Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 20
af samvinnunni spretta, til stuðnings þeim stofn- unum heima fyrir, sem um efnahagsmál fjalla. Þetta á ekki sízt við þau lönd, sem skemmst eru komin á þroskabrautinni. Þriðja atriðið, sem talið var hér að framan, er tækni í efnahagsmálum. Sú tækni er nú miklu full- komnari en hún var fyrir tuttugu árum síðan, einkum á sviði peninga- og fjármála. Tölfræðilegar upplýsingar eru miklu fyllri og gleggri en áður var og eru þar að auki miklu fyrr tilbúnar. Þær nýju skoðanir um nauðsyn einbeittrar stjórnar ríkisins á efnahagsmálum, sem fram komu á árunum milli 1930 og 1940 hafa hlotið almenna viðurkenningu. Jafnframt hefur reynslan sýnt, að heppilegustu og öflugustu tæki þessarar stjórnar eru á sviði pen- inga- og fjármála, en eru ekki fólgin í beinum ríkis- afskiptum á öðrum sviðum. í peninga- og fjármál- um hefur svo hvort tveggja skeð, að ný tækni hef- ur þróazt og eldri tækni hefur aftur komizt til vegs. A þessum grundvelli hafa liberalisminn og íhlutunarstefna kreppuáranna sætzt og sá mikli fræðilegi og stjórnmálalegi ágreiningur, sem ríkjandi var í þessum efnum fyrir tuttugu til þrjátíu ár- um, þar með að mestu horfið úr sögunni. Tilkoma og vöxtur alþjóðlegra stofnana eins og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, Alþjóðabankans og Efnahags- samvinnustofnunar Evrópu hefur einnig stuðlað að þróun tækni á sviði efnahagsmála og miðlun þeirr- ar tækni þjóða á milli. Eins og nú er komið getur skortur á tækniþekkingu ekki lengur verið ástæða til verðbólguþróunar. Tækni til að stöðva verð- bólgu og koma í veg fyrir hana er vel kunn og full- reynd. Á hinn bóginn má segja, að tækni á sviði launamála hafi ekki þróazt sem skyldi, og það geti skapað sérstaka erfiðleika, ekki sízt í þróuðum iðn- aðarlöndum. Að þessu vandamáli mun vikið nánar hér á eftir. Sjást þess merki, að skeið verðbólgmmar sé senn á enda runnið og að í hönd fari skeið framvindu án verðbólgu? Yið athugun á þessu er rétt að miða við árin eftir að verðhækkunaráhrifum Kóreustríðs- ins lauk, þ. e. a. s. tímabilið frá 1953. Á þessu tíma- bili hefur hækkun verðlags í flestum löndum Vest- ur-Evrópu, í Bandaríkjunum og Kanada verið innan við 20%. Þessi hækkun var fyrst og fremst á árunum 1956—57, þegar flestum þessara landa mistókst að koma í veg fyrir að ör framleiðslu- aukning endaði í ofþenslu. Miklu betri árangur náðist í þessu efni á árunum 1959 og 1960, þegar flestum þessara landa, að Bandaríkjunum undan- teknum, tókst að ná mikilli framleiðsluaukningu samhliða stöðugu verðlagi. Nokkrum Vestur- Evrópulandanna hefur þó gengið miklu verr en öðrum að ráða við verðbólguna. Þessi lönd eru Tyrkland, þar sem verðhækkun á árunum 1953— 1959 var yfir 100%, ísland og Spánn, J)ar sem verð- hækkunin var um 50% og Finnland, Frakkland og Grikkland, þar sem hún var rúmlega 30%. ÖIl þessi lönd hafa gert sérstakar ráðstafanir til að stöðva verðbólguna, og yfirlcitt notið til þess stuðnings Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Efnahagssamvinnu- stofnunar Evrópu. í Grikklandi voru þessar ráð- stafanir gerðar árin 1953—54, í Finnlandi árið 1957, í Tyrklandi og Frakklandi árið 1958 og á Spáni árið 1959. Ekki verður annað séð en að með þess- um ráðstöfunum hafi tekizt, a. m. k. að sinni, að binda endi á verðbólguþróun þessara landa. Á ís- landi voru sams konar ráðstafanir framkvæmdar í ársbyrjun 1960. Það er ekki aðeins í Vestur-Evrópu og Norður- Ameríku, sem einbeittar tilraunir hafa verið gerð- ar á síðustu árum til að ná framvindu án verð- bólgu. í mörgum löndum ltómönsku Améríku og Asíu hafa sams konar tilraunir verið gerðar, yfir- leitt með stuðningi Alþjóðagjaldcyrissjóðsins. Æ fleiri lönd í þessum heimsálfum, og einnig í Afríku, reyna nú að fylgja áætlunum í viðleitni sinni til efnahagslegra framfara. Annar aðaltilgangur þcirra áætlana er einmitt að halda framkvæmdum inn- an þeirra marka, sem eðlilegur innlendur sparnaður og erlend framkvæmdalán ákveða, þannig að ekki þurfi að koma til verðbólgu. Hinn er að velja úr þær framkvæmdir, sem leiða til sem örastrar fram- vindu. í hinum sósíalistisku löndum Austur-Evrópu hefur svipuð þróun átt sér stað. Einnig þessi lönd hafa stöðvað þá miklu verðbólgu, sem þar var áður ríkjandi. Tvö þeirra, Júgóslavía og Sovétríkin, liafa þar að auki nýlega leiðrétt gengisskráningu sína, og Júgóslavía hefur meira að segja að nokkru tekið upp frjálsa verðmyndun. Þannig má benda á glögg dæmi frá öllum hlutum heims um breytta afstöðu til verðbólgunnar og um árangur í því að ráða við hana. Iíöfuðmarkmiðin í efnahagsmálum nú á tímum eru framvinda, félagslegt öryggi og réttlát tekju- skipting. Verðbólgan er skaðleg ,vegna þess að hún er trafali í sókninni að þessum markmiðum, og því alvarlegri trafali, sem hún stendur Iengur. Það er því augljóst, að til lítils væri unnið, ef ekki væri hægt að ráða við verðbólguna nema með meðulum, 20 FRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.