Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1967, Page 69

Frjáls verslun - 01.12.1967, Page 69
FRJÁLS VERZLUN 41 : | FATATÍZKAN STÆRSTA TÍZkLSÝNINGIN Modelsamtökin, sem eru samtök sýningarfólks, efndu til einnar stærstu tízkusýningar, sem hér hefur verið' haldin að Hótel Sögu föstudaginn 8. desember s.l. Þar var sýndur tízkufatnaður fyrir karla og konur bæði innlendur og útlendur fatnaður. Tólf stúlkur, tveir herrar, tveir unglingar og tvö börn sýndu í rúmlega einn og hálfan tíma. Húsfyllir var á sýn- ingunni og komust raunar færri að en vildu. Skömmu áður höfðu Modelsamtökin haklið sérstaka tízkusýningu fyrir kaupmenn og framleiðendur, sem var mjög vel sótt. Um tuttugu verzlanir og framleiðendur sýndu vörur sínar á þessari sýningu. Þarna voru sýndir kjólar, kápur, dragtir, skór, sportfatnaður og frakkar fyrir konur og jakkaföt, frakkar, peys- ur, skór fyrir karlmenn, buxna- dragtir, kjólar og skór fyrir ungl- ingsstúlkur og útifatnaður og inni- fatnaður fyrir börn. Jón Múli Árnason, útvarpsþulur, var kynn- ir. Formaður Modelsamtakanna er Pálína Jónmundsdóttir og skipu- lagði hún sýninguna ásamt Unni Arngrímsdóttur. — Frjáls verzlun birtir hér nokkrar myndir frá þessari velheppnuðu sýningu, sem var ekki sízt til sóma fyrir inn- lenda framleiðendur, sem komu mjög á óvart á þessari sýningu.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.