Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1969, Page 25

Frjáls verslun - 01.03.1969, Page 25
FRJALS VERZLUN 21 SAMGÖNGUR — FLUTNINGAR BOEING 747 STÆRSTA FARÞEGAFLUGVÉL HEIMS Hámarksíjöldi farþega 490. 30. september í fyrra var fyrstu Boeing 747 flugvélinni ekið út úr flugskýlinu, þar sem hún var byggð í Everett í Washington. Er hún stærsta farþegaflugvél, sem byggð hefur verið til þessa. Að vísu er Lockheed Galaxy C5A stærri, en ekki hefur enn verið framleidd útgáfa af henni, sem ætluð er til farþegaflutninga. Er hún enn sem komið er eingöngu herflutningavél. Boeing hefur þegar fengið pant- anir á 160 flugvélum og reiknar verksmiðjan með að hafa byggt 200 í árslok 1972 og 400 í árslok 1975. Kostar hver vél um 20 millj- ónir dollara. Búist er við, að far- þegafjöldi í flugi margfaldist á næstu árum. Kemur sér þá vel að hafa þessar stóru flugvélar í notk- un. Öll helztu flugfélög heims hafa pantað 747, svo sem Air Canada, Air France, Air India, Alitalia, American, BOAC, Braniff, Con- tinental, Delta, Eastern, E1 Al, Iberia, Japan Airlines, KLM, Luft- hansa, National, Northwest, Pan American, Quantas, SAS, South African Airlines, Swissair, TWA, United og World Airways. Reikn- að er með, að fyrstu flugvélarnar verði teknar í notkun í september 1969, en flest þessi flugfélög fá sínar fyrstu vélar 1970 og ’71. Reiknað er með, að hámarks- fjöldi farþega sé 490, en flest flugfélög hafa hugsað sér að nota hana fyrir 350—360 farþega, til að geta haft rýmra um þá. Allt við þessa vél er stórkostlegt. Hún er 70,4 metrar að lengd ogvængja- hafið er 60 metrar. Stélið er 19 metrar að hæð, sem jafngildir fimm hæða húsi. Hámarkshraði er 625 mílur eða 1.000 kílómetr&r og getur hún flogið 6.000 mílur án viðkomu. Mesta þyngd í flugtaki verður 355 tonn og tekur hún alls 176.700 lítra af eldsneyti. Farþegar ganga inn í vélina um fimm tvíbreiðar dyr á hvorri hlið. Að innan er hún sex metra breið. Tveir gangar liggja eftir endi- langri vélinni, báðir breiðari en nú tíðkast. Sæti verða breiðari og rúmbetri, sérstakar setustofur verða, skápar fyrir farangur og yfirhafnir, ljós og loftventlar fyr- ir hvert sæti o. s. frv. Notaðar eru sérstakar skúffur fyrir farangur. Verður hann á að gizka 38 tonn í fullri vél, eða 3.400 stykki. Er hægt að hlaða eða afhlaða þennan farangur á 7 mínútum. Til að byggja þessa flugvél, byggði Boeing nýja verksmiðju í Everett, um 50 kílómetra frá Seattle. Aðalbygging verksmiðj- unnar er stærsta bygging í heimi að rúmtaki, 4.530.000 rúmmetrar, sem er 849.000 rúmmetrum meira en byggingin á Cape Kennedy, þar sem Saturn-tunglflaugarnar eru settar saman, sem var stærst áður. Verið er að undirbúa byggingu vöruflutningaútgáfu, þar sem nef- ið lyftist upp og hægt er að aka vörum beint inn. Einnig er ætlun- in að byggja vél, sem breyta má úr farþegavél í vöruflutningavél á skömmum tíma, eins og hægt er að gera við flugvél Flugfélags íslands. Boeing flugvélaverksmiðjurnar hafa byggt alls um 28.000 flug- vélar, þar af um 4.000 þotur.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.