Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 46
Þórkell hét, og léti hann fara nauðugan með sér að taka hundinn Sám, og færi hann einn heim á bæinn. Fóru þeir síðan austur að Hlíðarenda, en sendu menn að fara eftir Þórkatli. Þeir tóku hann höndum og gerðu honum tvo kosti, að þeir skvldu drepa hann, ella skyldi hann taka hundinn. En hann kjöri heldur að leysa líf sitt og fór með þeim. Traðir voru fyrir ofan garðinn að Hlíðarenda, og námu þeir þar staðar með flokkinn. Þórkell búandi gekk heim á bæinn, og lá rakkinn á húsum uppi, og teygir hann rakkann á braut í geilarnar með sér. t því sér hundurinn, að þar eru menn fyrir og hleypur hann á Þórkel upp og grípur nárann og rifur þar á hol. Onundur í Tröllaskógi hjó með öxi í höfuð hundinum, svo að allt kom í heilann. Hundurinn kvað við hátt, svo að það þótti með ódæmum miklum vera, og féll hann dauður niður. Gunnar vaknaði í skálanum og mælti: „Sárt ert þú leikinn, Sámur fóstri, og búið svo sé til ætlað, að skammt skyldi okkar í meðal.“ Um tryggð hunda eru margar sögur, gamlar og nýjar. Grímur Thomsen skáld á Bessastöðum var mikill vinur hunda og hesta. TTann segir svo í grein, sem hann skrifaði í Dýravininn: „Hundar eru auðsjáanlega ætlaðir af forsjóninni manninum til fylgdar og skemmtunar. Er maður því einn á ferð, þó maður sé ríðandi, en enginn er einn á ferð, sem hundur fylgir. . . . Trúrri vin en góðan hund á enginn, og skal ég af öllum sögum. sem ég hef um hunda heyrt, taka þessa fram: Unglingsmaður nokkur ógiftur átti uppáhalds- hund. Svo kvongaðist maðurinn, en konunni þótti óþrif' að seppa, amaðist við honum og fékk mann sinn loks til að farga honum. Maðurinn bjó hjá stöðuvatni og tekur eitt sinn hundinn með sér í bát, sem hann átti, rær út á vatnið og varpar hund- inum útbyrðis. Seppi leitar aftur upp í bátinn, en eigandinn lýstur við honum með árinni til þess að vcrja honum að komast upp í bátinn, en hallar sér einu sinni út í annað borðið svo óvarlega, að kæn- unni hvolfir og maðurinn fellur útbyrðis. Hvað skeður? Rakkinn grípur manninn, svndir með hann í land og bjargar svo lífi hans. Ekki var hefndar- girnin.“ Eins og menn muna orti Grímur kvæðið Rakki. Það er um íslenzkan hund, sem eins og Vígi Ól- afs Tryggvasonar svelti sig til dauðs af sorg út af missi herra síns, og sá atburður, sem í kvæðinu er frá sagt, er enginn uppspuni. Hann gerðist á Austurlandi fyrir réttum níutíu og tveimur árum. Þó kvæðið sé flestum kunnugt, þykir mér hlýða að birta það hér, enda er það stutt: „Sá er nú meir en trúr og tryggur með trýnið svart og augun blá, fram á sínar lappir liggur líki bóndans hjá. Hvorki vott né þurrt hann þiggur, þungt er í skapi, vot er brá, en fram á sínar lappir liggur líki bóndans hjá. Ef nokkur líkið snertir styggur stinna sýnir hann jaxla þá, og fram á sínar lappir liggur líki bóndans hjá. Til dauðans er hann dapur og hryggur, dregst ei burt frá köldum ná, og hungurmorða loks hann liggur líki bóndans hjá.“ Ótaldar eru sögurnar af því, að hundar hafi bjargað mönnum með fylgd sinni í vondum veðr- unr, og vil ég segja hér eina, sem er allsérstæð. Hana skrifaði Pétur Eggerz, sonur séra Friðriks Eggerz og faðir Sigurðar ráðherra og þeirra syst- kina. Sagan mun hafa geymzt í Skarðsætt, en hún segir, að eitt sinn, þá er Eggert Bjarnason hinn ríki bjó á Skarði, fyrir um tveimur öldum, var það einu sinni, að hann hreppti blindbyl á skarðinu milli Búðardals og Skarðs, og þrátt fyrir j>að, ]>ótt Eggert væri leiðinni þaulkunnugur, lenti hann ofan um snjóloft, og var þar svo djúpt undir og bratt upp, að hann gat ekki komizt upp brattann af sjálfsdáðum. Hundur hans fór j)á heim að Skarði, sníkti þar roð og ruður og hvarf síðan síðan aftur út í bylinn, og þetta gerði hann aftur og aftur í Jjrjá sólarhringa, unz hann var loks eltur. Þá fannst Eggert bóndi, en honurn hafði hundurinn fært það, sem í hann var fleygt, og þannig haldið í honum ckki aðeins líkamsjjrótti, heldur einnig voninni um björg. Þegar Eggert var heim kominn, lét hann sjóða vænt hangiketskrof handa hundinum. Fyrir aldamótin síðustu var uppi sú tízka erlendis og jafnvel hér á landi meðal menntamanna, sem voru eða að minnsta kosti teljast vildu róttækir, að láta sér finnast fátt um tryggð, vinfesti og hús- bóndahollustu hunda. Var næstum eins og slíkir 42 FUJÁUS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.