Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 36
Fjölnir Ég tel Fjölni langmerkasta tímarit 19. aldarinnar, ef ekki merkasta tímarit íslendinga fyrr og síðar. Fjölnir hóf göngu sína árið 1835 og kom út í 9 ár. Útgefendurnir voru: Brynjólfur Pétursson, Jónas Hallgrímsson, Konráð Gíslason og Tómas Sæ- mundsson. Hann hefst á kvæði Jónasar: ísland — ísJand farsælda frón. í formáJanum undirstrika út- gefendurnir fjögur atriði, er þeir vilja öðrum frem- ur leggja áherzlu á. Fyrsta atriðið er nytsemin. „Allt sem í ritinu sagt verður, stuðli til einhverra nota. Annað atriðið, sem við aldrei ætlum að gleyma, er jegurðin. Hún er sameinuð nytseminni, að svo miklu leyti, sem það sem fagurt er ætíð er til nota, andlegra eða líkam- legra, eða þá til eflingar nytseininni. Samt. er feg- urðin henni, cftir eðli sínu enganvegin háð, heldur svo ágæt, að allir menn eiga að girnast hana sjálfr- ar hennar vegna. Eigi nokkurt rit að vera fagurt, verður fyrst og fremst málið að vera svo hreint og óblandað eins og orðið getur, bæði að orðum og orðaskipun. Þriðja atriðið er sannleikurinn. Skyn- semina þyrstir eftir sannleikanum vegna hans sjálfs, hann er henni dýrmætari en svo, að hún í hvert sinn spyrji sig sjálfa, til hverra nota hann sé, hann er sálinni eins ómissandi og fæðan er líkamanum. Enn er í fjórða lagi sá hlutur, án hvers allt hið framan- talda væri manninum einskisvert, og þessi hlutur á, í sérhverju mannlegu fyrirtæki, að sitja í fyrir- rúmi fyrir öllu öðru, og sérílagi að liggja öllum rit- höfundum þungt á hjarta. Skynsemin heimtar ekki aðeins það, sem nytsamt er og fagurt og satt, held- ur einnig það, sem got.t er og siðsamlegt. Allt sem ollað getur siðspillingu verður þessvegna útibirgt úr ritgerðum okkar. Þetta var nú sagt viðvíkjandi höfuðefninu, en það er líka nauðsynlegt að ala önn fyrir skemmtun og fróðleik, og þessvegna munum við árlega ætla til þess nokkrar greinir." Ritinu er skipt í tvo flokka: íslenzka flokkinn og Útlenzka og almenna flokkinn. Um áhrif Fjölnis á vakningu þjóðarinnar er óþarft að ræða. Sunnan-Pósturinn Sama ár og Fjölnir hóf göngu sína, kom út fyrsta mánaðarritið á íslenzku. Sunnan-Pósturinn. Útgef- endur voru nokkrir meðlimir Bókmenntafélagsins. Útsendur að tilhlutun Arna Helgasonar stiftspró- fasts í Görðum. Ritstjóri var Th. Sveinbjörnssen. Efni Sunnan-Póstsins er fjölbreytt, ekki óáþekkt Klausturpóstinum. Hann kom út í þrjú ár. Ný jélagsrit Ný félagsrit, gefin út af nokkrum íslendingum, komu fyrst út í 30 ár, frá 1841—’73. Fyrsta for- stöðunefnd, eins og þeir kalla það, var þessi- Bjarni Sivertsen, Jón Hjaltalín, Jón Sigurðsson, Oddgeir Stephensen og Ólafur Pálsson. Jón Sigurðsson var sá eini þeirra, sem var í nefnd- inni öll árin, enda mun hiti og þungi dagsins liafa hvílt á honum alla tíð. Hann segir í formálanum: „Þegar vér hugleiðum efni vor íslendinga, þá er því eins varið hjá oss og öðrum, að vér eigum einkum tvennt að athuga: ásigkomulag vort og ásigkomulag annara þjóða, og mcðan við lærura ekki að meta hvort um sig uokkuruvegin réttilega, þurfum við ekki að vænta, að oss auðnist framför sú og velgengni, sem vér gætum annars náð. Til að kenna oss þekkingu á hvorttveggja þessu, eru góðar ritgjörðir eitthvað hið helzta meðal, sem oss stendur til boða, og vonanda er að bezt muni hrífa með tímanum, og er hvort atriði um sig nóg efni í ritsafn, sem fram haldið væri smámsaman, enda mundi það vart ofvaxið þeim, er nokkra fróðleiks- fýsn hafa, og nokkuð láta sér annt um alþjóðleg efni, að eiga tvö slík tímarit, og þyrfti enginn sem ætti þau, að vera ókunnugur hinum lielztu málefn- um landsins, ef ritin væri sæmilega af hendi leyst. Hið fyrra atriði, um ásigkomulag sjálfra vor, væri hægast að rita um fyrir þá, sem seztir eru að á ís- landi, eða hafa alið þar mestan aldur sinn, og mætti þar verða efni í gott og fróðlegt tímarit, ef vel tækist til, er þetta nú því ómissanlegra, sem tíminn og þarfir vorar leyfa oss enganvegin lengur að sitja fyrir og fela öðrum hagi vora og velferð, hversu fýsilegt sem sumum kynni að þykja það. En ekki er minna efni, þegar kynna skal sér ásigkomulag annara þjóða og benda til þess, sem eftirtektar- verðast er fyrir oss í fari þeirra, eða reynsla þeirra getur kennt oss. Af því vér vonum að hið fyrra atriði verði í góðum höndum, og oss auðnist að fá gott tímarit um efni fósturjarðar vorrar í landinu sjálfu, höfum vér ásett oss að taka fyrir oss hið seinna atriði, og reyna hversu oss muni takast að vekja eftirtekt samlanda vorra á því, sem hægra er að ná vitneskju um hér en heima á íslandi, og merkilegt þykir og fróðlegt eða nytsamt fyrir lslendinga.“ 32 FRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.