Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 22
leyfir, eins og þau hafa gert á verðbólguárunum. Til þess að koma í veg fyrir verðbólgu undir slík- um kringumstæðum þurfi að beita peningalegum og fjármálalegum aðgerðum af slíkri hörku, að at- vinnuleysi og efnahagsleg stöðnun skapist. Það er fyrst og fremst þróun undanfarinna ára í Banda- ríkjunum og Bretlandi, sem hefur gefið tilefni til þessa ótta, enda þótt þessa sama vandamáls hafi einnig þótt gæta nokkuð á Norðurlöndum. Sá ótti, sem hér um ræðir, byggist raunverulega á þeirri skoðun, að þær starfsaðferðir verkalýðs- félaga, sem mótazt hafa á verðbólgutímanum, hald- ist óbreyttar eftir að verðbólgunni lýkur. Hafi verkalýðshreyfingin sannfærzt um það, að verð- bólgunni sé lokið og einskis verði látið ófreistað til þess að koma í veg fyrir, að hún hefjist á nýjan leik, er þó erfitt að ímynda sér annað en afstaða hennar og starfsaðferðir breytist. Sama máli gildir um atvinnurekendur. Verkalýðshreyfingin hlýtur þá fljótlega að taka að einbeita sér að því að stuðla að aukinni framleiðni og tryggja meðlimum sínum eðlilega hlutdeild í ávöxtum framleiðniaukningar. Atvinnurekendur hljóta jafnframt að veita öfluga andspyrnu gegn hverjum þeim launahækkunum, sem ekki eiga sér stoð í aukinni framleiðni. Jafn- framt þurfa að eiga sér stað breytingar á skipu- lagsháttum verkalýðshreyfingarinnar og á aðferðum við launasamninga. Eða með öðrum orðum, eins og áður var vikið að í þessari grein, ný tækni þarf að skapast í launamálum. Að lokum skal hér minnzt stuttlega á aðstæður þeirra landa, sem skemmst eru á veg komin í efna- hagsþróun. Fjárfesting i þessum löndum er of lítil til að veruleg aukning geti orðið á frainleiðslu. Lítil fjárfesting er afleiðing ónógs innlends sparn- aðar, sem aflur stafar af lágum þjóðartekjum. Þessi lönd þurfa að brjótast út úr eins konar vítahring til þess að geta náð efnahagslegri framvindu. Fjár- festing þarf að aukast verulega og af henni að hljótast aukning þjóðarframleiðslu og þjóðartekna, sem skapar þá aukningu sparnaðar, er staðið geti undir aukinni fjárfestinu. Verðbólgan hefur í mörg- um þessara landa verið það tæki, sem notað hefur verið til að brjótast út úr hringnum. Vegna þess, hversu veik verkalýðshreyfingin er í þessum lönd- um, hefur verðbólgan getað breytt tekjuskipting- unni atvinnufyrirtækjum í hag. Gróði atvinnufyrir- tækjanna hefur síðan verið notaður til aukinnar fjárfestingar, er skapað hefur framleiðsluaukningu. Það liggur í hlutarins eðli, að hin hagstæðu áhrif, sem verðbólgan hefur undir þessum kringumstæð- um á efnahagslega framvindu, eru mjög tímabund- in. Eftir tiltölulega skamman tíma fer hinna slæmu áhrifa verðbólgunnar á fjárfestingu og framleiðni að gæta, og launþegasamtök eflast nógu mikið til ])ess að koma í veg fyrir, að verðbólgan breyti tekju- skiptingunni. Eigi að ná framvindu án verðbólgu í þessum löndum, eru einhliða aðgerðir til stiiðvunar verð- bólgu hvergi næri'i nógar. Jafnframt verður að afla nægilegs fjármagns til þess að fjárfesting geti orðið það mikil að framleiðsla aukist verulega. Sú aukn- ing leiðir svo aftur til aukins sparnaðar og svo koll af kolli. Þá er landið komið inn á framvindubraut- ina. Þetta aukna fjármagn verður í fyrstu að koma erlendis frá að mestu leyti, enda þótt ýmislegt megi jafnframt gera heima fyrir til þess að stuðla að aukinni fjármagnsmyndun innanlands. Það er því ekki hægt að gera ráð fyrir, að í þeim löndum, sem skammt eru á veg komin í efnahagsþróun, sé hægt cr ná framvindu án verðbólgu nema til komi aukning á flutningi fjármagns til þessara landa frá iðnaðarlöndunum. Sá flutningur þarf að vera bæði í mynd óendurkræfrar aðstoðar, lána og beinn- ar fjárfestingar. Hér hafa alþjóðlegar stofnanir að sjálfsögðu sérstöku hlutverki að gegna. í þessari grein hefur verið fjallað um vandamál framvindu og verðbólgu. Leitazt hefur verið við að sýna fram á, hvernig verðbólguþróun undanfarinna tuttugu ára hefur átt rætur sínar í liinum miklu þjóðfélagsbreytingum þessarar aldar. Jafnframt hef- ur það verið rakið, hvers vegna alvarleg og lang- varandi verðbólguþróun sé ósamrýmanleg þeim markmiðum, sem nútíma þjóðfélag hlýtur að keppa að, og þá fyrst og fremst eðlilegri efnahagslegri framvindu. Því hefur verið haldið fram, að þjóð- félagsleg og tæknileg skilyrði séu nú æ víðar að skapast til þess að binda endi á verðbólguna og að góður árangur hafi þegar náðst í því efni. Þeir sérstöku örðugleikar, sem eru á því að ná fram- vindu án verðbólgu hafa verið raktir, og komizt að þeirri niðurstöðu, að þeir örðugleikar séu ýmist tímabundnir eða yfirstíganlegir með bættri tækni á sviði efnahagsmála. 22 FRJALS VERZI.UN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.