Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1969, Page 59

Frjáls verslun - 01.05.1969, Page 59
FRJÁLS VERZLUN 51 MATARDEILD S S I HAFNARSTRÆTI Ein elzta matvöruverzlun borgarinnar. Matardeild Sláturfélags Suður- lands við Hafnarstræti er löngu orðin hluti af miðbænum. Verzl- unin hefur verið rekin af SS síð- an 1908, en var áður deild í hinu fræga Thomsens magazíni, þann- ig að hún er líklega ein elzta mat- vöruverzlun borgarinnar. Þangað fara menn ekki einungis til að kaupa í kvöldmat og hádegismat og hafa með sér heim. Þeir, sem vinna í nágrenninu, bregða sér þangað oft, ef þeir hafa ekki tíma til að fara heim í mat, og hafa með sér kjötbita eða eitthvað slíkt á vinnustað. Verzlunarstjóri matardeildar- innar er Jóhannes Jónsson, ungur maður og röskur, sem hefur gam- an af starfi sínu, enda vinnur hann mikið. Jóhannes hefur aðeins ver- ið verzlunarstjóri í eitt ár eða svo, en hann hefur um langt skeið unn- ið hjá Sláturfélaginu og fetaði þar í fótspor föður síns. Það er svo til sama hvenær dagsins maður lítur inn til hans, það er alltaf hópur viðskiptavina á kreiki um búðina veljandi góð- gæti af hillum og úr kælikössum, sem geyma hátt á annað þúsund vörutegundir. „Aðalhlutverk þessarar verzlun- ar er að sjálfsögðu að koma vör- um Sláturfélagsins til neytenda," segir verzlunarstjórinn ungi og klórar sér í hnakkanum með blý- anti. ,.En við verðum auðvitað að fylgjast með tímanum eins og aðr- ir, og því var gripið til þess ráðs á sínum tíma, að breyta verzlun- inni í kjörbúð, og hafa á boðstól- um eins mikið af nauðsynjavör- um og mögulegt er. Þá jukust líka annirnar til muna, og það er ekki ofsögum sagt, að hið níu manna starfslið verzlunarinnar sé á hlaupum frá því opnað er og þar til lokað er, og sem betur fer hef ég verið mjög heppinn með starfs- fólk.“ Sjálfur hleypur Jóhannes mun lengur en þetta, eins og verzlunar- stjóra ber að gera. Hann er jafn- an mættur vel fyrir opnun og fer að sjálfsögðu langsíðastur. Hann er ekki á þeirri skoðun, að starf verzlunarstjórans sé að ganga um með hvítan flibba og líta eftir að allt sé í lagi. „Menn fara ekki oní saltkjöts- tunnur með manséttuhnappa.“ „Hvernig er það, á annað þús- und vörutegundir, er það ekki heldur mikið. Notar fólk svo mik- ið yfir ævina?“ „O, sussu já. Þú verður að gæta að því, góði, að það er misjafn mannanna smekkur, og húsmæð- ur hlíta að nokkru leyti lögmálum snjókornanna, engin þeirra býr til

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.