Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 44
Guðmundur Gíslason Hagalín: Hundar og menn „Þá lét Drottinn Guð hann fara burt úr aldin- garðinum Eden til að yrkja jörðina, sem hann var tekinn af. Og hann rak manninn burt og setti ker- úbana fyrir austan Eden-garð og loga hins svipanda sverðs til að geyma vegarins að lífsins tré.“ Þannig endar syndafallssagan í Heilagri Ritn- ingu, en gömul austurlenzk sögn greinir frá því, að meðan Adam hafi verið í Paradis, hafi öll dýrin, sem Guð hafði skapað, verið þessum föður mann- kynsins blíð og auðsveip, en þegar hann hafi verið kominn í ónáð hjá skapara sínum, hafi viðhorf þeirra breytzt. Þau hafi orðið honum fráhverf. Hann hafi svo tyllt sér niður og setið ærið stúrinn. Ekki er þess getið, hvar Eva var, en ekki þarf að teljast ólíklegt, að þeim hafi orðið eitthvað sundur- meðan Guðlaug færði sig í sætið við hliðina á mér. Það var farið að rökkva, en þó ekki aldimmt. Ég opnaði hurðina og Bergljót kom út úr bifreið- inni. Hún tók í hendina á mér: Þetta var gott og skemmtilegt kvöld, sagði hún. Þakka þér fyrir, góði. Þetta getur allt lagast hjá þér, — hjá ykkur öllum. Svo hljóp hún inn í húsið. Og ég fór inn í bifreiðina til Guðlaugar. Við sögum ekki orð er við ókum heim í kvöld- kyrrðinni. En ég var alveg viss um það hvað hún var að hugsa. Er við komum að húsdyrunum hjá henni og ég hafði stöðvað vagninn sneri ég mér að henni. Guðlaug! Já. Gætirðu hugsað þér að verða konan mín? Ég elska þig, sagði hún afar lágt. Ég hugsaði sem svo, að ég hefði víst átt að byrja með því að segja þessi þrjú orð við hana, en héðan af gerði það ekkert til. orða, því að Adam kenndi Evu um og Eva aftur höggorminum, þegar Drottinn krafði þau sagna. Mætti vel vera, að Adam hefði sagt sem svo: „Það var ekki dónaleg frammistaða hjá þér að fara að tæla mig til að éta þetta epli!“ „Hvað er þetta, maður?“ kynni Eva að hafa svarað. „Ekki neyddi ég því upp á þig, sagði bara svona í grannleysi, af því ég hélt þig langaði í: „Vilt þú kannski smakka, Adam?“ þú þurftir ekk- ert að þiggja það.“ „Þegiðu bara og skammastu þín!“ hefur svo ef til vill skroppið út úr Adam. Og þá er ekkert vísara, en Eva hafi sett í sig gutt og rokið eitthvað burt, kannski hugsað sér svona undir niðri, að þau gætu varla verið einu manneskjurnar á jörðinni — og ef það væri rétt til getið, væri ekki ómögulegt, að hún gæti lægt rost- ann í Adam. . . . Nema svo mikið er víst, að Adam sat stúrinn og einmana. Þá var það, að hann heyrði hratt en mjúkt fótatak, hefur auðvitað hvarflað að honum, að þar mundi Eva komin, enda líklega að litlu að hverfa hjá henni, ef hans nyti ekki við. Og Adam lét eins og hann heyrði ekki, að neinn væri að koma. En allt í einu fann hann, að eitthvað mjúkt og hlýtt straukst um vangann á honum. Þá leit hann við og sá standa fyrir framan sig eitt af dýrunum úr Eden, skepnu, sem honum hafði þótt þar heldur lítilfjörleg samanborin við ljónið og tígrisdýrið og fílinn, svo ekki sé nú nefndur hvalurinn, sem annað veifið kom upp á yfirborð Edensfljótsins og blés í loft upp háum vatns- og gufustrók, sem Paradísarsólin gyllti fagurlega. Dýr- ið var sú skepna, sem Guð hafði að sköpun lok- inni kallað hund, og nú hafði Adam hlotið vin og félaga, sem bæði reyndist honum þarfur sakir þess, að eftir tilkomu hans var hann ekki eins háður duttlungum Evu, sem mun fljótlega hafa fundið, að þarna var kominn keppinautur um hylli Adams, og eins ómetanleg hjálparhella við dýraveiðar. 40 FRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.