Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1969, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.05.1969, Blaðsíða 59
FRJÁLS VERZLUN 51 MATARDEILD S S I HAFNARSTRÆTI Ein elzta matvöruverzlun borgarinnar. Matardeild Sláturfélags Suður- lands við Hafnarstræti er löngu orðin hluti af miðbænum. Verzl- unin hefur verið rekin af SS síð- an 1908, en var áður deild í hinu fræga Thomsens magazíni, þann- ig að hún er líklega ein elzta mat- vöruverzlun borgarinnar. Þangað fara menn ekki einungis til að kaupa í kvöldmat og hádegismat og hafa með sér heim. Þeir, sem vinna í nágrenninu, bregða sér þangað oft, ef þeir hafa ekki tíma til að fara heim í mat, og hafa með sér kjötbita eða eitthvað slíkt á vinnustað. Verzlunarstjóri matardeildar- innar er Jóhannes Jónsson, ungur maður og röskur, sem hefur gam- an af starfi sínu, enda vinnur hann mikið. Jóhannes hefur aðeins ver- ið verzlunarstjóri í eitt ár eða svo, en hann hefur um langt skeið unn- ið hjá Sláturfélaginu og fetaði þar í fótspor föður síns. Það er svo til sama hvenær dagsins maður lítur inn til hans, það er alltaf hópur viðskiptavina á kreiki um búðina veljandi góð- gæti af hillum og úr kælikössum, sem geyma hátt á annað þúsund vörutegundir. „Aðalhlutverk þessarar verzlun- ar er að sjálfsögðu að koma vör- um Sláturfélagsins til neytenda," segir verzlunarstjórinn ungi og klórar sér í hnakkanum með blý- anti. ,.En við verðum auðvitað að fylgjast með tímanum eins og aðr- ir, og því var gripið til þess ráðs á sínum tíma, að breyta verzlun- inni í kjörbúð, og hafa á boðstól- um eins mikið af nauðsynjavör- um og mögulegt er. Þá jukust líka annirnar til muna, og það er ekki ofsögum sagt, að hið níu manna starfslið verzlunarinnar sé á hlaupum frá því opnað er og þar til lokað er, og sem betur fer hef ég verið mjög heppinn með starfs- fólk.“ Sjálfur hleypur Jóhannes mun lengur en þetta, eins og verzlunar- stjóra ber að gera. Hann er jafn- an mættur vel fyrir opnun og fer að sjálfsögðu langsíðastur. Hann er ekki á þeirri skoðun, að starf verzlunarstjórans sé að ganga um með hvítan flibba og líta eftir að allt sé í lagi. „Menn fara ekki oní saltkjöts- tunnur með manséttuhnappa.“ „Hvernig er það, á annað þús- und vörutegundir, er það ekki heldur mikið. Notar fólk svo mik- ið yfir ævina?“ „O, sussu já. Þú verður að gæta að því, góði, að það er misjafn mannanna smekkur, og húsmæð- ur hlíta að nokkru leyti lögmálum snjókornanna, engin þeirra býr til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.