Frjáls verslun - 01.03.1969, Blaðsíða 43
FRJALS VERZLUN
39
Athafnanet Nestlé nær yfir jarðkringluna.
samdráttur í framleiðslunni. Árið
1938 urðu straumhvörf í sögu Nes-
tlés. Allt til þess árs hafði fyrir-
tækið einvörðungu grundvallað
SVARMIHF
framleiðslu sína á mjólk, en nú
kom Neskaffið til sögunnar. Fyrir
átta árum hafði Nestlé tekið til
greina beiðni brasilískra kaffi-
framleiðenda um aðstoð við sölu
á árlegum umframbirgðum. Rann-
sóknarstofu Nestlés var fengið það
hlutverk að finna upp framleiðslu-
aðferð á kaffi, sem opnaði nýja
sölumöguleika. Árangurinn varð
Neskaffi. Framleiðsla var fljótlega
hafin í smáum stíl í Sviss og
nokkru síðar í U.S.A.
Tímabilið til upphafs seinr.i
heimsstyrjaldarinnar varð félag-
inu mikið blómaskeið. Eftir að
endurskipulagning hafði venð
gerð á rekstrinum, vegna alvarlegs
áfalls í upphafi þriðja áratugsins,
hélt fjárfestingin jafnt og þétt a-
fram. Um það leyti, sem styrjöid-
in brauzt út, voru í eigu Nestlés
115 verksmiðjur í hinum ýmsu
heimsálfum.
Og enn endurtók sagan sig i
stríðinu. Ekki dugði fyrirtækinu
að gráta Evrópumarkaðinn og
verksmiðjur sínar á ófriðarsvæð-
um, sem margar hverjar breytt-
ust í rjúkandi rústir. Enn litu foi-
ráðamenn Nestlés í vesturátt og
einbeittu sér að Neskaffinu, 'sem
þegar hafði slegið í gegn á Banda-
ríkjamarkaðnum. Um gjörvalla
Ameríku voru settar á stofn nýjar
verksmiðjur.
Að stríðinu loknu var svo kom-
ið, að kaffið stóð orðið jafnfætis
súkkulaðinu og mjólkurvörunum.
Þá bættist enn eitt gæðamerkið á
lista Nestlés; Maggivörurnar. Un}
svipað leyti og Henri Nestlé þio-
aði mjólkurvinnslu sína, hafði ann-
ar Svisslendingur, Julius Maggi,
unnið brautryðjendastarf á sviði
súpugerðar. Maggi-fyrirtækið
hafði síðan blómgazt allt þar til
síðari heimsstyrjöldin hafði fært
alla framleiðslu þess í Evrópu úr
Fyrstu súkkulaðiumbúðirnar.
skorðum. Það varð því að ráði að
láta Nestlé yfirtaka reksturinn.
Annað gamalþekkt fyrirtæk:,
sem Nestlé keypti meirihlutann af
hlutabréfum í, árið 1960, var
Crosse & Blackwell. Þannig
styrkti Nestlé stöðu sína á Brei
landseyjum og S-Afríku til muna.
Crosse & Blackwell hafði einkum
sérhæft sig í framleiðslu á niður-
suðuvörum, ávaxtamauki og súkk-
ulaði. Þá komst nú í eigu Nestlés