Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1969, Qupperneq 19

Frjáls verslun - 01.05.1969, Qupperneq 19
FRJALS VERZLUN 19 REYKINGAR „Það er erfitt að svara því, hvað menn megi reykja, því að margt er óljóst um orsakir krabbameins, kronisks bronkitis og fleiri sjúk- dóma. Almennt má segja, að mað- ur, sem reykir einn til tvo pakka af sígarettum á dag í tuttugu ár, sé í mikilli hættu með að fá þessa sjúkdóma. Ég ráðlegg öllum mín- um sjúklingum að reykja ekki.“ „Það eru kerlingabækur, að það sé varasamt að fara oft í röntgen- myndatöku. Geislunin er mjög lít- il, sem menn verða fyrh\“ „Fyrir allan almenning, sem lif- ir á eðlilegu fæði, á ekki að vera þörf á vítamíngjöf. Helzt er þörf á þeim hjá fólki, sem er alveg inn- anhúss um vetrarmánuðina.“ „Það er ekki beinlínis hættu- legt að hafa með sér vinnu heim á kvöldin, en menn eiga að geta skipulagt tíma sinn betur en svo, að það sé nauðsynlegt. Það er sér- staklega mikilvægt, að menn hafi frí um helgar." LÍKAMSÞJÁLFUN „Hvaða líkamsþjálfun menn nota á að fara eftir því, hvaða möguleikar eru fyrir hendi, hver áhugamálin eru, og hvað mikinn tíma hann hefur. Þegar menn hafa lítinn tíma ráðlegg ég þeim að kaupa sér æfingabók kanadiska flughersins, sem allir hafa tök á að nota.“ „Meðal íþrótta, sem menn geta tekið þátt í, eru golf, sund, tenn- is, útreiðar, og ef menn eru í mjög góðu líkamlegu ástandi, hand- bolti.“ „Skokk er ágæt tegund þjálfun- ar, en ekki er rétt að nota það sem byrjun, ef menn byrja seint á æfinni. Það sama á við um t. d. tennis. Ef menn setja sér það að ganga daglega, þurfa þeir að ganga það hratt, að þeir finni til hóflegrar þreytu. Ef þeir ekki geta það, hafa þeir gengið of hægt og gangan er þá til lítils.“ „Menn eiga að velja sér góða stóla, sem þeim líður vel í. Þeir þurfa að hafa arma, bak, sem nær upp fyrir herðablöð, og helzt þurfa þeir að vera á hjólum og vera hægt að snúa þeim.“ SVEFN Á fertugs- og fimmtugsaldri þurfa menn minnst sjö til átta tíma svefn og á sextugs- til sjö- tugsaldrinum sex og hálfan tíma. Að sofa mikið meira en þetta er ekki hollt. Ef hægt er fyrir menn að leggja sig í fimmtán mínútur eftir hádegismat, er það mjög hollt. Þeir sem ekki geta það, ættu að reyna að halla sér aftur á bak í stólnum sínum jafnvel þó að þeir sofni ekki.“ „Það er vissulega þess virði fyr- ir fyrirtæki að borga læknisskoð- un stjómenda. Svo oft hafa ill- kynjaðir sjúkdómar fundizt nógu snemma til að lækna þá, að eng- inn vafi leikur á því. Maður, sem er við góða heilsu, ætti að fara í slíka rannsókn árlega.“ LÉTTAR ÞAKBYGGINGAR ÚR STÁLI FYRIR STÆRRI HÚSAKYNNI Nýtízkuleg lausn byggingavandamáls- ins með minni efn- isnotkun og meiri sparnaði á bygginga- kostnaði. Fyrir íþrótta- og sýningahúsnæði, flugskýli, vörugeymslur og verksmiðjur. Leitið upplýsinga hjá STROJEXPORT P.O.B. 662 Prague Czechoslovakia
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.