Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 43
Svo var það, líklega um það bil viku síðar, að ég átti erindi til viðskiptavinar langt austur í bæ. Þetta var mjög áríðandi erindi og cg fór þangað á miðjum degi. Þegar ég gekk gegnum fremri skrif- stofuna tók ég cftir því, að llagnar var ekki í sæti sínu. Bergljót Holt leit á mig og ég sá ekki betur en að hún væri dálítið háðsleg á svipinn. Jæja, hún um það. Samt var það Guðlaug sem ég sneri mér til: Ef einhver kemur eða hringir til mín, þá segðu að ég verði hér í síðasta lagi klukkan fjögur. Um leið og ég fór út, leit ég sigri hrósandi á Bergljótu, en hún virtist gersamlega ósnortin af því ég, gegn venju, sniðgengi hana en sneri mér til Guðlaugar. Jæja, kerlingin! hugsaði ég með mér hróðugur. Þér er nú samt ekki sama. — Erindinu var fljótt aflokið, en er ég ók heim var venjuleg leið lokuð vegna viðgerðar á götunni. Eg varð því að fara aðra lcið, en það var ekki venja mín að fara krókaleiðir um bæinn, satt að segja var ég alveg ókunnugur í því hverfi er ég nú ók um. Tók ég eftir því að þar voru mörg falleg, ný hús og fyrir framan eitt þeirra stóð bif- reið sem ég kannaðist vel við. Það var vagn Ragnars Ketilssonar. Nú, þarna var hann þá! Ég vissi að hann bjó í hinum enda bæjarins. Ég liægði á bif- reið minni og í sama bili kom Ragnar út úr húsinu og kona með honum. Ég Jiekkti hana þegar, það var kona Ragnars. Ég herti á bifreiðinni og vonaði að J)au hefðu ekki séð mig. Sízt af öllu vildi ég að Ragnari gæti til hugar komið að ég væri að njósna um hann. Hvað kom mér við livað þau hjónin væru að gera þarna? Eða jafnvel þótt hann hefði verið þar á stefnumóti með annarri konu.---------- Það var nokkuð mikið að gera þennan dag og við unnum lengur en venjulega. Ragnar fór fyrstur en rétt á eftir urðum við þrjú samferða út. Guðlaug bjó nálægt skrifstofunni en Bergljót átti bifreið og kom venjulega í henni. Er við gengum saman út að stæðinu sá ég að bifrcið hennar var þar ekki. Er vagninn þinn í ólagi? spurði ég. Já, sagði hún, hann er í viðgerð. A ég ekki að aka þér heim? Hún leit dálítið undrandi á mig. Já, þetta var ekki venja mín. Þá datt mér snjallræði í hug. Ileyrið þið annars, má ég ekki bjóða ykkur að borða mér með einhvers staðar, á Naustinu til dæmis? Þær tóku því vel, en kváðust verða að skrcppa heim fyrst, eins og auðvitað var. Hoppaðu upp í, Bergljót, sagði ég' og opnaði bíl- inn, Jm verður tilbúin Jægar við komum aftur, Guðlaug! Svo ókum við inneftir, þangað sem frú Holt bjó. Eg var eitthvað ótrúlega opinskár og ég sagði við hana: Heyrðu, Bergljót, Ragnar var á stefnu- móti við konuna sína í dag. Af tilviljun sá ég það er ég ók inneftir í dag, þau komu þar út úr húsi saman. Jæja, sagði Bergljót. Það var gott. IJá hefur það bara verið kerlingin, móðir hans, sem hrakti hana burtu. Ég var hrædd um að það hefði kannske verið annað verra. Þetta lagast J)á bráðum aftur. Aumingja Ragnar. En konan, sagði ég. Ja, hún tekur J)að léttar. Hún er miklu skyn- sarnari í Jjessum sökum en Ragnar. Og auk þess er þetta móðir hans ekki hennar. Öjá, sagði ég, finnst þér ckki dálítið einkennilegt að laumast á stefnumót með konunni sinni eftir tuttugu ára sambúð? Nei, nei, sagði Bergljót. Það er í rauninni ekk- ert skrýtið til í ástamálum, eða réttara sagt í um- gengni milli kynjanna. — Það er nú til dæmis Jní — Hvað, ég — sagði ég og var nærri því búinn að aka á rautt ljós. Já, þú. Þú heldur að ])ú sért sjálfum þér nógur, Jmrfir ekkert nema þína verzlun, |)itt dund við gamlar bækur og náttúrufræði eða náttúruskoðun. Nei, sagði ég og leit á hana, meðan við biðum eftir grænu ljósi. — Þú veizt það Bergljót, en þú gafst mér ekki tækifæri. Hún leit í augu mér og í hennar augum var nú djúp sorg. Góði vinur, sagði hún, afar lágt. Ég hef elskað og lifað og ég geri það ekki nema einu sinni. Annað hefði verið svik við okkur bæði og ósæmilegt. — Ég kom inn með henni í íbúðina og beið þar meðan hún skipti um föt. Hún var fljót að })ví, eins og öllu, og þegar hún kom fram var hún mjög falleg og hafði sett upp sinn venjulega hlutlausa en þó vingjarnlega svip. Það var ekki gott að vita hvað bjó bakvið þá grímu. En nú vissi ég það, loks. Við fórum í veitingahúsið og borðuðum J)ar ágæt- an mat. Það var svosem ekki í frásögur færandi. Svo ók ég heim með þær báðar, þær sátu saman aftur í bílnum. Þegar Bergljót fór út við tröppurnar á húsinu sínu, sagði hún: Færðu þig nú fram í sætið við hliðina á honum, Guðlaug. Hún sat kyrr í bílnum Framh. ó næstu síðu FRJÁLS VERZLUN 39

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.