Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 17
Jónas H. Haralz:
Framvinda án verðbólgu
Þessi grein birtist í bókinni; VÍSINDIN EFLA ALLA DÁD
— Afmæliskveðju lil Háskóla íslands 1961. Er hún cndurprent-
uð liér með leyfi höfundar.
Framvinda og verðbólga ltafa verið höfuðvið-
fangsefni hagfræðinnar sl. tuttugu ár. Jafnt fræði-
menn sem þeir hagfræðingar, er starfa á vegum
ríkisstjórna, banka og hvers konar hagsmunasam-
taka hafa einbeitt sér að þessum málum öllum
öðrum fremur. Ástæðu fyrir þessu þarf ekki lengi
að leita. Vandamál framvindu og verðbólgu hafa á
þessum árum verið vandamál veraldarinnar á líkan
hátt og viðskiptakreppa og atvinnuleysi voru á
árunum 1930—1940. Menn liafa á þessu tímabili
talið, að þeir gætu ráðið gangi efnahagsmála meir
en nokkru sinni áður, að þeir gætu skapað þá fram-
vindu, þá tekjuskiptingu og það félagslega öryggi,
sem þá fýsti. Hjá ungum ríkjum, jafnt sem þeim
sem eldri eru og grónari, hefur þó valdið yfir efna-
hagsmálunum harla oft reynzt miuna en talið hafði
verið og tilraunirnar til að auka framvindu og
jafna tekjuskiptingu hafa leitt til mikillar og lang-
varandi verðbólgu. Þannig eru vandamál fram-
vindu og verðbólgu samtvinnuð. Hlutverk hagfræð-
innar á þessu tímabili hefur framar öðru verið að
rannsaka eðli þessara vandamála og finna leiðir
en gert hafði verið ráð fyrir og misstu þcir smám
saman aftur kaupstaðarréttindin, nema Reykjavik.
Þannig var ísafjörður tekinn úr tölu kaupstaða árið
1816, og varð alllöng bið á því, að hann fengi kaup-
staðarréttindi að nýju.
Atbs. Við samningu jiessarar greinar liefir aðallega verið
stuðzt við eftirlaldar heimildir:
Bréf og skjöl sölunefndar verzlunareigna konungs á Islandi,
sem varðveitt eru í Rikisskjalasafninu í Kaupmannahöfn, rit-
verkið Lovsamling for Island 5. bindi og Marius Vibæk: Den
Danske Handels Historie.
til þess að ná framvindu án verðbólgu. í þessari
grein mun fjallað um þessi mál frá almennu sjónar-
miði, jafnframt því sem íslenzkar aðstæður eru
sérstaklega hafðar í huga.
★
Við íslendingar áttum okkur oftast nær ekki
á því, hversu snar þáttur verðbólgan er orðin í
efnahagslífi okkar og þjóðlífi öllu. Við höfum lifað
við verðbólgu í tuttugu ár, og það er vaxin upp
ástandi í efnahagsmálum. Þessi tími er nógu langur
í landinu kynslóð, sem ekki hefur kynzt öðru
tími lil þess, að verðbólgan hafi náð að móta hugs-
unarhátt manna og athafnir í smáu og stóru. Margt
það, sem kemur útlendingum annarlega fyrir sjónir
í efnahagslegu hátterni íslendinga, á rætur sínar
að rekja til þess, að verðbólga hefur hér staðið
lengur og verið meiri en í heimalöndum þeirra.
Þessi ár hafa þó ekki aðeins verið verðbólguár
á íslandi heldur í flestum löndum heims. Það læt-
ur að líkum, að verðbólgan eigi sér djúpar þjóð-
félagslegar rætur , úr því að hennar hefur gætt jafn
víða og með jafnmiklum styrkleika á svo löngum
tíma. Enda er það svo, að verðbólgan á rætur sínar
í þeim miklu þjóðfélagslegu breytingum, eða rétt-
ara sagt byltingum, sem átt hafa sér stað á þessari
öld. Hér á ég annars vegar við þjóðernisbyltinguna,
sem fært hefur fjölda nýrra og gamalla þjóða sjálf-
stjórn, og hins vegar lýðræðisbyltinguna, cr fært
liefur valdið innan hvers þjóðfélags í hendur þjóð-
arinnar allrar. Þessar byltingar hafa skapað þjóð-
unum ný tækifæri til þess að ráða örlögum sínum
sjálfar, til að örva efnahagslegar framfarir, auka
félagslegt öryggi og bæta skiptingu þjóðartekna.
Það eru bráðlátar tilraunir ungra og óreyndra þjóða
og stétta til að ná þessum markmiðum á skömmum
tíma, sem hafa verið aflvaki verðbólgunnar um
heim allan.
Hafi síðustu tuttugu árin verið ár verðbólgunnar,
FRJÁLS VERZLUN
17