Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 10
bænda sinna, þar eð þeir gáfu honum mjög frjálsar hendur með alla tilhögun framkvæmdanna á ís- landi. Heideman kom til ísafjarðar vorið 1788 og átti í byrjun við ærið marga örðugleika að etja ekki sízt sökum húsnæðisleysis. Hann hafði að vísu meðferðis bréf frá rentukammerinu til Jóns Arn- órssonar, sýslumanns í ísafjarðarsýslu, um að veita honum alla nauðsynlega aðstoð, og brást sýslu- maður vel við því. Auk þess hafði Heideman með- ferðis bréf sölunefndar til Thiele, verzlunarstjóra Altonamanna, þar sem mælzt var til þess, að hann lánaði Heideman eftir beztu getu húsnæði fyrir hann sjálfan og vörur hans, þar til hann hefði kom- ið sér upp húsum. Altonamenn höfðu þá fengið umráð yfir öllum húsakynnum konungsverzlunarinnar á ísafirði og virðast, svo sem fyrr var sagt, hafa gert sér von um að sitja að mestu einir að verzluninni þar, að minnsta kosti fyrst um sinn. Þótti nú Thiele illan gest hafa borið að garði og aftók ekki aðeins með öllu að liðsinna honum á nokkurn hátt, heldur gerði hann honum og flest það til miska, er hann mátti. Heideman hafði komið á einu skipi, sem nær ein- göngu var hlaðið verzlunarvörum og hafði fyrir- mæli um að afferma það hið skjótasta eftir komu sína og senda það á fiskveiðar, til þess að það yrði aðnjótandi fiskveiðiverðlauna þeirra, sem í boði voru. Húsbændur hans í Björgvin höfðu nefnilega gert fastlega ráð fyrir því, að hann fengi erfiðis- munalaust húsaskjól til bráðabirgða hjá Altona- mönnum og sendu því hvorki tilhöggvin hús né annað teljandi byggingarefni með þessu skipi. Jón sýslumaður, sem var búsettur á Reykjanesi, gat eðlilega ekki liðsinnt Heideman með húsnæðí, og Thiele lét sig ekki heldur við fortölur sýslu- mannsins eða sóknarprestsins á Eyri. Varð niður- staðan sú, að þeir prestur og sýslumaður leyfðu Heideman að geyma í kirkjunni þær vörur, sem hættast var við skemmdum, en annað varð hann að hafa undir berum himni eða í torfkofa einum, sem hann kom sér upp í skyndi til að geta byrjað einhverja verzlun. Byggingarfrcrmkvæmdir Björgviniarmanna Raunar leið ekki á löngu áður en tvö skip komu frá Björgvin með tilhöggvin hús og annað efni, sem til þurfti, og var þá þegar liafizt handa að koma upp íbúðarhúsi og vörugeymsluhúsi. Ætlazt hafði verið til að smíði þessara húsa yrði að fullu lokið sumarið 1788, en hér komu nýir erfiðleikar til sögunnar, sem Janson og félagar hans höfðu ekki gert ráð fyrir. Á ísafirði, sem var jú einn hinna nýstofnuðu kaupstaða, bjuggust þeir við að geta fengið menn til smíðavinnu og annarra starfa við byggingarnar, en urðu þar fyrir ærnum vonbrigð- um. Enginn lærður trésmiður var þá enn búsettur þar og yfirleitt erfitt að fá menn til nokkurra starfa. Neyddist því Heideman til að láta áhafnir hinna tveggja skipa vinna að því um sumarið að koma upp húsunum, í stað þess að senda skipin á fiskveiðar eins og ráðgert hafði verið. Vorið eftir komu enn hús og annað byggingar- efni frá Björgvin og einnig árið 1790. Var bygging- arframkvæmdunum þannig haldið áfram viðstöðu- laust þessi ár, en þeim mun hafa verið lokið að fullu með árinu 1791. Alls byggðu Björgvinjarmenn átta hús á ísafirði, þar af fjögur timburhús. Voru þrjú þeirra, nefnilega íbúðarhúsið, sölubúðin og vörugeymsluhúsið, mjög vönduð bjálkahús, með þaki úr tvöföldum borðum og veggirnir klæddir borðum utan á bjálkana. En útlit þessara húsa og stærð þeirra má ráða af meðfylgjandi myndum og skýringunum með þeim. Fjórða timburhúsið vargert úr trégrind með þaki úr tvöföldum borðum en gafl- ar og hliðar með einfaldri timburklæðningu. Þetta hús hafði 13X30 álna grunnflöt og var einnar hæð- ar hátt. Stóð það alveg niðri við sjó, og segir í lýs- ingu af því frá 1792, að það sé þannig útbúið að draga megi inn í það sex stóra fiskibáta, þá sé þar aðstaða til beykisstarfa og til lýsisbræðslu, og einn- ig séu þar uppsettar tvær kvarnir til kornmölunar. Hin húsin fjögur voru byggð á íslenzka vísu og því með torfveggjum og þakin torfi, en í flestum þeirra mun hafa verið súð og þau þiljuð að innan. í þessum húsum voru meðal annars bústaðir fyrir starfslið og svefnstaðir fyrir aðkomumenn. Þá var þar sérstakt smiðjuhús, Jjví vegna hins algera skorts íslenzkra iðnaðarmanna á staðnum, sáu þeir Janson og félagar hans sér ekki annað fært en senda þang- að iðnaðarmenn frá Noregi, og þótti bændum í nágrenni ísafjarðar hið mesta hagræði í þessu. Með því að tilgangur Björgvinjarmanna var engu síður að reka útgerð en verzlun á íslandi, þóttust þeir þurfa meira athafnasvæði en það, sem þeir fengu til umráða á Skutulsfjarðareyri. í því skyni fengu þeir leyfi hlutaðeigandi til að koma sér upp bækistöð í Bolungarvík og reistu þar, árin 1789— 91, tvö vönduð timburhús til íbúðar, verzlunar og fiskverkunar, auk nokkurra smærri fiskverkunar- liúsa. Iíafði Iíeideman meira að segja hug á að 10 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.