Frjáls verslun - 01.03.1969, Síða 42
FRJALS VERZLUN
3B
NESTLÉ
SVISSNESKA MJÓLKURVINNSLAN
SEM VARÐ AD ALÞJÓDLEGU
VIÐSKIPTASTÓRVELDI
ÞAÐ VAR árið 1866, sem fyrsti
vísirinn að Nestlé stórveldinu sá
dagsins Ijós í bænum Vevey við
Genfarvatnið í Sviss. Þá stofn-
setti Henri Nestlé, sjálfmenntað-
ur uppfinningamaður, verksmiðj-
ur til framleiðslu á barnamat úr
svissneskri mjólk.
Henri Nestlé var ættaður frá
Frankfurt am Main, en flutti ung-
ur búferlum til Vevey. Þar í bæ
hafði hann fyrst ofan af fyrir sér
með sölu olíulampa og komst í
nokkrar álnir.
Nestlé varð snemma sannfærð-
ur um, að svissneskar mjólkuraf-
urðir ættu framtíð fyrir sér sem
útflutningsvara til iðnaðarland-
anna og þá einkum Bretlands.
Hafði hann þá í huga þörfina, sem
vannærð börn iðnaðarborganna
hlytu að hafa fyrir næringarríkan
barnamat, að undirstöðu úr mjólk.
Með aðferð sinni, sem tryggöi
ferskleika mjólkurinnar, hófst
hann því handa um verksmiðju-
rekstur og lagði aleigu sína undii.
En það voru fleiri en Nestlé, sem
höfðu eygt möguleikana í mjólk-
urframleiðslunni. Nokkrum már:-
uðum áður en hann hóf fram-
leiðslu, höfðu hinir bandarísku
Page-bræður gengizt fyrir stofnun
mjólkurvinnslu og niðursuðu í
bænum Cham. f félagi með þeim
voru nokkrir auðugir samlandai
og svissneskur bankajöfur. Mark-
miðið var útflutningur til Breta-
veldis, sem þá drottnaði yfir
heimsverzluninni og bauð upp á
sölumöguleika í öllum heimsáif-
um.
Mörgum þótti sem Nestlé fæiö-
ist mikið í fang að ætla sér sam-
keppni við slíka risa, og var fyr-
irtæki hans ekki fyrirhugað langt
líf. Með óbilandi seiglu tókst Nes-
tlé þó að standast fæðingarhriö-
Henri Nestlé.
irnar þannig, að krílið við Genfar-
vatn óx í fullburða fyrirtæki, sem
glímdi hart við Page-bræður á
mörkuðum Bretaveldis.
Stóð svo allt til ársins 1905, að
þau sameinuðust í eitt fyrirtæki;
Nestlé og ensk-svissnesku mjólk-
urvinnsluna. Henri Nestlé hafði þá
fyrir allmörgum árum selt fyriv-
tæki sitt svissneskum fjármála-
mönnum fyrir eina milljón sviss-
neskra franka. Nýja fyrirtækið
varð þegar stórveldi í sinni grein.
Það réði yfir átján verksmiðjum
flestum í Svisslandi, en dótturfyr-
irtæki voru starfrækt í Bretlandi,
Noregi, U.S.A., Þýzkalandi og á
Spáni. Höfuðstöðvarnar allt tiL
þessa dags eru í Vevey.
Margt hafði drifið á daga mjóik-
uriðnaðarins á þessum árum. Fátt
þó mikilvægara en uppgötvun
Svisslendingsins Daniels Peters á
mjólkursúkkulaðinu. Þessi góm-
sæta vara hafði þegar lagt undir
sig „munn og hjörtu“ neytenda
um víða veröld, og varð Nestlé
frá upphafi góður búhnykkur.
Þegar fyrri heimsstyrjöldin
brauzt út, hafði Nestlé fært mjög
út kvíarnar um alla Evrópu. Kom
stríðið því í fyrstu mjög illa niðu:
á rekstrinum. En nýir möguleikar
opnuðust. Stríðsreksturinn krafð-
ist hvers konar niðursuðuvarn-
ings, og aðaláherzlan var nú lögð
á uppbyggingu bandarísku dóttur-
fyrirtækjanna. í lok stríðsins var
svo komið, að framleiðslan hafði
tvöfaldazt frá því á árinu 1914.
Eftir stríðið hófst landnám í S-
Ameríku, með því að reist var
verksmiðja í Brasilíu. Varð það
upphafið að víðtækri fjárfestingu
í rómönsku Ameríku. í Ástralíu,
S-Ameríku og um gjörvalla Evr-
ópu voru nýjar verksmiðjur sett-
ar á laggirnar, en á Bretlandi varð