Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1969, Side 24

Frjáls verslun - 01.03.1969, Side 24
za FRJALS VERZLUN að hafa afnot af tölvu, sem þau annars myndu ekki hafa efni á. Á síðustu þremur árum hafa kerfi af þessu tagi verið tekin í notkun bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Það fyrsta var opnað af General Electric í Phoenix í Arizona 1965. Rekur fyrirtækið nú 25 kerfi í Bandaríkjunum og er að opna mörg í Evrópu, Kanada og Ástral- íu. Eitt af því, sem gerir þetta mögulegt, er ný gerð af máli, sem er notað til að setja inn í tölvur. Var kerfi þetta fundið upp við Dartmouth-háskólann í Bandaríkj- unum og er kallað BASIC. Er það svo einfalt, að maður, sem hefur enga reynslu í notkun tölvu, getur byrjað að nota tölvu eftir tvo klukkutíma. Þó að þetta geri notkun tölva auðveldari, ber ekki að skilja það svo, að ekki þurfi áfram þjálfaða og vel menntaða verkfræðinga á þessu sviði. 1968 setti Radio Corporation of America upp tölvu-leturborð í 16 skólum í New York-borg, sem tengd eru við sömu tölvuna. Þús- undir nemenda nota þau til að gera æfingar í lestri, réttritun og stærðfræði. New York State Uni- versity hefur sett upp svipað kerfi á sjö stöðum, þar sem skólinn starfar, Stúdentar nota þetta kerfi til rannsókna og til að leysa heimaverkefni. Kerfið er notað við efnafræði, stærðfræði, eðlisfræði, við rannsóknir á þjóðfélagslegum vandamálum, og við byggingar- verkfræði. Framfarir hafa orðið mjög hrað- ar á þessu sviði og virðist ljóst, að allir eigi eftir að hafa not af tölv- um í framtíðinni. Á síðustu tíu árum hafa tölvur orðið tíu sinnum minni, hundrað sinnum fljótvirk- ari og þúsund sinnum ódýrari í notkun. í Bandaríkjunum reikna menn með, að í lok aldarinnar verði gífurlegt kerfi af tölvaþjónustu öllum til afnota, fyrir hliðstætt verð og sími. Telja þeir, að kerfi þetta muni ná um allt landið og jafnvel allan heim með tímanum. Þjónusta þessi muni ná til banka, ferðalaga, læknisráða, rannsókn- arstarfa, bókasafna o. s. frv. Ný fjarskiptatæki geta flutt upplýs- ingar milli landa og heimsálfa eins léttilega og milli húsa. Stúd- entar, verzlunarmenn, vísinda- menn, ríkisstarfsmenn oghúsmæð- ur munu nota tölvur sem eins sjálfsagðan hlut og sími er núna. Öll verður þessi þjónusta til hjálpar litlum fyrirtækjum og litl- um efnahagsheildum, svo sem okkar. Lítil fyrirtæki og lítil lönd fá þarna aðgang að öllum þeim upplýsingum og kunnáttu, sem þeir stærri sitja nú að einir. Mun þetta létta tilveru þeirra smærri mjög og gera þeim mögu- legt að keppa á jafnréttisgrund- velli við þá stærri. Þessi þróun er landi eins og íslandi því mjög mikilvæg, en skilningur mun enn vera takmarkaður á gildi hennar. Allskonar ”Lion” vélaþétti fyrir gufu- vatn og olíu G.J. FOSSBERG HF VÉLAVERZLUN Skúlagata 63 Vaka * Björgunaríélag Síðumúla 20. — Sími 33700, 3 línur Símnefni: VAKA Á nótt sewn detji er Vnha n vetji • Kranabílar með talstöð. • Stœrsti varahlutalager landsins. • Bifreiðageymsla. • Kerruöxlar. allar stœrðir. JLntiö V Ö K U letjsn vuntlnnn

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.