Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 41
STEFNUMÓT
Saga eftir Þóri Bergsson
Það var í annað sinn á hálfum mánuði að ég
kom fram í ytri skrifstofuna úr minni og spurði
um Ragnar Ketilsson og var sagt að hann hefði
brugðið sér út í miðjum vinnutíma. Þetta var svo
sem ekkert tilefni til undrunar í sjálfu sér, en í
þau tuttugu ár, sem hann hafði setið í þessari
skrifstofu mundi ég ekki, að hann hefði verið fjar-
vistum J)aðan nema í orlofi sínu eða J)á, þó örsjald-
an, í veikindaforföllum. Og þá saknaði ég ætíð J)essa
ágæta vinar míns og nú meðeiganda í fyrirtæki
því er ég hafði stofnað fyrir tuttugu árum.
Þetta var annars dálítið einkennilegt verzlunar-
fyrirtæki. Við vorum umboðs- og heildsalar fjögur
saman, og það er rétt, að ég geri nokkra grein
fyrir því og kynni okkur fyrir þeim, er kunna að
lesa þessa frásögn. Ég er stofnandi fyrirtækisins,
fjörutíu og þriggja ára. Eg hafði nýlega lokið verzl-
unarskólanámi i Bretlandi og Svíþjóð er foreldrar
mínir fórust í bílslysi. Ég var einbirni og þekkti
fáa nákomna ættingja, því ég hafði dvalið erlendis
langdvölum frá því að ég var fimmtán ára, aðeins
komið heim til Reykjavíkur í stuttum leyfum. Faðir
minn hafði verið kaupmaður og erfði ég eigur hans
og þeirra foreldra minna, sem var gott hús í mið-
bænum og talsverðar aðrar eignir.
Ragnar Ketilsson var einu ári eldri en ég. Eftir
að ég hafði rekið smásölu föður míns í tvö ár
breytti ég til og hóf heildsölu. Ragnar var þá ný-
lega komin til landsins frá löngu námi og störfum
í Evrópu og Ameríku. Ég þekkti hann að dugnaði
og reglusemi og við vorum kunningjar. Hann var
prýðilega menntaður maður, málagarpur mikill og
veraldarvanur. Eignalítill var hann, foreldrar hans
voru einhvers staðar á Austfjörðum, J)ar sem faðir
hans rak smáverzlun og útgerð. Ég bauð honum
að gerast félagi minn gegn litlu framlagi, tók hann
því J)egar. Skömmu síðar kvongaðist hann mjög
elskulegri ungri stúlku. Ég kom mjög sjaldan á
heimili þeirra, J)ví ég var og er ómannblendinn og
umgekkst fáa nema viðskiptavini og þeir eru nú,
eins og allir vita, oftast engir vcrulegir vinir. Ég
hrósaði mér með sjálfum mér, af því að vera sjálf-
um mér nógur í einkalífinu, ég vann mikið og þær
fáu stundir sem afgangs voru notaði ég til þess að
hvíla mig, lesa bækur og safna bókum. Auk þess
hafði ég gaman af því að ganga um fjörur og fjöll,
holt og hæðir og skoða fugla, skordýr og aðrar
lifandi skepnur, steina, blóm, horfa á ský og hafið,
mikilúðlegt eða þá spegilslétt.
Auk okkar Ragnars Ketilssonar voru nú í félags-
skapnum þær frú Bergljót Holt, ekkja um fertugt
og stúlka að nafni Guðlaug Helgadóttir. Frú Berg-
Ijót hafði misst mann sinn eftir eins árs sambúð,
hún var dugleg, vel menntuð kona, barnlaus. Hún
hafði verið gjaldkeri og meðeigandi okkar í tólf ár.
Hún var falleg kona, há og grönn, alúðleg og að-
lanðandi í viðmóti. Hún hefði verið vel fær um að
taka að sér verzlunina og stjórna henni hvenær sem
var, enda gerði hún það oft, er við vorum báðir
fjarverandi um nokkurra daga skeið. — Ungfrú
Guðlaúg Ilelgadóttir var langyngst, hún var að-
eins tuttugu og átta ára. Hún hafði víst verið
mjög bráðþroska, því þegar hún kom til okkar
fyrir tíu árum var hún útlærð í hraðritun á ensku
og íslenzku, hafði próf frá verzlunarskóla í Edin-
borg. Hún var þá þegar, átján ára gömul, full-
vaxin stúlka, mjög glæsileg í sjón, fremur alvarleg
á svip sem von var, J)ví J)að var eins ástatt með
hag hennar og hafði verið fyrir mér, foreldrar henn-
ar höfðu dáið með stuttu millibili og hún var eina
barn þeirra. Mér þótti heppilegast að verzlunin
væri sameign þeirra er að henni unnu og bauð Guð-
laugu því að verða meðeigandi. Þáði hún þetta
boð okkar. Eg hafði ætíð kviðið J)ví að önnurhvor
J)essara kvenna, eða báðar, tækju upp á J)ví að
gifta sig og var þá alveg undir hælinn lagt hvernig
maki þeirra reyndist og þessum fyrirmyndar félags-
skap gat verið stórhætta búin af slíku. En ekki
bólaði á neinni slíkri truflun ennþá. Sjálfur hafði
ég raunar verið hrifinn af þeim báðum, fyrst Berg-
FRJÁLS VERZLUN
37