Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 13
Björgvinjarmenn í burtn frá ísafirði. Sölunefnd hafði reynt að lægja þessar deilur með því að biðja Jón sýslumann Arnórsson að miðla málum, en hann hafði litlu fengið áorkað. Nú skrifaði nefndin hús- bændum Thieles í Altona út af þessu, og brugðust þeir vel við, enda mun þeim aldrei hafa likað alls kostar við verzlunarstjóra sinn. Kölluðu þeir hann heim sumarið 1790, og virðist Heideman hafa sam- ið sómasamlega við eftirmann hans. Sameiginlega keppinauta höfðu þeir Björgvinjar- menn og Altonamenn í lausakaupmönnum þeim, sem á sumrin sendu skip sín til verzlunar á þessum slóðum. Kvað nokkuð að slíkum verzlunarrekstri, ekki sízt fyrstu árin eftir að verzlunin var gefin frjáls, en þá var ekki gengið eins ríkt eftir þvi og síðar varð, að lausakaupmenn héldu í öllum smá- atriðum reglur þær, sem settar höfðu verið um verzlun þeirra. Aðalhömlurnar á verzlun lausakaupmanna voru þær, að þeir máttu ekki verzla nema fjórar vikur á hverri höfn og engum bækistöðvum koma sér upp í landi. Þessum ákvæðum var þó ekki byrjað að framfylgja fyrir alvöru fyrr en árið 1792, er fastakaupmenn, sem nær allir höfðu fengið verzl- unareignir konungs með afborgunarskilmálum, tóku að barma sér við sölunefnd út af samkeppni lausa- kaupmanna, sem þeir kváðu geta haft það í för með sér, að þeir yrðu ófærir um að standa í skilum með afborganir sínar. Þá var því ákvæði líka bætt við, að lausakaupmenn mættu aðeins reka verzlun á hinum löggiltu verzlunarhöfnum landsins, sem þá voru tuttugu og fimm að tölu. Þess verður ekki vart, að verzlunarstjórarnir á ísafirði hafi átt í neinum teljandi erjum við lausa- kaupmenn, enda höfðu hinir síðarnefndu fullan rétt til að athafna sig á verzlunarhöfnunum, ef þeir fylgdu þeim reglum, sem er getið hér að ofan, og fastakaupmönnum var stranglega bannað að hindra á nokkurn hátt löglega verzlun þeirra. Launverzlun við Vestíirði Hins vegar voru það aðrir keppinautar, sem voru þeim ísafjarðarfaktorum og húsbændum þeirra meiri þyrnir í augum, enda höfðu þeir fullan rétt, samkvæmt verzlunartilskipuninni frá 1787, til að amast við þeim. Er hér átt við erlenda fiskimenn, sem lögðu allmikla stund á launverzlun við Vest- firði. t bréfum til sölunefndar árið 1790 segir Janson, að hollenzkir, franskir, flæmskir og enskir fiski- menn séu hér að verki og vill að þeim Biörgvinjar- íbuðarhús Björgvinjarmanna á ísafirði, byggt 1788, 12X16 álnir í grunnflöt mönnum verði leyft að gera út sérstakt, vopnað skip til að halda þessum smyglurum burtu frá Vest- fjörðum. Auk gæzlunnar telur hann skipið geta stundað hákarlaveiðar. Þetta skip kveður hann verða að hafa leyfi til að sigla undir konunglegum fána og skipstjórinn þurfi að hafa sérstakt kon- unglegt erindisbréf í þessu skyni, því að ella væri ráðstöfunin gagnslaus. Hafi þetta sýnt sig hvað eftir annað, er Heideman og menn hans hafi reynt að banna Hollcndingum að verzla við íslendinga. Til dæmis hafi Heideman á siðastliðnu ári komið að átta slíkum skipum, sem ráku verzlun í Álftafirði, og þegar hann reyndi að leiða skipstjórunum fyrir sjónir, að þetta væri óleyfilegt, báðu þeir hann aðeins um sannanir fyrir því, að hann hefði eitt- hvert vald til þess að banna þeim þetta. Þykir Janson hart, að verzlun þeirra skuli þurfa að búa við slíka óleyfilega samkeppni og kveður það aug- ljóst mál, að úr því að önnur ríki geti bannað er- lendum skipum að koma á hafnir fjarlægra ný- lendna sinna, eigi konungur og þegnar hans að vera einfærir um að hindra smygl í sínum nýlendum. FRJALS VERZLUN 13

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.