á styrjöldinni stóð. Við þetta sköpuðust nýir möguleikar fyrir skipaeig- endur hlutlausu þjóðanna, sem þegnar Danakonungs færðu sér vel í nyt, og jukust verzlun og siglingar Danaveldis meira en nokkru sinni áður. Þessi að- staða kom að sjálfsögðu skipaeigendum og öðrum kaupsýslumönnum í Kaupmannahöfn að mestu gagni, en hún hafði líka mjög örvandi áhrif á verzl- un og siglingar annarra borga í löndum konungs. einkum í Noregi og hertogadæmunum. Þessum uppgripaárum lauk svo, er friður var saminn árið 1783, og urðu þá margir, sem teflt höfðu á tæpasta vaðið og ekki gætt þess að draga saman seglin í tæka tíð, gjaldþrota, en ýmsa aðra, sem hyggnari höfðu verið og græðzt vel fé, vantaði híns vegar ný athafnasvið fyrir skip sín. Helztu skipaeigendur í Kaupmannahöfn höfðu raunar skapað sér það góða aðstöðu í siglingum til fjar- lægari landa, að þeir gátu látið skip sín halda þeim atvinnuvegi áfram, en öðru máli gegndi um þá, sem minna máttu sín, einkum ef þeir voru bú- settir í öðrum borgum Danaveldis, svo sem í borg- um Noregs og hertogadæmanna. Margir skipaeig- endur, einnig þeir, sem búsettir voru utan Kaup- mannahafnar, höfðu svo allmikla atvinnu af því að leigja skip sín til flutninga fyrir einokunarverzl- un konungs, ekki sízt í Móðuharðindunum, þegar meira þurfti að flytja til íslands af nauðsynjavör- um en nokkru sinni fyrr. En þessi atvinnuvegur hvarf alveg úr sögunni, þegar einokunin var af- numin. Þannig var þá í aðalatriðum ástandið í verzlun og siglingum Danaveldis, þegar auglýsingin um fríhöndlun á íslandi var birt haustið 1786, og þegar það er haft í huga, verður auðskilið hvers vegna þessi auglýsing vakti svo mikinn áhuga kaupsýslu- manna í Noregi og hertogadæmunum. Þá vantaði ný athafnasvið og þeir vildu hafa hraðann á að skapa sér góða aðstöðu á íslandi, áður en aðrir keppinautar kæmu til. Ef til vill hafa þeir búizt við skjótfengnari gróða á íslandi en raun varð á, og þá var þess ekki að vænta, að þeir héldu þar áfram verzlun eða öðrum atvinnurekstri, ef þetta hindraði þá í að taka þátt í öðrum og gróðavænlegri at- vinnuvegi. Sú aðstaða skapaðist upp úr 1792, þegar styrjaldir brutust út að nýju í Evrópu vegna frönsku stjórnarbyltingarinnar, og því lengur sem þetta ástand varði, þeim mun meira jókst eftir- spurnin eftir skipum hlutlausra þjóða til alls konar flutninga, auk þess sem flutningsgjöldin fóru sí- hækkandi. Fyrir þá, sem höfðu aðstöðu til að sinna þessum atvinnuvegi, gat verzlunarrekstur á íslandi, sem alltaf krafðist mikils skipakosts, alls ekki borg- að sig, og gildir þetta um þá kaupsýslumenn, sem sett höfðu upp útibú í landinu. Bæði Björgvinjarmenn og Altonamenn hættu öllum teljandi verzlunarrekstri á ísafirði árið 1794 og sendu næstum því engar vörur þangað það ár, og í rauninni lá verzlun þar að miklu leyti niðri árin 1794 og 1795. þessir menn, sem höfðu aðalat- vinnurekstur sinn utan landsins, voru á engan hátt nauðbeygðir til að starfrækja útibú sín lengur en þeim hentaði og töldu sig heldur ekki hafa neinar skyldur að rækja við landið eða íbúa þess. Fyrir íslenzka verzlun var það hins vegar góðs viti, að eignir þeirra Jansons og félaga hans kom- ust í hendur Ólafs Thorlacíusar, eins. hins glæsileg- asta brautryðjanda íslenzkrar verzlunarstéttar. sem bæði lét til sín taka í verzlun og útgerð á Vest- fjörðum. Þróun kaupstaða þeirra, sem ákveðið var að stofna, er einokunin var afnumin, varð öll hægari 16 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.