Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 34
hverjum þeim listum og menntum, er íslandi virð- ist mest þörf vera. 3. gr. Svo skal félagið öðru fremur virða þau vísindi, er tilhlýða hugsjónum íslendinga, skulu þar með taldar konstir, handyrðir og fleira annað, skal það greinilega þekking gefa, bæði á því, sem miður er í slikum efnum og hvernig það kunni með sem minnstum starfa og fvrirhöfn, en mestum ábata og nytsemd að færast til betrunar og leiðréttast í öllum greinum. 4. gr. Félagið skal og ástunda að fræða Islendinga á þeim vísindum, sem dregin eru af nákvæmri athygli náttúru skapaðra hluta, svo sem um þeirra sköpun eigið ágæti og fagurleika, og hvað annað þar kann til nytsemdar leiða og eru það þessir lærdómar: 1. Hin náttúrlega guðfræði. 2. Heimspeki önnur, hvar að lýtur siðfra:ði og fleiri menntir. 3. Náttúruspeki og þekking allra dýra og kvikinda, grasa, steina, vökva og annara hluta, þeirra cr til lækninga séu, eður nokkurrar nytsemdar á annan hátt. 4. Þær greinir af Mathematiea, sem almenningi er mest nytsemi að bera nokkurt skyn á. 5. Snjöll vísindi, prúðleg rit og orðalög, bæði í skáld- mælum og lausri ræðu. 5. gr. Einnig skal félagið geyma og varðveita norræna tungu, sem fagurt aðalmál, er langa æfi talað hefur verið á Norðurlöndum, en viðleitast að hreinsa hana frá útlendum orðum og talsháttum, er nú taka henni að spilla. Þetta er sýnishorn af hinum mikla lagabálk fé- lagsins. Árið 1787 er svo bætt við lögin 8 greinum og er Magnús Stephensen þá orðinn gjaldkeri félagsins, og var það upp frá því. Tveim árum síðar, eða 1781, kemur út fyrsta bindi af ritum félagsins, sem kom svo út í 15 ár. Og þrátt fyrir hinn upphaflega víðtæka tilgang þess, bera ritin það ineð sér, að hið nytsama tekur mest rúm þeirra. Engin nöfn standa undir ritgerðunuin, en vitað er að Jón Eiríksson hefur skrifað þessar: Um saltgerð. Hvalaveiði. Marsvínarckstur. Veiði Magnús Kjaran og verkun á laxi og síld, og Að fá drukknaða og helfrosna til lífs á ný. Ólafur Ólafsson þessar: Um lagvað. Um fuglaveiðina við Drangey. Um laxveiðar við Iíellufoss. Um nokkrar límtegundir. Um ljádengslu. Um pottöskusuðu og um matartil- búning. í ritunum er fjöldi af töflum og teikningum til skýringar cfninu. Eru þau öll hin merkilegustu. Minnisverð tíðindi Magnúsar Stephensen, koma út í Leirárgörðum 1796—1802. Þau eiga það sam- eiginlegt við Sagnablöðin og litla Skírni, að þau gefa sig ekki að öðru en fréttum og þeim helzt er- lendum. Frá því Minnisverð tíðindi hætta að koma út árið 1802 og þar til Klausturpósturinn kemur út árið 1818 er einasta tímabilið á 19. öld, sem ekkert tímarit kemur út á íslandi. Kvöldvölcur Hannesar Finnssonar biskups, Vina- gleði og Gaman og alvara Magnúsar Stephensen voru ekki venjuleg tímarit, þótt tilgangurinn væri sá sami. „Kvöldvökurnar eru góð og skemmtileg bók og einkanlega hentug fyrir börn, ef þau gætu varað sig á dönskunni,“ segja Fjölnismenn. Klausturpósturinn Árið 1818 byrjar Magnús Stephensen að gefa út Klausturpóstinn. Er fyrsti árgangur hans prentaður á Beitistöðum, en hinir átta í Viðeyjarklaustri. Klausturpósturinn er að sumu leyti eins og nú- 30 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.