Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 35
tímadagblað hvað efní snertir. Hann flytur að sjálf- sögðu greinar um lögfræðileg efni, fróðleik, fréttir, eftirmæli og auglýsingar. Hér er efnisyfirlit fyrsta árgangs: 1. Adrepa um verð, gæði og jöfnuð peninga. 2. Árferði og veðurátta. 3. Auglýsingar. 4. Beitutegundir. 5. Brauðaveitingar og frami. (i. Brauð liðug. 7. Búskapar hugvekjur. 8. Capituls taxtar. ö. Dánir merkismenn á sóttarsæng. 10. Fjórburar fæddir. 11. Fólkstala á íslandi 1818. 12. Fæddir og dánir 1817. 13. Grafminningar. 14. Jarðakaup og auktionir. 15. Jubilhátíðahöld 1817. 16. Iiúa og kálfadauði. 17. Lagasetningar 1816. 18. Landskjálftar. 19. Ljóðmæli. 20. Lofteldar, skaðsamir. 21. Lærdómsframi. 22. Póstskip, nær komið 1818. 23. Prestvígðir 1817. 24. Bit krýnd heiðri og launum. 25. Sérlegur mannkærleiki. 26. Skipreikar og slysfarir. 27. Sólar formyrkvan. 28. Sortulitan. 29. Tíðindi um járn- og stcinkol. 30. Tíðindi útlend merkileg. 31. Undirkompur ltómverja. 32. Þjófabæn. 33. Útskrifaðir úr skóla 1817. 34. Þrifna konan. Af þessu má sjá, hve geysi-fjölbreytt efnið hefur verið. Sama ár sem Klausturpósturinn leið undir lok, 1827, hóf Skírnir göngu sína. Skírnir Bókmenntafélagið er talið stofnað 30. marz 1816. Stofnandi þess og fyrsti forseti var hinn kunni mál- fræðingur og íslandsvinur Rasmus Kristján Rask, en fyrsti varaforseti Bjarni Thorsteinsson, síðar amtmaður, og varð hann forseti eftir Rask. Finnur próf. Magnússon var fyrsti ritari félagsins, en Árni biskup Helgason fyrsti forseti íslendsdeildarinnar. Tilgangur félagsins var að „viðhalda íslenzkri tungu og vernda hana, og að efla íslenzkar bók- menntir“. Hóf félagið þegar útgáfu Sagnablaðanna, sem var fréttablað, svo sem áður er getið, og kom út frá 1817 til 1826, að Skírnir lcysti þau af hólmi 1827 og hefur komið út síðan. Er hann nú talinn elzta tímarit á Norðurlöndum. Skírnir eða Ný tíðindi Hins íslenzka Bókmennta- félags komu fyrst út í litlu broti til ársins 1855. Á titilblaðinu stendur þetta: „Rís nú Skírnir! og skekkils blakki hleyptu til Fróns með fréttir, af mönnum og menntun, segðu mætum höldum og bið þá virða vel“. Og er þetta líka á stóra Skírni fram til 1890, að hann var fluttur hingað heirn. Árið 1905 er Skírnir sameinaður Tímariti hins ísl. Bókmenntafélags og heitir síðan: Skírnir Tíma- rit hins ísl. Bókmenntafélags. Ritstjóra er ekki getið fyrr en eftir heimkomuna. Er Jón Stefánsson fyrsti ritstjórinn hér. En lengst hefur Dr. Guðmundur Finnbogason stýrt Skírni. Auk hans: Dr. Björn Bjarnarson, Einar Arnórsson, Einar Ólafur Sveinsson og loks nú Halldór Hall- dórsson. Ánnann á Alþingi Arsrit fyrir búhölda og bœndafólh á íslandi Tveim árum eftir Skírni hefur Ármann á Alþingi göngu sína. Útgefendur eru þeir: Þorgeir Guð- mundsson og Baldvin Einarsson, en Baldvin skrifar að mestu einn þessa fjóra árganga, er út komu. Ármann á Alþingi er fyrsta stéttamálgagn á ís- landi. Baldvin segir í formála, að erlendis sé það siður, að stéttir hafi með sér félagsskap, komi sam- an og ræði áhugamál sín. Hann lætur bændur koma saman á Þingvöllum í sama tilgangi og taka ýmsir til máls, en merkust er ræða Ármanns sjálfs í öðr- um árgangi. í fyrsta árgangi er Búnaðarbálkur Eggerts Ólafs- sonar prentaður. En auk þess að vera búnaðarrit, átti Ármann á Alþingi „að vekja andann í þjóð- inni og minna hana á að meta sig réttilega.“ Baldvin lézt, svo sem kunnugt er 1833 og Ármann á Alþingi með honum. FKJÁLS VJEKZLUN 31

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.