Frjáls verslun - 01.03.1969, Side 21
FRJALS VERZLUN
17
vegar samdráttur í mjólkurfram-
leiðslunni, svo það horfir ekki
vel með útflutning í ár. Samdrátt-
urinn stafar af því, að nú er frem-
ur að harðna í ári, hey voru ekki
góð og minna er gefið af fóður-
bæti.
— Hvernig er með útflutning
sértegunda af ostum?
— Það er tæplega mikill mark-
aður fyrir hendi þar, það eru
framleidd þvílík ósköp af þessu
erlendis. Það er hjá Flóabúinu og
svo á Akureyri, sem þessir ostar
eru framleiddir fyrir innlendan
markað og ég held mér sé óhætt
að segja, að þeir hafi náð miklum
vinsældum.
— Hvað starfa margir menn
hjá fyrirtækinu?
— Starfsliðið telur 25, mest eru
það bílstjórar og afgreiðslumenn.
Við höfum okkar eigin bíla í út-
keyrslur, sem sjá um Reykjavík
og nágrenni.
— Nú eruð bið ekki alveg einir
um hituna, hvernig gengur sam-
keppnin við jurtasmjörlrikið?
— Ég hef nú ekki á reiðum
höndum neina statistik um það,
en þar er að sjálfsögðu um nokkra
samkeppni að ræða, smekkur
manna er misjafn og sumir kjósa
jurtasmjörlíki framyfir smjör og
öfugt. En þetta er nú ekki orðið
neitt rekstrarvandamál ennþá,
bætir Óskar við og brosir.
— Hver er svo tekjustofn Osta-
og smjörsölunnar?
— Tekjurnar eru 4 prósent,
sem við tökum í sölulaun. En
þar sem ekki er hugsað um neina
sjóðstofnun, endurgreiðum við í
árslok það, sem umfram er. Und-
anfarin ár höfum við þannig í
rauninni ekki tekið nema um 3
prósent í sölulaun. Miðað við
markaðsstærðina má þetta teljast
nokkuð gott.
— Geturðu að lokum gefið mér
einliverjar tölur um veltu eða
sölu?
— Heildarsalan á árinu 1967
var 354 milljónir, þar af var út-
flutningur 109 milljónir.
• Hjá okkur fáið þér flestar vél-
ar til verzlunar- og skrifstofu-
halds.
• ASeins viðurkenndar gœða-
vörur.
• Áherzla lögð á góða varahluta- og viðgerðarþjónustu.
• Vinsamlegast hafið samband við okkur áður en þér
festið kaup annars staðar.