Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1969, Blaðsíða 69

Frjáls verslun - 01.05.1969, Blaðsíða 69
FRJÁLS verzlun 61 ná yfir 1550 m hæð. Þar eru gróð- ursælir og sólheitir fjalladalir, með milljónum ávaxtatrjáa, er svigna undan þunga aldinanna. Víða eru strendur vogskornar og sums staðar háir klettar í sjó fram. Annars staðar eru litlar strendur í f j arðarbotnum og vogum, og líka langar, hvítar sandstrendur, sú lengsta um 8 km að lengd. Um 1500 stór og smá gistihús eru á Mallorca. Þangað komu á síðast- liðnu ári nærri 4 milljónir ferða- manna til lengri eða skemmri dvalar. Þó eru aðalatvinnuvegir Mallorca landbúnaður, iðnaður og fiskveiðar. Sums staðar eru borg- ir og bæir. þar sem varla er til eitt einasta gistihús, sums staðar eitt eða tvö, en á öðrum stöðum eru þau hlið við hlið, eins og á ströndinni í höfuðborginni Palma, eða við Arenalströndina. HÖFUÐBORGIN PALMA íbúar Mallorca eru nær hálf milljón talsins. þar af búa um 200.- 000 í Palma. Borgin er mjög fall- eg og blandast þar saman gamli og nýi tíminn. Hún stendur fagur- lega í hæðum, kringum 25 km breiðan flóa, sem hefur verið góð höfn sæfarendum allt frá tímum Fönikíumanna. í Palma er ein stærsta skemmtiskipahöfn Mið- jarðarhafsins og liggja þar oftast 3—400 skemmtisnekkjur, og með- al þeirra margt fagurt fley. Borg- in sjálf iðar af lífi og fjöri, hvort heldur er farið um marmaralagð- ar skrautgötur eða þröngar göngu- götur gömlu borgarinnar. Beggja vegna höfuðborgarinnar er skammt á baðstrendur, en alls eru yfir 100 baðstrendur, stórar og smáar, á Mallorca. GÓÐIR GOLFVELLIR Eyjan er sannkölluð paradís fyr- ir unnendur golfíþróttar. Þar eru tveir stórir og fullkomnir golfvell- ir, annar rétt við höfuðborgina Palma, við hótelið Sonvita, sem er gömul konungshöll í eigu furst- ans af Monaco, og golfvöllurinn líka, sem nú hefur verið opnaður almenningi. Hinn stóri golfvöllur- inn er um 80 km frá Palma, á austurströndinni. Völlurinn stend- ur fagurlega í skógi vöxnum fjalls- hliðum, rétt við baðströnd, og nýtt baðstrandarhótel, — talsverðan spöl frá annarri byggð. Þessi völl- ur er líka opinn almenningi. FERÐALÖG UM EYNA Meðan á dvölinni á Mallorca stendur, gefst farþegum Sunnu tækifæri til þess að ferðast um eyna og sjá það, sem þar er mark- verðast. T. d. má nefna heilsdags skemmtiferð til Formentor og norð-austurhluta eyjarinnar, þar sem landslagsfegurð er sögð óvið- jafnanleg, enda eiga margar af konungsfjölskyldum Evrópu sum- ar- og vetrarhús sín við hinn fagra Formentoflóa og þar má oft sjá við festar fagrar lystisnekkjur. Þá skal einnig nefnd ferð til klaust- urbæjarins Valdemosa, í fjölium Mallorca, þar sem tónskáldið Cho- pin dvaldist fyrir meira en hundr- að árum ásamt frönsku skáldkon- unni Georg Sand. Samdi hann þar í fögru umhverfi fjalla og blóma- skrúðs ýmsar af sínum fegurstu sónötum. Þá eru skipulagðar ferðir til norðurhluta eyjarinnar. Fyrst er komið til hinnar frægu Alfabia- garða, sem byggðir voru ásamt hallarsetri af Márum, en þeir réðu yfir Mallorca í 800 ár. Þar undir hamraveggjum fjalanna njóta sín vel undurfagrir garðar með gos- brunnum og appelsínutrjám. Síð- ast en ekki sízt skal nefnd heils- dagsferð í drekahellana. Ekið er til Porto Christo um gróðursæl landbúnaðarhéruð Mallorca. þar sem vindmyllurnar dæla hinu dýr- mæta vatni upp úr forðabúri jarð- arinnar. í hellunum er bátum róið á skrautlýstu neðanjarðarvatni og á þeim leika hljómsveitir vinsæl og létt tónverk. Þegar komið er úr undirheimi dropasteinshell- anna, gefst tækifæri til að litast um í hinum skemmtilega bæ Porto Christo, þar sem margs kon- ar handunnir munir, svo sem út- saumaðir dúkar, eru sérlega ódýr- ir. A bakaleiðinni er höfð viðdvöl CHAMPION H.l. Igill Vilhjdlmsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.