Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1967, Page 10

Frjáls verslun - 01.12.1967, Page 10
!□ FRJÁLS VERZLU N hafði verið vistin hjá Hellyers- bræðrum. „Þau ár voru minn há- skólí,“ hefur hann sagt. Félagar Tryggva í hlutafélaginu Júpíter voru þeir Þórarinn Ol- geirsson, Loftur, Kristján og Þórð- ur Bjarnasynir og Joe Little, út- gerðarmaður í Grimsby, mágur Þórarins. Þeir Loftur, Tryggvi, Vilhjálmur Árnason og Þórarinn áttu síðar, eða árið 1936 hlut að stofnun hlutafélagsins Venusar, en það rak samnefndan togara. Árið 1939 var Marz hf. stofnað um togarann Hafstein og voru þar sömu menn að verki og í Venus hf., en að auki Ólafur Ófeigsson, bróð- ir Tryggva, er var skipstjóri á Hafsteini. í ágúst 1940 hætti Tryggvi skip- stjórn, fór í land og gerðist fram- kvæmdastjóri Júpíters hf. og Marz hf. Árið 1945 skildi með Venusarfélaginu og þessum tveim- ur félögum og Tryggvi flutti all- an rekstur Júpíters og Marz frá Hafnarfirði til Reykjavíkur árið 1947. Um næstu áramót verða lið- in 20 ár frá því að Júpíter hf. og Marz hf. hófu starfsemi sína í Reykjavík. Þessi félög keyptu ný- sköpunartogarana Neptúnus árið 1947, Marz árið 1948 og togarann Úranus árið 1949. Árið 1960 keypti Júpíter hf. togarann Gerpi frá Neskaupstað og var hann skírð- ur Júpíter og varð hið frægasta aflaskip. Árið 1960 keypti Marz hf. togarann Keili frá Hafnarfirði en vélin í honum ónýttist og ligg- ur hann nú í Reykjavíkurhöfn. „Við keyptum b.v. Úranus af Reykjavíkurborg," segir Tryggvi. „Við keyptum fleiri togara en nokkurt annað hlutafélag. Ég held að kaup þessara nýsköpunartogara hafi sparað Reykjavíkurborg á að gizka 10 milljónir króna á skip miðað við það að bærinn hefði gert þá út og líklega töluvert meira fé hefur sparazt þegar alls er gætt. Við keyptum Gerpi frá bæjarútgerðinni í Neskaupstað af því að við vildum ekki að togar- inn yrði seldur úr landi. Við borg- uðum 8 milljónum meira fyrir hann en togarinn kostaði nýr, eða rúmar 20 milljónir króna. Hann var þriggja ára gamall. Þetta er talið eitt bezta sjóskip, sem íslend- ingar eiga. Þegar við keyptum Keili stóð síldveiðin sunnan og vestan lands sem hæst. Við ætluð- um að nota skipið til síldarflutn- inga á erlendan markað. Einhverra hluta vegna fengum við ekki út- flutningsleyfi. Þá tókum við það til bragðs að gera hann út á net eina vertíð. í lok þeirrar vertíðar brotnaði vélin niður. Síðan heíur hann «’erið einn af þeim togurum, sem liggja aðgerðalausir í Reykja- vikurhöfn.“ Útgerð hinna togaranna hefur gengið afburðavel. Togarinn Nep- túnus setti heimsmet í sölu á brezk- um markaði árið 1948. Það met stóð óhaggað í 13 ár. En árið 1966 náði togarinn Marz heimsmeti í sölu á brezkum markaði og þá var metið aftur komið til útgerðarfé- laga Tryggva Ófeigssonar. Júpíter hefur selt hærra í Þýzkalandi úr einni veiðiferð en nokkur annar íslenzkur togari. Undanfarin tvö ár var betri afkoma á rekstri Úr- anusar en nokkurra þeirra nýju togara, sem keyptir voru til lands- ins 1960. Tryggvi Ófeigsson hefur sýnt það margsinnis að hann fylgist með öllum nýjungum í togaraút- gerð og er reiðubúinn til að hag- nýta sér þær ef hann telur grund- völl fyrir því. Þessu til sönnunar er ekki aðeins það, að hlutafélög undir hans stjórn keyptu fleiri ný- sköpunartogara en önnur hlutafé- lög í landinu. Ýmsar tilraunir með endurbætt veiðarfæri hafa farið fram á togurum sem Tryggvi Ó- feigsson gerir út. Tryggvi hefur og kannað ýmsar nýjungar, sem komið hafa fram erlendis. Hann er sannfærður um kosti margra þess- ara nýjunga. Hins vegar telur hann ekki tímabært að taka þær upp hér. Hann hefur t. d. bent á að skuftogarar verði engin skyndi- lausn á vandamálum togaraútgerð- ar á íslandi meðan rekstrargrund- völlur togaranna er óbreyttur. „Hugmyndir manna um endurnýj- un togaraflotans eru út af fyr- ir sig ágætar,“ segir Tryggvi. „En hafa ber í huga að ef kaupa á nýtt skip, þá kostar það 40—50 milljón- ir króna.Útgerðin verður að hafa ca 10 milljónir króna handbærar afgangs í afborganir og vexti um- fram það sem þarf að greiða vegna gömlu togaranna sem nú eru gerð- ir út. Togurum hefur aldrei verið bættur sá skaði sem hlauzt þegar þeir voru sviptir þýðingarmiklum fiskimiðum við útfærslu land- helginnar. Reglurnar um báta- gjaldeyrinn voru togaraútgerðinni alltaf í óhag í samanburði við bátaútveginn. Og svo má lengi telja. En rekstrargrundvöllur tog- araútgerðar er sem sagt ekki fyrir hendi og endurnýjun togar- anna er tómt mál fyrr en búið er að lagfæra þetta atriði. Það verð- ur mál Alþingis hve margir skuli vera á togurum en vitaskuld verða að koma styrkir á móti, ef þeir verða fleiri en útgerðinni þykir nauðsynlegt að hafa og hafðir eru í vinnusal frystihússins á Kirkjusandi.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.