Frjáls verslun - 01.03.1969, Page 48
44
FRJALS VERZLUN
HAPPDRÆTTIN VINNA MIKILVÆGT
STARF AÐ MENNINGAR-
OG MANNÚÐARMÁLUM
Þrjú stœrstu happdrœttin veltu nálœgt 213.5 millj. kr. árið 1968.
Enda þótt tölur um eyðslu er-
lendra þjóða í hvers kyns happ-
drætti liggi ekki á lausu til sam-
anburðar, má telja það alllíklegt,
að ef slíkur samanburður væri
gerður, yrði hlutur íslendinga
ofarlega á blaði.
FRJÁLS VERZLUN mun leitast
við að kanna, hve hárri upphæð
íslendingar eyddu til kaupa á
happdrættismiðum árið 1968. Rétt
er að taka fram, að ekki eru mikl-
ar líkur á því, að hárrétt tala
verði árangur þeirrar athugunar.
í þessari grein, sem er hin fyrri
af tveimur, verður fjallað um þrjú
stærstu happdrættin, Happdrætti
Háskóla íslands, HappdrættiDval-
arheimilis aldraðra sjómanna og
Happdrætti sambands íslenzkra
berklasjúklinga. Rætt er við for-
stjóra happdrættanna og gerðu
þeir grein fyrir starfsemi fyrir-
tækja sinna og þá fyrst og fremst,
hvernig ágóða þeirra væri varið.
f síðari greininni verður leitazt
við að gera grein fyrir öðrum
happdrættum, en eins og kunnugt
er, eru þau fjölmörg og tilgangur
þeirra margvíslegur.
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA
ÍSLANDS.
Happdrætti Háskóla íslands er
langstærst hinna þriggja og var
velta þess um það bil 130 millj.
kr., að því er forstjóri þess, Páll
H. Pálsson, sagði. Happdrættið
greiðir 70% af andvirði seldra
miða í vinninga og eru vinningar
skattfrjálsir, en hið sama er og að
segja um vinninga hinna happ-
drættanna.
Happdrætti Háskólans varstofn-
að með lögum árið 1933, en dreg-
ið var í fyrsta sinn í marz 1934,
og er happdrættið því 35 ára um
þessar mundir og er jafnframt hið
elzta af þeim, sem fjallað er um í
þessum þætti.
Höfuðástæða stofnunar Happ-
drættis Háskóla íslands var hús-
Páll H. Pálsson.
næðisvandamál Háskóla íslands,
enda segir í lögunum um stofnun
happdrættis fyrir ísland, — ,,að
ágóðanum skuli varið til þess að
reisa hús handa háskólanum, enda
greiði leyfishafi í ríkissjóð 20%
af nettó hagnaði í einkaleyfis-
gjald“, og þannig er Happdrætti
Háskólans eina happdrættið, sem
greiðir skatt af arði sínum til rík-
issjóðs, en hefur þar á móti einka-
leyfi á því að greiða vinninga í
peningum.
RÁÐSTÖFUN ÁGÓÐANS.
Páll H. Pálsson gerði grein fyr-
ir helztu verkefnum, sem unnið
hefur verið að fyrir tekjur happ-
drættisins, en eins og getið er að
ofan, ber að verja tekjum þess til
að koma upp húsum fyrir háskól-
ann: Fyrst ber að nefna Atvinnu-
deild háskólans, enda var háskóla-
kennurum mjög annt um það,
þegar happdrættislögin voru sam-
þykkt, og séð var, að háskólinn
mundi hafa yfir að ráða nokkru
fé, að undirbúin skyldi aukning
starfssviðs skólans. Var það gert
með byggingu atvinnudeildarinn-
ar og var þá ákveðið, að háskól-
inn skyldi taka að sér að láta
rannsaka og hafa forystu um
aukna þekkingu á öllu, er lyti að
aðalatvinnuvegum landsmanna.
Háskóli Islands var að mestu full-
byggður árið 1940, en árlega er
varið til hans af happdrættisfé
fjármagni til endurbóta, aukning-
ar húsmuna, áhalda o. s. frv. Há-
skólalóðin. Til hennar hefur verið
varið allmiklu fé til ræktunar,
malbikunar gatna o. s.frv. íþrótta-
hús Háskólans var reist á árunum
1945—49 og síðan hefur veriðreist
ofan á það hæð, þar sem komið