Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 45
Hundurinn mun hafa hjálpað honum til að ná fyrstu lifandi klaufdýrunum, sem hann tamdi, og loks orðið honum nauðsynlegur við gæzlu þeirra. Hvað sem líður sannfræði hinnar ævafornu austurlenzku þjóðsögu, mundi ekki ólíklega til get- ið, að hundurinn hafi verið fyrsta húsdýr manns- ins. Varla mun sú tegund dýra, sem greinist eins mikið og margvíslega og hundarnir, — af þeim munu tii á annað hundrað afbrigði, ákaflega ólík, mörg hver, að stærð, vexti og háralagi, hneigðum og vitsmunum. Gæti hundrað kílóa Nýfundna- Iandsrakki hæglega borið í trantinum poka, sem í væru tylftir hinna minnstu kjölturakka. Víst er um það, að ýmis villt dýr sömu tegundar hafa breytzt mikið vegna ólíkra lífsskilyrða og tilvilj- anakenndrar blöndunar, en ef litið er til hundsins, refsins, úlfsins og sjakalans, verður ljóst, að hin geysimörgu og furðulega misjöfnu afbrigði hunds- ins eiga fyrst og fremst rætur sínar að rekja til margvjslegrar kynblöndunar, mismunandi þjálfun- ar og mjög ólíkrar notkunar og lífsskilyrða í þjón- ustu mannsins. Þegar svo þess er gætt, hve veru- legar breytingar á dýrategundum taka langan tírna, er auðsætt, að firna lengi muni hundurinn hafa þjónað manninum. í elztu gröfum steinaldarmann'a á Norðurlöndum eru hundsbein, og af egypzkum fornleifum hefur sannazt, að fyrir ævalöngu voru til með Egyptum tveir ólikir kynþættir hunda. Fornar bókmenntir sýna, að snemma hafa tekizt miklir kærleikar með manni og hundi. í mjög fornu indversku kvæði er guðinn Indra látinn bjóða kon- unglegri hetju að hefja hann til himna, en hetjan neitar, þar eð hún vill ekki yfirgefa hundinn sinn, sem engan á að nema eigandann. Og í trúarbók Persa er bannað að misþyrma hundum eða svelta þá. í forngrískum og rómverskum bókmenntum er getið hrífandi dæma um tryggð hundsins, og má þar minna á frásögnina í Ódýseifskviðu um hundinn Argus. Þegar hann var enn lítt vaxinn hvolpur, fór húsbóndi hans að heiman, en í tuttugu ár — eða meira en venjulegan hundsaldur — lifði Argus við illa aðbúð á lönguninni til að endur- heimta húsbónda sinn, og einn reyndist hann þekkja Ódýseif, þegar hann kom dulbúinn heim, og fagn- aði honum af sínum veiku burðum. Hetjan tárað- ist, og: „banagyðjan, sem ræður þeim dimma dauða, heltók Argus, undir eins og hann hafði litið Ódýseif augum á tuttugasta ármu.“ Þannig er það orðað hjá þeim Hómer og Sveinbirni Egilssyni. Frægir hafa orðið tveir hundar, sem frá er sagt í íslenzkum fornbókmenntum. Heimskringlu og Ólafssögu Tryggvasonar eftir Orm Snorrason ber saman um, að Ólafur konungur hafi fengið hund- inn Víga að gjöf hjá írskum bónda, þá er hann hafði séð hann skilja allt fé bóndans úr geysimikl- um hóp, sem Ólafur og menn hans höfðu safnað saman og ráku til strandar. Svo mikils þótti Ólafi vert um hundinn, að þótt bóndi hefði áður þegið af honum fé sitt allt, gaf hann honum í ofanálag gullhring digran og vingan sína. En svo segir Orm- ur frá Víga eftir fall Ólafs konungs: „Nú er að segja frá hundinum Víga. Hann var varðveittur á einum bæ að konungs búi. Var hans gætt forkunnar vel af einum manni, og lá Vígi hvern dag fyrir konungs sæti. Og er gæzlumaður hunds- ins hafði heyrt fall konungs með sannri frásögn, þá gekk sá maður til þess liúss, er hundurinn var í og nam staðar með miklum hryggleik og mælti: „Heyr nú, Vígi,“ segir hann, „nú erum við drottin- lausir.“ Og er hundurinn heyrði þetta, þá hljóp hann upp frá konungsætinu og kvað við hátt um sinn og gekk út og nam eigi staðar fyrr en á einurn haugi og lagðist þar niður og þá hvorki mat né drykk, og fór svo marga daga, að hann sveltist og þá eigi fæðslu. Og þó hann vildi eigi eta það, er að honum var borið, þá bannaði hann þó öðrum hundum og fuglum og dýrum að bera frá sér. En tárin flutu fram um trýnið og úr augunum, svo að allir máttu skilja, að hann grét ákaflega sinn lánar- drottin, og aldreigi fór hann úr þeirn stað, er liann nam staðar, heldur var hann þar allt til þess, er hann dó. Og var nú fram komið það, er bóndinn mælti í eyjunni Mostur, að Norðmenn höfðu nú týnt fjórum inum ágæztum gripum.“ Hundurinn Vígi var sem sé talinn einn af fjór- um ágætustu gripum Norðmanna. Hundurinn Sámur var einnig írskur. Ólafur pái gaf hann Gunnari á Hlíðarenda og fór um hann þessum orðum: „Hann er mikill og eigi verri til fylgdar en rösk- ur maður. Það fylgir og, að hann hefur manns vit. Hann mun og geyja að hverjum manni þeim, er hann veit að óvinur þinn er, en aldrei að vinum þínum, því að hann sér á hverjum manni, hvort til þín er vel eða illa. Hann mun og líf á leggja að verða þér trúr. Þessi hundur heitir Sámur.“ Þegar dregur að lokahríðinni að Gunnari, segir svo: „Mörður sagði, að þeir myndu eigi koma á óvart Gunnari nema þeir tæki búanda af næsta bæ, er FRJÁLS VERZLUN 41

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.