Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1969, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.05.1969, Blaðsíða 37
FRJÁLS VERZLUN 37 SAMGÖNGUR — FLUTNINGAR EL AL GENGUR VEL ÞRÁTT FYRIR ÁRÁSIR Nokkurs ótta gætti fyrst eftir árásirnar á flugvélar E1 A1 í Aþ- enu og Zurich um að fólk myndi forðast að fljúga með vélum þeirra, vegna ótta um endurtekn- ar árásir. Raunin hefur orðið önn- ur. Farþegatala hefur vaxið og virðast margir leggja áherzlu á að fljúga með félaginu til að lýsa samúð sinni með ísraelsmönnum. E1 A1 var stofnað skömmu eftir að ísrael hlaut sjálfstæði. Félagið hefur verið ísrael mjög mikilvægt. Samgöngur á landi eru lokaðar vegna óvinsemdar Araba og sjó- leiðir eru tímafrekar. Þá hefur E1 A1 verið eina samband ríkisins við umheiminn í stríðunum 1948, 1956 og 1967, þegar önnur flugfé- lög hættu ferðum til ísrael. E1 A1 er ekki stórt flugfélag, en hefur alltaf verið mikilvægara á Norður-Atlantshafinu en stærð þess gefur tilefni til. Það byrjaði nær strax að fljúga til New York og tengdi þannig saman þá tvo staði, þar sem flestir Gyðingar eiga heima. Af flugfélögum, sem fljúga yfir Norður-Atlantshaf, hafa aðeins Loftleiðir og Irish Int- ernational Airlines betri sætanýt- ingu, en hún er núna 60,1% hjá E1 Al. E1 A1 á núna fimm Boeing 707 og tvær Boeing 720. Tvær Boeing 707 verða afhentar á þessu ári og tvær 747 ,,júmbo“ þofur verða af- hentar 1971. Þá hefur félagið tryggt sér að fá númer 7 og 13 af hinum hljóðfráu þotum Boeing, ef ákveðið verður að byggja þær, sem ekki er útlit fyrir að verði á næstunni. Aðaleigandi E1 A1 er ísraelska ríkið, en Histardut, verkalýðssam- band ísrael, og Zim Israel skipa- félagið eiga einnig hluta í því. Mikilvægi flugfélagsins sést vel á því. hvernig Israelsmenn brugð- ust við árásunum, með því að eyðileggja mest af flugflota Líban- on. Varnarmálaráðherrann, Moshe Dayan, hefur lýst því yfir, að ef þessar árásir ekki hætti, muni ekkert flugfélag Araba geta hald- ið áfram starfsemi sinni. Boeing 720 flugvélin frá E1 Al, sem varð fyrir árás hryðjuverkamanna á flugvellinum við Ziirich í febrúar. KVIKMYNDIR VINSÆLUSTU KVIK- MYNDALEIKARARNIR Blaðið Motion Picture Herald í Bandaríkjunum tekur skýrslur af kvikmyndahúsaeigendum í Banda- ríkjunum og Kanada og velur eft- ir þeim þá leikara, sem mest draga að gesti í kvikmyndahús í þess- um löndum. í fyrsta sæti árið 1968 var Sid- ney Poitier, sem jafnframt er fyrsti negrinn, sem nokkru sinni kemur á listann. Hann var númer sjö árið áður. í næstu sætum komu Paul Newman, Julie Andrews, John Wayne, Clint Eastwood, Dean Martin, Steve McQueen, Jack Lemmon, Lee Marvin og Eliza- beth Taylor. Árin 1966 og 1967 var Julie Andrews í fyrsta sæti. Val þetta gefur ekki til kynna hverjir eru vinsælustu leikararn- ir, heldur er frekar hægt að ráða af þessu, hver af vinsælum leik- urum á margar myndir og góðar í umferð. Sem dæmi má nefna það, að ef aðeins ein mynd hefði verið gerð með Sidney Poitier, til sýningar 1968, hefði hann örugg- lega ekki náð fyrsta sæti, burt- séð frá hversu vel hann hefði gert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.