Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1969, Page 13

Frjáls verslun - 01.03.1969, Page 13
FRJALS VERZLUN 9 UPPVAXTARÁRIN. Alfreð Elíasson er fæddur í Reykjavík árið 1920. Foreldrar hans voru Elías Dagfinnsson, bryti, sem nú er látinn, og Áslaug Kristinsdóttir. Hann fæddist að Njálsgötu 44 og þar bjó hann til tíu ára aldurs. Af skólagönguhans er það að segja, að sjö ára gamall var hann settur til náms í Landa- kotsskólanum, og um fermingar- aldurinn hóf hann nám í Verzl- unarskóla íslands. Viðskiptagáfan virðist hafa verið Alfreð í blóð borin, því að strax á skólaárum sínum tók hann að stunda „smá business", eins og hann nefnir það sjálfur — seldi til að mynda frímerki, og síðar keypti hann leigubíi og gerði hann út á B.S.Í. Bilstjóra varð hann að fá til að aka bílnum, og fékk sá 25% af akstursgjaldinu. Síðar ók Alfreð bílnum sjálfur. Námsárin voru á enda, og Al- freð hóf störf hjá Kassagerð Reykjavíkur. Jafnframt hélt hann áfram að gera út leigubíla, en þeir voru nú orðnir þrír talsins. En starfstíminn í Kassagerðinni var þó einungis millibilsástand, því að hugur Alfreðs stefndi mjög í eina átt — flugið heillaði hann — og hann tók að kanna mögu- leika á námi á því sviði. í FLUGNÁMI í KANADA. Árið 1943 hélt Alfreð vestur um haf í fyrsta sinn og ferðinni var heitið á flugskóla í Winnepeg. Til að hafa upp í ferða- og náms- kostnað varð hann að selja bíl- ana. Námið í flugskólanum tók tæp tvö ár, og þar fékk Alfreð marg- víslega menntun og þjálfun á sviði flugsins. Eitt af hlutverkum nemenda flugskólans var að þjálfa siglingafræðinga og svokallaða „bombara", þ.e.a.s. sprengjukast- ara, sem ákveða hvenær rétt er að láta sprengjurnar falla. Eins og gefur að skilja voru þessir ný- liðar mismunandi hæfir í því að hitta og þekkja mörkin. Ásamt Alfreð stunduðu Krist- inn Olsen og Sigurður Ólason flugnám í Kanada á þessum tíma. Þegar dvölinni í flugskólanumvar lokið, hófu þeir félagar kennslu- störf hjá kanadíska flughernum, og gerði kennslustarfið þeimkleift að festa kaup á flugvél, sem var af Stinson gerð — þriggja sæta. LOFTLEIÐIR STOFNAÐ. Þremenningarnir flugu Stinson- vélinni til New York, en þcir var hún sett á skip og flutt sjóleiðis til íslands. Á leiðinni fréttu þeir, að ein af flugvélum Flugfélags ís- lands hefði farizt, og áttu þeir þá von á, að þeim myndi reynast auðvelt að fá vinnu fyrir sig og vélina hér heima. Svo reyndist þó ekki vera, og fremur af nauðsyn en vilja var flugfélagið Loftleiðir stofnað hinn 10. marz 1944. í upphafi skiptu þeir félagar fluginu jafnt á milli sín, en jafn- framt var nokkur verkaskipting viðhöfð á öðrum sviðum. Þannig sá Kristinn Olsen til að mynda um viðhald og viðgerðir og var ábyrgur fyrir þeim, en Alfreð íor með bókhald og fjárreiður. Loftleiðir fékk fljótlega samn- ing um síldarleit, en samhliða því var flogið á Vestfirði í farþega- flug og farin sjúkraflug, en Loft- leiðavélin var hin eina hérlendis, sem þá gat lent á sjó. Á næstu árum var svo flugvéla- kostur Loftleiða aukinn með kaup- um á vélum af ýmsum gerðum, og jókst farþegatalan jafnt og þétt. Fyrstu árin gegndi Alfreð jöfn- um höndum starfi framkvæmda- stjóra og flugmanns, en síðar var þessu breytt og önnuðust þeir Gunnar Gunnarsson (nú fram- kvæmdastjóri íslenzkra aðalverk- taka) og Hjálmar Finnsson (hjá Áburðarverksmiðjunni) fram- kvæmdastjórastarfið á tímabili. Alfreð tók aftur við því starfi ár- ið 1953. Ýmsir erfiðleikar blöstu við þessu litla flugfélagi, og gefum Al- freð orðið: „Þegar innanlandsflug- inu var skipt, þá var það gert á þann hátt, að ekki gat talizt sann- gjarnt, og hlutur Loftleiða of smár til að hægt hefði verið að halda áfram flugrekstri innan- lands. Á þessu tímabili munaði einnig litlu, að Loftleiðir hefðu þurft að hætta starfrækslu vegna

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.