Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 51
Norðurálfunnar, að til hefir verið annað eins land og Ameríka, til að taka við öllum þeim, sem óánægðir hafa orðið og uppgefn- ir heima fyrir. Eg tala ekki um, hvílíkt liapp það hefir verið fyrir mannkynið í heild sinni. Því þetta fólk hefir byrjað nýtt líf í nýjum heimi og orðið nýtustu menn í mannfélaginu. Það er líka eins og hverri einustu þjóð sé lífsnauð- synleg slík blóðtaka. Líf og fjör færist í hana sjálfa. Hún yngist upp á því, að senda nokkur af börnum sínum út í heiminn. En ellin og stirðleiki ellinnar færist yfir ])á þjóð, sem heldur öllum börnum sínum rígbundnum á heimaþúfunni öld eftir öld. Það er sannfæring flestra manna, að ísland hafi einmitt yngst upp fyrir Ameríkuferðirnar og að nýtt æsku- fjör hafi færst í þjóðlífið. Þess vegna eru nú allir skynsamir menn á ættjörðu vorri þeirrar skoðunar, að réttast væri og eðlilegast, að láta þetta alveg afskiftalaust, láta þá fara, sem fara vilja, og hina vera í friði, sem vera vilja. Nein- ar æsingar út af Ameríkuferðum ættu því alls ekki að eiga sér stað, hvorki með né mót, heldur ætti það að vera látið alveg afskifta- laust. Þá er engin hætta á að fari nema mátulega margir. Eg er sannfærður um, að íslandi er alls engin hætta búin af Amcríkuferð- unum fremur en hverju öðru landi : Norðurálfu. Það er líka annar straumur, sem ferðamaðurinn verður ekki síður var við. Og það er sá straumur, sem hcfur upptök sín í trúnni á framtíð landsins. Hann verður nú sterkari með hverju ári. Eg fyrir mitt leyti hefi miklu sterkari trú á framtíð íslands en eg hafði áð- ur en eg fór þessa ferð. Hún styrktist margfaldlega. Eg hefi nú þá traustu trú, að þjóð vor muni lifa og blómgast og taka margföldum framförum á ókom- inni tíð í öllum efnum. Mér kem- ur nú alls ekki til hugar, að hún muni nokkurn tíma gefast upp í baráttunni, yfirgefa hólmann, sem drottinn hefir gefið henni, láta hann í eyði og hætta að vera til. Mér kemur ekkert slíkt til hugar, enda væri það ein sú sárasta til- hugsun, sem upp gæti komið í hjarta mínu, að sú þjóð, sem hef- ir gefið mér blóð af sínu blóði og hold af sínu soldi, sem lagt hefir málið á tungu mína, — ljúfa og viðkvæma málið, sem eg mundi ávalt tala, þótt eg kynni öll heims- ins tungumál, þegar eg tala við guð, — sú þjóð skyldi hætta að vera til og týnast úr tölu þjóð- anna, — eg fæ ekki hugsað þá hugsun til enda; hún blæs slíkum hrolli að hjarta mínu. Hin sanna þjóðræknistilfinning er að eflast í landinu, þrátt fyrir alt og um lcið sannfæringin fyrir því, að landið geti tekið við ótal umbótum, hægt sé að auka og margfalda framleiðsluna í öllum efnum og láta lífið verða þar eins viðunanlegt og annarstaðar. I hverri sveit hittir maður einhverja með tröllatrú á framtíð landsins, og það eru vanalega mestu dugn- aðar- og kjarkmennirnir. Enda er býsnamargt fólk á Islandi, sem lifir við góð efni, hefir alls nægtir og er hjartanlega ánægt með lífið. Og hvers meira hcfir maður þá að óska? Að endingu skal eg líka benda á eina framför, sem orðið hefir á síðustu árum á ættjörðu vorri. Það er hugurinn til Vestur-íslend- inga; hann hefir vissulega hlýnað um mörg stig. Nú viðurkenna langflestir, að þeim líði vel, kjör þcirra séu orðin prýðisgóð, nýlend- ur þeirra standi í blóma, búskap- ur þeirra sé hinn myndarlegasti, efni mjög margra séu konnn 1 ágætt horf, fólkið hafi mannast og standi öðru fólki þar í landi hér um bil jafnfætis, andlegt líf sé þar með furðanlegu fjöri og ræktin til fósturjarðarinnar sé frá- bærlega mikil. Þetta alt má nú heita alment viðurkent bæði af embættismönnum og allri alþýðu. Auðvitað eru nokkurir, sem aldrci vilja láta sannfærast, bæði meðal alþýðu og hinna heldri manna. En það er ekki til neins að tala um þá. Bréfaskriftirnar á milli eru svo tíðar, að menn eru í mörg- um sveitum á íslandi miklu kunn- ugri nýlendunum hér vestra held- ur en öðrum sveitum á íslandi. Vestanblöðin eru víða lesin mcð mestu athygli, einkum smágreinar, sem flytja fréttir af einstaklingum og félagslífi. Menn lesa eina smá- grein um einhverja samkomu með- al Vestur-íslendinga stundum á líkan hátt og æfintýri í þúsund og cinni nótt. ímyndunaraflið sleppir sér, svo hugmyndirnar verða miklu háfleygari en veru- lcikinn. Ameríka er í hugum margra æfintýranna land; ]>cir fylgja bræðrum sínum og systrum þar fram og aftur eins og í ein- liverri töfrahöll. Hugur þeirra fyllist nýjum eldmóði í livert sinn, sem bréf kemur, og löngunin vaknar til að láta lífskjörin verða eins góð og ánægjuleg heima í gömlu átthögunum og þeir fá hug- mynd um af bréfunum, að þau séu orðin í hinum nýju átthöguin frændanna fyrir vestan. FRJÁLS VERZLUN 47

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.