Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 8
Sigfús Haukur Andrésson, cand. mag.: Framkvæmdir Björgvinjarmanna á ísa- firði á árunum kringum 179Q Auglýsing um fríhöndlun á íslandi Þegar ákveðið hafði verið að gefa verzlunina við ísland frjálsa öllum þegnum Danakonungs, var birt um það konungleg auglýsing í Danmörku, Noregi og hertogadæmunum, Slésvík-Holstein, haustið 1786, auk þess sem auglýsing um þetta var send til íslands. Var þegnum konungs í þess- um löndum gefin von um ýmis fríðindi, ef þeir vildu hefja verzlunarrekstur á íslandi. Og þótt hið nýja verzlunarfyrirkomulag ætti raunar ekki að ganga í gildi, fyrr en í ársbyrjun 1788, gátu þeir, sem ósk- uðu, fengið leyfti til að senda skip til íslands til verzlunar og fiskveiða þegar vorið 1787. Auglýs- ingin virðist ekki hafa vakið mikinn áhuga danskra manna, annarra en þeirra, sem störfuðu við verzl- unina á íslandi, en hins vegar vakti hún mun meiri athygli í Noregi og hertogadæmunum. Samkvæmt þessari auglýsingu og löggjöf þeirri, sem sett var um verzlunina á íslandi sumarið 1787, gat verið þar um tvenns konar verzlunarrekstur að ræða fyrir þá þegna konungs, sem ekki voru búsettir í landinu. Kaupmenn í Danmörku, Noregi og hertogadæmunum gátu sett upp útibú á Islandi og haft verzlunarstjóra búsetta þar til að annast verzlunarreksturinn eða látið sér nægja að verzla þar sem lausakaupmenn, þ. e. a. s. að senda skip með vörur til landsins á vorin til að reka verzlun þar sumarlangt. Verzlun lausakaupmanna voru raunar takmörk sett á sumum sviðum, en hins vegar var þeim, jafnt sem fastakaupmönnum, leyfilegt að láta skip sín stunda fiskveiðar við ísland og verka fisk sinn í landi að fengnu leyfi hlutaðeigandi landeigenda. Og til að örva siglingar til landsins var þeim, sem sendu skip sín til fiskveiða við ísland og legðu fram tilteknar sannanir fyrir því að skipin stunduðu veiðar tilskilinn tima á sumrin, lofað vissum verð- launum úr konungssjóði. Var það vel framkvæman- legt að láta sama skipið bæði stunda fiskveiðar og reka einhverja lausaverzlun. Þá var þeim, sem rækju verzlun á íslandi, heit- ið tollfrelsi í löndum konungs fyrstu tuttugu ár þessarar s. n. frjálsu verzlunar fyrir allar vörur, sem þeir flyttu frá þessum löndum til íslands, einnig erlendar vörur, og fyrir íslenzkar vörur, sem þeir flyttu til þessara landa. Loks skyldi reynt að örva verzlunina í landinu með því að veita sex verzlunarstöðum kaupst.aðar- réttindi, en það voru Reykjavík, Grundarfjörður, ísafjörður, Akureyri, Eskifjörður og Vestmanna- eyjar. Var ætlunin, að þessir kaupstaðir yrðu mið- stöðvar verzlunarinnar í landinu, hver á sinu svæði, og til þess að stuðla að uppgangi ])eirra, var þeim, sem settust þar að, heitið skattfrelsi í tuttugu ár, nokkurri aðstoð til að koma sér upp nauðsynlegum húsakynnum o. fl. Þótti þá auðvitað mestu skipta, að verzlunarmenn, iðnaðarmenn og aðrir slíkir sett- ust þar að, og var þegnum annarra ríkja einnig gefinn kostur á því með vægum kjörum, enda yrði litið á þá sem þegna konungs eftir að þeir hefðu fengið sér hið tilskylda borgarabréf í kaup- staðnum og svarið konungi hollustueið. Kaupmenn í Altona og Björgvin byrja verzlun á ísafirði Svo sem fyrr var getið, vakti auglýsingin um breytta verzlunarháttu á íslandi allmikla athygli meðal hinna norsku og þýzku þegna konungs. Kaupmenn í Þrándheimi, Björgvin og Kristjáns- sandi sendu nokkur skip til Islands til verzlunar og fiskveiða þegar vorið 1787, og nokkrir kaupmenn í Altona, sem keypt höfðu í félagi eitt af skipum 8 FKJÁLS VERZLTJN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.