Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1969, Page 51

Frjáls verslun - 01.03.1969, Page 51
FJÖLDI VERZLANA „Við heyrum oft um það talað, að fjöldi verzlana sé óþarflega mikill og með færri verzlunum mundi afkoma hverrar og einnar vafalaust verða mun betri og ör- uggari heldur en, þegar úir og grúir af smáverzlunum út um allt, eins og víða má svo greinilega sjá. Þetta er vafalaust að vissu marki rétt ábending, þótt erfitt sé að draga hina réttu línu í þess- um efnum eins og svo mörgu öðru, og kemur til greina í því efni að sjálfsögðu sú stóra spurning, hversu margar eða 'þéttar þurfa verzlanir að vera til að fullnægja eðlilegri þjónustu gagnvart sínum viðskiptavinum og svo hitt, hversu margar mega þær vera til þess, að rekstrargrunvöllur geti talizt eðlilegur. Hér í Reykjavík hefur að minnsta kosti á seinni árum verið reynt að fylgja þeirri stefnu, sem ríkjandi hefur verið um Norð- urlönd og annars staðar í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar- innar, að við uppbyggingu borg- arinnar í nýjum hverfum væri þess jafnan gætt, að ætla verzl- unum ákveðinn stað og ákveðið viðskiptasvæði, en menn þyrftu Góður rekstur og viðgangur fyrirtækja eina tryggingin fyrir atvinnuöryggi ,,Á það vantar enn mikið, að menn hafi almennt gert sér grein fyrir nauðsyn þess, að þannig sé búið að fyrirtækjum og öðrum einingum atvinnulífsins, að þau geti á hverjum tíma skilað næg- um hagnaði, ekki aðeins til að standa í stað, heldur til að vaxa og búa í haginn fyrir framtíðina í samræmi við eðlilega fólksfjölg- un og neyzluaukningu. Það er víst gömul búmannsvizka, að ekki stoði að skera fóður mjólkurkýr- innar við nögl, ef hún á að skila góðri nyt. Jafnfráleitt er hitt að ætla að leggja slíkar hömlur á vöxt og viðgang fyrirtækjanna, að þau fái ekki undir risið. Góð- ur rekstur og viðgangur fyrir- tækja er endanlega undirrót alls hagvaxtar og eina tryggingin fyr- ir atvinnuöryggi. Þetta sýnir einna bezt, að þegar allt kemur til alls eru hagsmunir fyrirtækj- anna, launþega, kaupmanna og neytenda ekki eins andstæðir og oft sýnist í hagsmunaárekstrum, sem ýmsir aðilar láta sér einnig sæma að kynda undir“. Björgvin Schram í ræöu. ekki að eiga von á því, eftir að vera búnir að leggja gífurlegt fjár- magn til uppbyggingar í verzlun og alla þá aðstöðu, sem því er samfara, að allt í kring um þá risu verzlanir eða öllu heidur verzlanaholur í kjöllurum húsa, í bílskúrum og alls kyns húsnæði, sem í upphafi aldrei var ætlað það hlutverk að verða notað til verzlunarreksturs. Á þessu hafa þó orðið miklir misbrestir og skipulagsleysi á þessu sviði er því miður allt of áþreifanlegur hlutur víða í borginni og nægir í þeim efnum að líta yfir ýmis borgar- hverfi þessu til sönnunar. Égheyri stundum um það talað, að það samrýmist naumast hugtakinu verzlunarfrelsi að leyfa ekki hverjum að verzla, þar sem hann vill og þegar hann vill. Því er til að svara, að of margar verzlanir og skipulagsleysi á þessu sviði á ekkert skylt við verzlunarfrelsi, þvert á móti er hér um að ræða stjórnleysi, sem leiðir til óhag- kvæmra hluta fyrir alla aðila, ekki aðeins fyrir þá, sem verzlan- irnar eiga, heldur líka fyrir allan almenning. Hér verður þó vissu- lega að vera vel á verði gagnvart því, að slíkt fastmótað skipulag skapi ekki viðkomandi aðilum neina einokunaraðstöðu“. Siguröur Magnússon, framkv.stj. K.l. i rœöu.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.