Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1967, Side 25

Frjáls verslun - 01.12.1967, Side 25
FRJÁLS VERZLUN 17 íslendingar gengu út í á viðskipta- sviðinu í útflutningsverzluninni, þegar þeir af krafti einbeittu sér að þessum málum eftir endur- heimt sjálfstæðisins 1944. Áður höfðu þeir að sjálfsögðu flutt út sjávarafurðir eins og ís- fisk, saltfisk, skreið, lýsi og mjö' o. fl., en það var við aðstæður gjör- ólíkar þeim, sem tóku við eftir seinni heimsstyrjöldina og við til- komu nýrra neyzluvenja á helztu mörkuðum. Þessi atriði og fleiri hafa átt rík- an þátt í að móta skipan íslenzkrar útflutningsverzlunar. Skal það nokkuð rakið eftir þýðingarmestu vöruflokkunum. Saltfiskur. Fram til ársins 1932 eða þess árs, er heimskreppan náði til ís- lands og lék landsmenn hvað grá- ast, hafði sala á saltfiski verið í höndum einkaútflytjenda, sem all- ir seldu inn á sömu markaði og keppti því hver við annan um hylli kaupenda. Voru það einkum kaup- endur á Spáni, Ítalíu og í Portúgal. Vegna þessa fyrirkomulags og tak- mörkunar markaðanna leiddi þetta útflutningsfyrirkomulag oft til undirboða og þar með lægra verðs landsmönnum til tjóns. Á kreppuárunum keyrði um þverbak og þótti sá seljandi hólp- inn, sem fyrst og auðveldast gat losnað við afurðirnar. Við þetta féll markaðsverðið niður úr öllu valdi og við blasti hrun sjávarút- vegs og saltfiskframleiðslu. Voru þá í samstarfi helztu saltfisfram- leiðenda og ríkisvaldsins stofnuð með lögum ein sölusamtök: Sölu- samband íslenzkra fiskframleið- enda, er annast skyldi sölu salt- fisks. Með þessu var komið í veg fyrir að íslenzkur saltfiskur væri undirboðinn á erlendum mörkuð- um framleiðendum og þjóðinni til tjóns. Vil ég undirstrika, að tak- mörkun markaðanna sjálfra, bæði hvað snertir það magn, sem þeir hugsanlega geta tekið á móti án þess að til verðfalls komi, sem og skipulag markaðanna, þ. e. hvort um er að ræða fáa en stóra kaup- endur eða eigi, ræður oft úrsiit- um um, hvort nauðsynlegt er að hafa ein eða tvö útflutningssamtök eða fjölda útflytjenda. í sölu salt- fisks var og er það nauðsynlegt að hafa sölusamtök sem og í sölu frystra sjávarafurða og saltsíldar, og gildir þetta einnig um flesta aðra vöruflokka í útflutningi okk- ar íslendinga, þótt sú skipan hafi ekki komizt á nema að takmörk- uðu leyti. Frystar sjávarafurðir. 1 freðfiskinum mynduðust svo til þegar í upphafi tvö megin út- flutningssamtök, S. H. og Sjávar- afurðadeild SÍS. Samhliða þeim hafa á vissum tímum starfað sjálf- stæðir útflytjendur, en það hefur gefið mjög slæma raun, enda hafa þeir framleiðendur, sem tíma- bundið hafa látið einkaútflytjend- ur annast sölu fyrir sig, allir snú- ið aftur til samtakanna, þannig að þáttur einkaútflytjandans í sölu frystra sjávarafurða hefur aldrei verið mikill. Meginástæða þess er, að í freð- fiskinum er samkeppnin á mörg- um mörkuðum mjög takmörkuð meðal kaupenda vegna þess, að á flestum þeirra eru fá en stór fyr- irtæki mestu ráðandi, eða kaup- andinn er aðeins einn, eins og t. d. á sér stað í Austur-Evrópu, og ríður á, að seljandinn, þ. e. a. s. í þessu tilfelli íslenzkir framleið- endur, standi sameinaðir, er þeir bjóða fram vöruna, ella verða þeir að sæta lökustu kjörum, sem leiðir af undirboðatilhneigingu fjölda seljenda. Sterkasta aðstaða framleiðanda á háþróuðum neytendamörkuðum er fólgin í því að geta fylgt vör- unni eftir til neytandans og tryggt sér þannig hugsanlegan ávinning á öllum stigum fram- leiðslu og sölu, jafnframt því, sem hann tryggir vöru sinni örugg tengsl við neytandann. — Þetta hafa SH og SÍS reynt að gera í Bandaríkjunum með eigin verk- smiðjum, sem framleiða tilbúna fiskrétti, er seldir eru um gjörvöll Bandaríkin undir eigin vörumerkj- um. Hefur það gefið góða raun, og er þetta orðinn stærsti og ör- uggasti markaður íslendinga fyr- ir unnar sjávarafurðir. En markaðsuppbygging sem þessi kostar hundrað milljóna króna og skilar árangri og af- rakstri yfir langt tímabil og væri óhugsanlegt að framkvæma þetía nema í skjóli sölusamtaka, þar sem fjármagn væri tryggt, jafnframt því, sem framleiðslumöguleikar hraðfrystihúsanna væru sam- ræmdir við þarfir markaðanna. Eðli eftirspurnar og markaðsað- stæður krefjast þess, að samstillt átak sé í framleiðslu og sölu frystra sjávarafurða, ef árangur á að nást og góð nýting á að verða á þeim fisktegundum, er á land ber- ast. Fisk- og síldarmjöl. í útflutningi fisk- og síldarmjöis er starfandi nokkur fjöldi útflytj- enda og hið sama má segja um lýs- ið. Þeir flytja flestir út á svip- uðu verði og kaupendur eru mjög fáir, en samkeppni frá öðrum framleiðslulöndum mikil. Flest bendir til að æskilegt væri að í þessum afurðategundum væru annað hvort starfandi fáir útflytj- endur eða samtök, er tryggðu bet- ur að ekki ætti sér stað glundroöi í framboði. Skreið. Skömmu eftir styrjaldarlok stofnuðu skreiðarframleiðendur með sér samtök, Samlag skreiðar- framleiðenda, og fóru þessi sam- tök um all-langt skeið með söiu verulegs hluta skreiðarframleiðsl- unnar. Illu heilli molnaði veruleg- ur hluti þátttakenda síðar úr þess- um samtökum, þannig að á und- anförnum árum hefur útflutning- urinn verið í höndum fjölmargra aðila. Hefur þetta fyrirkomulag án efa valdið miklum glundroða á skreið- armarkaðinum, eins og mörg dæmi sanna, öllum til skaða, og væri nauðsynlegt og vonandi, að þessir aðilar skipuðu sér sem fyrst í þétla fylkingu um útflutninginn. Saltsíld. Vegna þröngra markaðsað- stæðna hefur saltsíldin verið í höndum eins útflytjanda, Síldarút- vegsnefndar. Eftirspurn eftir sait- síld fer yfirleitt dvínandi. Er mjög erfitt um vik að selja hana, en a því leikur ekki nokkur vafi, að íslendingar hafa verið með goð markaðsverð fyrir sína útfluttu saltsíld. Bendir það til að þetta fyrirkomulag, að hafa einn út- flytjanda, hafi verið til góðs. Hins vegar munu nú vera uppi ráða- gerðir hjá saltsíldarframleiðend- um um að efna til sjálfstæðra sölu- samtaka, ekki ósvipuðum Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna. Það eru frjáls samtök þeirra.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.