Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 32
Það var hængur frá Tilraunaeldisstöðinni, sem gekk
upp í Issaquahstöðina.
Illiðstæðar rannsóknir á átthagavísi þeirri, sem
hér hefur verið skýrt frá, hafa verið gerðar á fleiri
laxategundum. Svíar hafa t. d. gert tilraunir með
Atlantshafslaxinn — laxinn okkar — og komizt að
hliðstæðum niðurstöðum. Hefur dr. B. Carlin, fiski-
fræðingur, nýlega gert grein fyrir þeim. Gönguseið-
unum hefur verið sleppt í ár, og hafa þau komið
aftur í árnar, þar sem þeim var sleppt, jafnvel
þó að gönguseiðin hafi aðeins verið fáeina daga
í fósturánum áður en þeir gengu í sjó. Þegar lax-
arnir hafa náð fullum þroska hafa þeir síðan í yfir
99% tilvikum gengið aftur í fósturárnar.
Tilrcrunaeldisstöðvar
Það er á færi fleiri en stórþjóða að stunda fisk-
eldi með góðum árangri og standa framarlega á því
sviði. Undirstaðan undir góðu gengi er að taka á
vandamálunum með skynsemi og festu, en það
verður frekast gert með því að reka tilraunaeldis-
stöðvar, þar sem safnað er þekkingu um efnið og
henni miðlað til almennings. Af Norðurlandaþjóð-
unum hafa Svíar tekið þessa hlið málanna alvar-
legustu tökum. Þeir hafa komið upp þremur vel-
búnum tilraunastöðvum í fiskeldi. Danir, sem mesta
stund hafa lagt á fiskeldi, hafa verið seinlátir í
þessu efni, en hafa þó komið sér upp tilraunaeldis-
stöð, sem þegar hefur komið að miklu gagni. Finnar
hafa einnig reist slíka stöð, en Norðmenn hafa
verið tómlátastir í þessu efni, þar sem þeir hafa
enn ekki komið sér upp tilraunaeldisstöð, sem bygg-
ir á vísindalegum aðferðum.
Ilér á landi er engu að síður þörf á að koma upp
tilraunaeldisstöð en í öðrum löndum. Framfarir í
fiskeldi og fiskrækt eru undir því komnar, að við
höfum slíka stöð, ]>ar sem reyndar verða nýjungar,
sem fram koma erlendis, og glímt verður við vanda-
mál, sem við verðum að leysa sjálfir hér á landi, og
aðrir geta ekki gert fyrir okkur. Sem dæmi um slík
vandamál má nefna val á hollu fiskfóðri. Nota verð-
ur á hverjum stað það fóður, sem fáanlegt er með
viðunandi verði. Siðan verður að finna með tilraun-
um heppilegustu blöndur, sem búa má til úr fóður-
tegundunum.
Að óathuguðu máli kann að virðast, að vegna
kostnaðar við byggingu og rekstur tilraunaeldis-
stöðvar verði okkur ofviða að ráðast í að koma upp
slíkri stöð. En þegar betur er að gáð kemur í ljós,
að tilraunaeldisstöð getur staðið undir sér fjár-
hagslega og raunar miklu betur, ef áherzla er lögð
á þá hlið málsins. Er þá aðeins tekin með í reikn-
inginn cfnaleg afkoma hennar, en ekki talinn með
hinn beini og óbeini hagnaður, sem fiskeldi og fisk-
rækt í landinu mun hafa af starfsemi slíkrar
stöðvar.
Kollafjarðarstöðin
Merkilegt skref í framfaramálum fiskeldis og fisk-
ræktar hefur á þessu ári verið stigið hér á landi
með því að hefja byggingu tilraunaeldisstöðvar. í
ágústmánuði síðastliðnum var fyrir atbeina ríkis-
stjórnarinnar byrjað að reisa „Tilraunaeldisstöð rík-
isins“ í Kollafirði á Kjalarnesi, en þar eru góð skil-
yrði til fiskeldis. Er nú fyrsta áfanga verksins lokið,
og er stöðin tekin til starfa.
Verkefni ,,Tilraunaeldisstöðvar ríkisins“ munu
verða að gera tilraunir með klak og eldi laxfiska í
fersku vatni, sjóblöndu og sjó og reyna nýjar fisk-
ræktaraðferðir, kenna hirðingu og fóðrun eldis-
fisks, framkvæma kynbætur á laxi og silungi, útvega
og ala upp lax og silung af heppilegum stofnum til
fiskræktar og handa öðrum eldisstöðvum og fram-
leiða neyzlufisk til sölu á erlendum markaði. Lögð
verður áherzla á að framleiða laxaseiði af göngu-
stærð og láta þau ganga til sjávar úr eldisstöðinni,
og munu þau sem fullvaxnir laxar kom aftur upp í
stöðina. Er það í samræmi við reynslu Bandaríkja-
manna og Svía í þessu efni. Hér á landi mun meiri
hluti laxins ekki verða veiddur í sjó, eins og í ná-
grannalöndunum.
Lokaorð
Með byggingu tilraunaeldisstöðvar er verið að
leggja grundvöll að framförum í fiskrækt og fisk-
eldi í landinu með sjálfsögðum og cðlilegum hætti,
og er jafnframt verið að renna stoðum undir nýjan
atvinnuveg. Mun almenningi miðlað þekkingu, sem
aflað verður í stöðinni, en það ásamt fjárhagsað-
stoð verður mikilvægasta framlagið, sem hið opin-
bera getur látið í té. í kjölfar stöðvarinnar munu
einstaklingar og félög koma upp eldisstöðum ýmist
til þess að efla fiskræktina í landinu eða til þess
að framleiða neyzlufisk til litflutnings, sem færa
mun þjóðarbúinu auknar gjaldeyristekjur í fram-
tíðinni.
28
FRJALS VERZLIJN