Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 18
hvað verður þá um næstu tuttugu árin? Sé það rétt, að verðbólguþróun undanfarinna ára hafi átt sér jafndjúpar rætur og ég hér hefi haldið fram, leiðir það af líkum, að sú þróun taki ekki enda nema sá þjóðfélagslegi jarðvcgur breytist, sem liún er sprottin upp úr. Trú mín á því, að næstu tuttugu ár verði ekki verðbólguár, er einmitt byggð á þeirri skoðun, að þessar þjóðfélagslegu breytingar hafi þegar skeð að nokkru, og þeirra muni gæta æ meir á næstu árum. Þessar breytingar eru í stuttu máli fólgnar í því, að nýtt jafnvægi skapist eftir bylt- ingar undanfarinna áratuga, að hinar ungu þjóðir læri að stjórna sér sjálfar og hinar nýju stéttir læri að fara með það vald, sem lýðræðið hefur fært þeim. í þessu felst, að menn læri að keppa að fram- vindu, félagslegu öryggi og réttlátri skiptingu þjóð- artekna á þann hátt, sem líklegastur er til að ná árangri. í slíkri einbeitingu að markmiðum á verð- bólgan ekki heima. Iíún er afleiðing stjórnleysis og agaleysis og leiðir til þess, að þróun efnahags- lífsins geigar æ meira frá þeim markmiðum, sem þjóðfélagið keppir að. Þessi skoðun kann að koma ýinsum spánskt fyrir sjónir, ekki sízt hér á landi, þar sem margir hafa trúað því, að verðbólgan örvaði framvindu, forðaði frá atvinnuleysi og jafnaði tekjur. Það má líka færa rök að því, að verðbólgan geri einmitt þctta í upphafi. Þessi áhrif eru þó aðeins stundarfyrir- brigði, sem byggjast á því, að verðbólgan er ekki orðin alger, að hún hefur enn ekki náð að móta hugsunarhátt manna og viðbrögð nema að litlu leyti. Um Ieið og verðbólgan hefur náð að gegn- .sýra þjóðfélagið, kemur berlega í ljós, að hún er farartálmi á framfarabrautinni, farartálmi, sem heil- brigt þjóðfélag hlýtur að ryðja úr vegi. Þannig stuðlar verðbólgan sjálf að sínum eigin endalokum. Hver er skýringin á því, að verðbólgan er slíkur farartálmi? í meginatriðum er hún sú, að verð- bólgan skapar þjóðfélagsástand, þar scm hagsmun- ir hvers einstaks knýja hann til að breyta á þann veg, sem er andstæður hagsmunum þjóðarhcildar- innar. Til þess að skilja betur það, sem hér er átt við, skulum við athuga nánar hátterni manna sem atvinnurekenda, sem launþega og sem neytenda, þegar verðbólga er ekki ríkjandi og þegar hún er ríkjandi. Starf atvinnurekandans er fyrst og fremst skipu- lagsstarf. Hann viðar að sér vinnuafli og fjármagni og einbeitir því að framleiðslu vöru, dreifingu henn- ar og sölu. Því betur sem atvinnurckandanum tekst skipulagsstarfið, því næmara skyn, sem hann ber á hagkvæmar nýjungar, þeim mun meiri verðmæti skapar það vinnuafl og það fjármagn, sem að fram- leiðslunni starfa. Góður árangur skapar atvinnu- rekandanum ágóða, og því meiri ágóða, sem betur hefur til tekizt. En sá ágóði hleðst ekki upp á kistubotninum, né heldur er hann nema að litlu leyti notaður til fánýts óhófs. Hann dreifist von bráðar um þjóðfélagið allt. Samkeppni um vinnu- afl og samningamáttur verkalýðsfélaga leiða til þess að hluti ágóðans fellur vinnuaflinu í skaut í mynd hækkaðra launa. Aðrir atvinnurekendur taka upp þær nýjungar og umbætur, sem brautryðjand- inn reið á vaðið með. Vöruverð lækkar og vöru- gæði aukast. Þannig fá neytendur sinn hluta af ágóðanum. Mikill hluti þess ágóða, sem atvinnu- rekandinn sjálfur heldur eftir, hverfur aftur til fram- leiðslunnar og verður þar upphaf nýrrar aukningar framleiðslu og framleiðni. Þannig nýtur þjóðfélagið allt á margvíslegan hátt þess árangurs, sem at- vinnurekandinn nær í starfi sínu. Á verðbólgutímum er þessu öðru vísi farið. Verð- bólgan skapar atvinnurekandanum ný tækifæri til gróða, sem eiga ekkert skylt við þann árangur, sem hann nær í skipulagsstarfi sínu. Með því að afla sér lánsfjár og nota það til þess að komast yfir fast- eignir og vörubirgðir, getur atvinnurekandinn hag- nýtt sér verðbólguna sem gróðalind. Því meiri sem verðbólgan er, og umfram allt því lengur, sem hún stcndur, þeim mun öruggari verður þessi gróðalind. Því meir sem atvinnurekand.inn einbeitir sér að liag- nýtingu hennar, þeim mun minna máli skiptir hann hagkvæmni í rekstri fyrirtækisins og fjárfestingu. Svo getur farið, að honum finnist í raun og veru ekkert skipta máli nema komast yfir lánsfé með ein- hverju móti og koma því fyrir í einhverjum eignum, hvort sem þær eru nauðsynlegar fyrir atvinnurekst- ur hans eða ekki. Um þetta cru til mörg og Ijós dæmi frá verðbólgunni hér á landi, enda þótt hinu megi heldur ekki gleyma, að jafnvel eftir tuttugu ára vcrðbólgu eru til mörg atvinnufyrirtæki á íslandi, sem ennþá einbeita sér að því að ná hagkvæmni í rekstri, vanda val fjárfestingarframkvæmda og forð- ast skuldasöfnun. Launþegar hljóta að sjálfsögðu að keppa að því að bera sem mest úr býtum fyrir störf sín og beita samtökum sínum í þessu efni. Þegar ekki er verð- bólga, er það hverjum manni ljóst, að launþegar bera þá mest úr býtum, þegar framleiðslan gengur vel og framleiðni eykst. Einstakir launþegar og 18 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.