Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 29
Eldistjarnir í TilraunaeldisstöS Fiskiiræðideildar Washingtonhóskóla i Seattle og leggja vísindalegan grundvöll að þekkingu á því sviði í Bandaríkjunum. Fiskifræðideild Wash- ingtonháskóla hóf snemma þátttöku í rannsóknum af þessu tagi. Gerður var samanburður á ýmsum fóðurtegundum til þess að fá fram gildi þeirra sem fiskfóður. Rannsóknum á nærignargildi fóðurteg- unda og fóðurblandna hefur nú verið haldið áfram í rúmlega þrjá áratugi með athyglisverðum ár- angri. Iíefur Donaldson, prófessor, tekizt með sér- stakri fóðurblöndu að fá eitt kíló af fiski á móti einu kílói af fóðri, og er þá mikið af þurrfóðri not- að í fóðurblönduna. Ástand innyfla í alifiski er oft notað sem mæli- kvarði á, hve hollt fóður er fyrir fiskinn heilsu- farslega. Donaldson, prófessor, fann með rannsókn- um, að vissar fóðurtegundir orsökuðu skemmdir í briskirtlinum. Þá hefur verið unnið að því að finna fóður, sem leggja má til grundvallar við fóðurtil- raunir. Ilefur þetta borið góðan árangur. Er nú slíkt undirstöðufóður notað við rannsóknir á nær- ingarþörf fiskanna. Kynbætur á regnbogasilungi Kynbætur á laxfiskum er ein merkilegasta nýj- ung seinni ára í veiðimálum. Árangurinn, sem þeg- ar hefur fengizt af tilraununum í því efni, gefur fyrirheit um, að fá megi í framtíðinni fisk, sem muni henta betur breyttum aðstæðum, og muni gefa mjög auknar afurðir á styttri tíma heldur en nú tíðkast. Merkt tilraunastarf hefur verið unnið af Don- aldson, prófessor, og aðstoðarmönnum hans í nær þrjá áratugi á sviði kynbóta á regnbogasilungi, rákasilungi og kóngslaxi. Reynt hefur verið að fá fram fisk, sem yxi ört og yrði kynþroska snemma og væri ónæmur fyrir sjúkdómum, hrygndi á hag- kvæmum tíma og hefði sem flest hrogu. Árið 1932 hóf Donaldson kynbætur á rcgnboga- silungsstofni, og voru stofnsilungarnir tæp 700 gr. hver og 4 ára gamlir, þegar þeir voru fyrst kyn- þroska. Meðal hrognafjöldi í þeim var 1000 hrogn. Vaxtarhraðinn jókst á næstu árum, og fiskarnir urðu kynþroska yngri heldur en hinn villti stofn. Þegar kynbæturnar höfðu staðið í áratug, náðu fyrstu silungarnir kynþroska tveggja ára, og eftir hálfan annan áratug hafði hrognafjöldinn tvöfald- azt. Tveggja ára fiskarnir frá klakárinu 1953 voru kynþroska 49,0 sm að lengd að meðaltali og 1848 gr. að þyngd. Þeir voru nálega sinnum þyngri heldur en villti stofninn var 4 ára gamall. Þegar FRJÁLS VERZLUN 25

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.