Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 11
koma upp fleiri slíkum bækistöðvum við ísafjarð- ardjúp, en húsbændur hans vildu þá ekki hætta meiru fé til í fyrirtækið en orðið var. Byggingaraðstoð — fiskveiðiverðlaun Hér að framan var að nokkru getið þeirra fríð- inda, sem þeim var lofað, er hæfu verzlunarrekstur á íslandi. Eitt af þessu, sem raunar náði til fleiri en kaupmanna, voru verðlaun eða lán með góðum kjörum vegna bygginga í kaupstöðunum. Verð- launin voru 10% af byggingarkostnaðinum, og var hægt að fá þau greidd fyrirfram gegn því að lagðar væru fram teikningar af bvggingunum ásamt kostn- aðaráætlun og ábyrgð áreiðanlegra manna. A sama hátt var hægt, í stað verðlaunanna, að fá helming hins áætlaða byggingarkostnaðar að láni gegn 2% ársvöxtum og endurgreiðslu lánsins á tíu árum. Urðu menn að skuldbinda sig til að ljúka bygg- ingunum innan tiltekins tíma og láta svo kunn- áttumenn, undir umsjón hlutaðeigandi sýslumanns, meta þær og gera á þeim allnákvæma lýsingu. Þessi hús urðu að vera byggð úr timbri eða steini, og voru því hús, sem gerð voru á íslenzka vísu úr torfi og grjóti, ekki talin hæf til verðlauna eða lána. Björgvinjarmenn kusu fremur að fá verðlaun út á byggingar sínar en lán, en þóttu þessi verðlaun lieldur lág, er til kom, miðað við þann kostnað, sem þeir höfðu lagt í við framkvæmdir sínar á ís- landi. Stafaði þetta af því, að það voru aðeins timburhús þau, er þeir höfðu byggt. í kaupstaðnum ísafirði, sem í rauninni gátu talizt verðlaunahæf, en hins vegar ekki byggingarnar í Bolungarvík. Samt urðu verðlaun þau, er þeir að lokum fengu, nokkru hærri en lögin mæltu fyrir um, og var það að þakka sölunefndinni, sem hafði af hálfu stjórnar- innar umsjón með þróun verzlunarmálanna á ís- landi og fannst mjög til um framtakssemi Jansons og félaga hans. Virtist nefndinni þetta geta orðið mikil lyftistöng fyrir ísafjarðarkaupstað og alla verzlun og útgerð á Vestfjörðum og reyndi því á allan hátt að styðja fyrirtæki þeirra og tala máli þeirra við stjórnina, er með þurfti. Af þessum ástæð- um munu þeir félagar hafa notið tiltölulega meiri aðstoðar en ýmsir aðrir, sem gera vildu tilraunir til verzlunar og útgerðar á Islandi. Áður var á það minnzt, að þeim mönnum, sem gera vildu út skip á fiskveiðar við ísland, var lof- að sérstökum verðlaunum. Voru verðlaunin bundin þeim skilyrðum, að um vel sjófær skip væri að ræða, sem væru sómasamlega búin til fiskveiða, og Vörugeymsluhús Björgvinjarmanna á ísafirði, byggt 1788, 12 X 20 álnir í grunnflöt leggja varð fram sannanir fyrir því, að skipin hefðu verið að veiðum að minnsta kosti tvo mánuði að sumarlagi. Verðlaunin voru löngum miðuð við skip, sem voru 15 til 30 stórlestir (30—00 smálestir) að stærð, og skyldu þau vera 10 rikisdalir á hverja stórlest. Nokkur brögð voru að því, að menn reyndu að fara í kringum reglur þær, sem giltu um veitingu fiskveiðiverðlauna og hreppa þau án þess að hafa uppfyllt skilyrðin. En stundum voru líka gerðar undantekningar frá reglunum, ef sérstaklega þótti standa á, og verðlaunin veitt þótt skilyrðunum hefði ekki verið fullnægt. Virðist þeim Janson og félögum hans hafa verið ívilnað öðrum fremur að þessu leyti. Upphaflega var það ætlunin að veita fiskveiði- verðlaunin eingöngu fyrir þorskveiðar og þess hátt- ar. En Björgvinjarmenn höfðu einnig hug á að reyna síldveiðar og hákarlaveiðar við ísland, og veitti stjórnin þeim einhverja styrki í því skyni. Litlar upplýsingar er að finna um það hvern árang- ur þessar tilraunir hafa borið, en liann mun liafa FRJÁLS VERZLUN 11

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.